Heimdallur - 07.12.1933, Qupperneq 3
HEIMDALLUR
3
HEIMDALLUR
Ctgef. Samband ungra Sjálf-
stæðismanna.
Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson.
Auglýsingastjóri: Ulrik Z. Hansen.
Ritsljórn og afgr.: Bankastræti 3
(Herbertsprent). Sími 4020.
Kemur út annan hvern virkan
dag, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga.
Áskriftargjald kr. 1.00 á mánuði.
f lausasölu 10 aura eintakið.
Herbertsprent
verður lægsta útkoman hlut-
fallstala kosninganna. Síðan skal
margfalda þá hlutfallstölu með
tölu kjördæmakosinna þing-
manna þeirra flokka, sem liafa
fengið hærri útkomur en hlut-
fallstöluna við deilinguna, og
draga útkomurnar frá samtölum
atkvæða hvers þeirra flokka.
Mismunur sá, sem þá verður eft-
ir hjá hverjum flokki, er sú at-
kvæðatala, sem kemur til greina
við úthlutun uppbótarþingsæta,
og skal uppbótarþingsætum skipt
á milli þessara flokka i hlutfalli
við þessar atkvæðatölur þeirra,
eflir venjulegum reglum hlut-
fallskosninga, þannig, að deilt
skal í atkvæðatölurnar með töl-
unum 1, 2, 3, 4 o. s. frv. (sbr.
115. gr.), unz útkoman verður
eins nálægt því að vera jöfn
hlutfallstölu kosninganna og
unnt er, og falla uppbótarsætin
á hæstu útkomumar, þó aldrei
fleiri en 11 samtals
Verði útkomur tveggja eða
fleiri flokka jafnar áður en lok-
ið er útlilutun uppbótarþingsæta,
og cigi báðir eða allir tilkall til
uppbótarþingsætis, skal varpa
hlutkesti um, hverjum flokknum
skuli úthluta uppbólarþingsæti,
og liaga blutkestinu á þann hátt
sem fyrir er mælt í 119 gr.“
Iiér er lagt til að fylgt sé
þeirri reglu, sem beitt er við all-
ir hlutfallskosningar. Var víst
öll stjórnarskrárnefnd i upphafi
ráðin í þvi að fylgja þessari til-
lögu, en eftir það að sósíalistar
höfðu fengið umhugsunarfrest
komust þeir að þeirri niðurstöðu,
að ef beitt væri aðferð þeirri,
sem í frumvarpinu er nú,
njundu sósíalislar hafa fengið
einu uppbótarsæti meira en
þeim bar, eftir því sem atlcvæða-
tölurnar féllu við síðustu kosn-
ingar.
Nú er auðvitað ekkert víst
um það, að eins bæri að öðru
sinni. En þeir sósialistarnir vilja
auðvitað ekki sleppa hugsanlegu
tækifæri til þess einhverntíma
að geta grætt á rangsleitninni,
og nú cr lýðræðisreglan þeim
eklci lengur alveg heilög, því
með þessu fyrirkonnilagi getur
[)að ekki aðeins komið fyrir,
að sá flokkur, sem hefir meiri
hluta allra kjósenda, hafi minni-
hluta þingsæta, heldur er mjög
líklekt að svo færi einmitt oft-
ast.
Um það var nú deilí allan
kvöldfundinn, hvorl grein þessi
skyldi leiðrétt eða ekki. Kom í
ljós, er á fundinn leið, að fleiri
og fleiri Framsóknarmönnum
1*01111 hlóðið til skyldunnar og
kippti i rauða kynið. Kröfðust
sósíalistar að málið vrði tekið
af dagskrá og atkvæðagreiðsl-
unni frestað, sökum þess að Ey-
steinn Jónsson er veikur, og svo
vantaði Berg Jónsson.
Sjálfstæðismenn kröfðust þess
liins vegar að alkvæðagreiðsla
færi fram. Minnti Ólafur Thors
forseta á, að hann liefði fyrir
skömmu neitað sér um frestun
atkvæðagreiðslu, þegar alveg
eins hefði staðið á: einn þm.
veikur og annar fjarverandi af
öðrum ástæðum. Sú alkvæða-
greiðsla hefði þó varðað 150 þús.
kr. fjárveitingu úr ríkissjóði.
Sagðist liann nú að minsta kosti
krefjast þess, að það yrði borið
undir deildina, hvort atkvæða-
greiðslunni skyldi freslað.
Forseti neitaði að verða við
nokkrum tilmælum nema þeirra
rauðu, og tók málið af dagskrá
og sleit fundi, án þess að bera
það undir deildina.
Ýmislegt.
Tillagan um kaup á templara-
lóðinni felld í efri deild.
Till. um kaup á templaralóð-
inni hefir verið mikið þrætuopli
í þinginu (neðri deild).
Frá tillögunni hefir áður ver-
ið skýrt hér i blaðinu. Var hún
afgreidd frá nd. í því formi, að
ríkissjóður skyldi kaupa loð
templara við Vonarstræti fyrir
75 þús. kr. og greiða templurum
aðrar 75 þús. kr. í byggingar-
styrk.
Tillagan var til fyrri umræðu
í ed. í gær. Fór atkvæðagreiðsla
um hana svo, að hún var
felld að viðhöfðu nafnakalli með
7 atkv. gegn 7. Voru með heiihi:
Björn Kristjánsson, Bjarni Snæ-
björnsson, Guðrún Lárusdóttir,
Ing\*ar Pálmason, Jón Baldvins-
son, Jón Jónsson og Jónas Jóns-
són.
Móti henni voru: Einar Árna-
son, Eirikur Einarsson, Jón Þor-
láksson, Kári Sigurjónsson,
Magnús Jónsson, Páll Hermanns-
son og Pétur Magnússon.
21 mál.
Á dagskrá ed. voru 21 mál i
gær. Er það lengsta dagskráin
á þessu þingi.
í sameinuðu þingi
voru 7 mál á dagslcrá, þar á
meðal varalögreglumálið i 6.
sinni. Ekkert mál var þó af-
greitt, því fundi var slitið jafn-
skjótt og hann hafði verið sett-
ur. Ástæðan var sú, að forseti
nd. vildi halda deildarfundi á-
fram til þess að ljúka við kosn-
ingarlagafrumvarpið, sem var
þar á dagskrá til einnai* unu*æðu
komið frá ed. En er komið
var að atkvæðagreiðslu, tók for-
seti málið af dagskrá og sleit
fundi.
Bæ jai*stjórnarf und ur
verður í dag kl. 5 í kaupþings-
salnum. Á dagskrá eru 8 mál.
Umboðsmaður vátryggingarfé-
laganna London og Phönix
liefir senl blaðinu skýrslur fé-
laganna frá seinasta ári. Sam-
| kvæmt þeim, eru félög þessi sér-
í staklega vel fjárhagslega stæð.
Sbr. auglýsingu á öðrum stað
í blaðinu.
Fisksalan.
Garðar hefir nýlega selt afla
sinn í Englandi f>TÍr 880 stpd.
Einnig liafa selt afla sinn ný-
lcg'a línuveiðararnir. Huginn fyr-
ir 610 slpd., Ólafur Bjarnason
380 stpd. og Jarlinn fyrir 180
stpd.
Eimskip.
Gullfoss lor frá Leith i fyrra-
kvöld á leið lil Vestmannaeyja.
Goðafoss er á leið til Hamborg-
ar frá Hull. Brúarfoss kom frá
ísafirði í nótt. Dettifoss kom frá
Hull og Hamborg i fyrrakvöld.
Lagarfoss er á Akureyri. Sel-
foss er í Reykjavík.
Um þingmál.
Enn eru að ryðjast inn ný
þingmál, og er þó gert ráð fyrir
að þingi verði slitið fyrir næstu
helgi.
Fjöldi mála er enn hálfkar-
aður.
Meðal þeirra mála, sem fram
voru borin i byrjun þings og
þingið hefir legið á, er frumvarp
þeirra Magnúsar Jónssonar og
Péturs Magnússonar um það, að
láta úrskurð þjóðarinnar um af-
nám bannsins koma i gildi um
næstu áramót.
Allsherjarnefnd ed. klofnaði
í þessu máli. Meiri lilutinn lagði
tii að frumvarpið yrði fellt, en
minnihlutinn hefir skilað eftir-
ferandi áliti:
„Mciri hl. nefndarinnar hefir
borið fram rökstudda dagskrá
þess efnis, að sú breyting á
áfengislöggjöfinni, sem í frv. er
fólgin, verði látin bíða full-
komnari endurskoðunar áfengis-
laganna. Minni hl. getur ekki
falhzt á, að nokkur ástæða sé til
þeirrar biðar. Hann játar að
vísu, að nauðsyn beri til frekari
lagfæringar á áfengislöggjöfinni,
en getur binsvegar ekki séð, að
ágallar hennar mundu á nokk-
urn liátt aukast, þó afnumið
væri málamyndabann það við
innflutningi nokkurra tegunda
áfengra drykkja, sem enn er í
löguni. Minni lil. telur og, að
Ódýrt.
Rdion 0.45 pk. Persil 0.60 pk.
Fl. Flak 0.55 pk. Rinso (stór)
0,50 pk. Stanga sápa 0.65 stöng-
in. Bóndósin 1 krónu. Hand-
sápa 4 stk. fyrir 1 krónu.
Grettisgötu 57. Sími 2285.
Verzl. FELL,
Grettisgötu 57. Simi 2285.
Jón Guðmundsson.
Tpyggið
hjá
íslenzkn félagi.
Speglar
í ramma og rammalausir. Ný
komnir. Mikið úrval.
Ludvig Storr,
Laugaveg 15
öll óþörf bið á afgreiðslu máls-
ins brjóti í bág við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna 1. vetrardag, og
leggur því til, að málið nái fram
að ganga.
Ef frv. verður samþ. við 2.
umr., mun minni hl. bera fram
eina brtt. við 3. umr.“
Kaupið og
útbreiðið
Heimdall.