Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.06.1976, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 02.06.1976, Blaðsíða 6
s ’ÍS^ Konur gerðu garðinn Þessi orð eru greypt í skjöld sem komið er fyrir á fögrum stað í Iystigarði Akureyrar. Skyldu þau hafa hljómað í huga þeirra kvenna í Glerár- þorpi, sem fyrir ca. 40 árum stóðu að því að koma upp trjá- reit í þorpinu? Þeirra hugmynd var, að seinna myndu trén verða skjól þeirra blóma, er þar yrðu gróðursett. En hvernig er þessu svo farið í dag? (sjái þeir, sem vilja). Árið 1972 afhenti kvenna- félagið Baldursbrá, Akureyrar- bæ trjáreitinn til eignar í þeirri von, að í þeirra höndum yrði honum meiri sómi sýndur og meira gert heldur en konumar höfðu bolmagn til að gera sjálf ar. Þá voru í garðinum bekkir, svo fólk gæti notið þar yndis stunda. Hvar eru bekkirnir nú? Ekki hafa þær vonir ræst, er bundnar voru gjöfinni. í dag er garðurinn notaður sem fót- boltavöllur, þó annar með mörkum sé handan götunnar. Einnig virðist mjög vinsælt að nota trén sem klifurtré allt ár- ið. Flestir virðast láta sig það litlu skipta, þótt þessi fagri reitur sé niðurtroðinn af þeim ungdómi, sem nú er að vaxa úr grasi, og þeir er um þetta eiga að annast, ganga með lokuð augu, í það minnsta er þeim ekki rennt yfir Glerár- hverfi, séu þau opin. Hvernig er það með hverfið norðan Glerár, finnst bæjar- yfirvöldum við sem þar búum einhverjir annarsflokks skatt- greiðendur, í okkar augum lít- ur svo út, við erum og höfum verið utangarðs í svo mörgu. sk okkar er sú, að hér verði breyting á, þeir sem annast eiga um grasreiti bæjarins hafi hér vinnuflokk úr vinnuskól- anum er hefði það verkefni, að annast um garðinn og koma honum í það horf, er fyrirhug- að var í upphafi með blóma- beðum í skjóli trjánna, hér myndi þá kannske verða ann- ar lystigarður, er fóllc gæti not- ið að dvelja í innan um ilminn af trjám og angan af blómum. Með þá von í huga, eru þessar línur skrifaðar til að skora á þá, er um þessi mál eiga að annast, að sýna í verki að Glerárhverfi er eitt hverfi bæjarins og sómi að hafa á því svipaðan menningar brag og á öðrum hverfum bæjarins. Margt fleira en trjágarður- inn er okkur í huga, en látum það bíða. Konur í Glerárhverfi. ALÞYÐUMAÐURINN -----— 46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 2. júní 1976 - 20. tbl. -<\\v Sæmileour aflamánuður í maímánuði voru aflabrögð hjá togurum Útgerðarfélags Akureyringa sæmilega góð. Töluvert var sótt á miðin við Austur-Grænland og var því aflinn nokkúð mikið blandað- ur karfa eins verða. og þar vill oft Sléttbakur kom með mestan afla í mánuðinum eftir eina veiðiferð, og voru það 225 = Ysa, kaffi og brennivín Gerður hefur verið saman- burður á verðhækkunum á ýsu, kaffi og brennivíni frá nóvember 1967 til maí 1976 og lítur hann þannig út: hækkað jafnmikið og verð á ýsu ætti það ða vera 3.360.00 krónur. Áfengisvarnaráð. Nóv. 13. maí 1967 1976 kr. kr. Ýsa (1 kg.) 15.00 160.00 Kaffi (1 kg.) 84.00 720.00 Br.v. (1 fl.) 315.00 2.600.00 Ef brennivínsverð hefði r tonn eftir 15 daga útivist, en annars fer aflaskýrsla mánað- arins hér á eftir: 3/5 Svalbakur, 200 tonn. 6/5 Sléttbakur 184 tonn. 10/5 Sól- bakur, 67 tonn. 13/5 Harðbak- ur, 206 tonn. 17/5 Kaldbakur, 114 tonn. 19/5 Svalbakur, 198 tonn. 23/5 Sléttbakur, 225 tn. 26/5 Sólbakur, 129 tonn. 28/5 Harðbakur, 133 tonn. 31/5 Kaldbakur, 112 tonn. Samtals eru þetta 1586 tonn. Það óhapp vildi til hjá Sól- bak, að spilið bilaði og mun það geta dregist jafnvel í -——— nokkrar vikur að hann verði ferðafær á ný, þar sem nokkur afgreiðslufrestur mun vera á þeim varastykkjum, sem til þurfa. Þá lestaði Selfoss þann 13. maí tæplega 9000 kössum af freðfiski og Goðafoss lestaði 29. maí um 7000 kassa. Allur þessi fiskur fór á Ameríkumarkað að undan- skildum 1000 kössum, sem Selfoss átti að setja yfir í Hofs- jökul og fara áttu austur fyrir ,,járntjald“. ®S Birgir hættir hjá SA8 hækkað jafnmikið og verð á kaffi ætti það ða vera 2.700.00 krónur. Ef brennivínsverð hefði Í leikför um landið Birgir Þórhallsson, verið hefir sölustjóri SAS hér á landi frá því að félagið hóf starfsemi sína hér 1968 hefir nú sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september n. k. Birgir hóf fyrst störf að flug málum veturinn 1952, þegar hann var ráðinn umboðsmað- ur Flugfélagsins í Kaupmanna- höfn. Hjá Flugfélaginu starfaði Birgir í rúm tólf ár — þar af sex ár í Höfn og sex ár hér í Reykjavík sem yfirmaður milli landaflugs Flugfélagsins. Fyrir 15 árum stofnuðu þeir Birgir og Snorri Snorrason flug maður fyrirtækið Sólarfilma s. f. í upphafi var þar um hrein ræktuð tómstundastörf að ræða. Smátt og smátt hefir starfsemi fyrirtækisins verið að aukast og nú er svo komið, að Birgir hyggst fyrst um sinn starfa að frekari þróun mála hjá Sólarfilmu. Ekki er enn ráðið, hver tek- ur viö starfi Birgis hjá SAS. Um síðustu helgi lagði 15 manna leikhópur frá Leikfé- lagi Akureyrar af stað í leik- ferðalag um Austur- og Suð- austurland með „Kristnihald undir Jökli“ eftir Halldór Kiljan Laxnéss. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, en leik- mynd gerði Steinþór Sigurðs- son og með eitt af aðalhlut- verkunum, séra Jón Prímus, fer hinn góðkunni leikari Gísli Halldórsson, en það hlutverk hefur hann leikið bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar við mikl ar vúuueldir. Er áætlað að ferðalagið taki u. þ. b. 15 daga og er stefnt að því að hafa síðustu sýningarn- ar í nágrenni Reykjavíkur, því þar mun svo hluti af hópnum sýna „Glerdýrin“ eftir Tenn- essee Williams á Listahátíð og leikstýrir Gísli Halldórsson þeirri sýningu. Vegna anna hjá Leikfélagi Akureyrar sér það sér ekki fært að anna nema Austur- og Suðurlandi í þetta sinn, en það er von þess að geta heimsótt Vestur- og Norðurland á kom- andi tímum. „Kristnihald undir Jökli“. Guðirnir (Hermann Arason, Aðalsteinn Bergdal og Jakob Kristinss.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.