Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 03.05.1925, Qupperneq 3

Dagblað - 03.05.1925, Qupperneq 3
DAGBLAÐ 3 Alls hafa veriö haldnir 7 sam- fundir í vetur og hafa allir veriö vel sóktir og hinir skemtilegustu. Pað er Ungmennasamband Kjal- arnesþings sem fyrir pessum fund- um hafa gengist. Snmarfagnað héldu prentarar í Iðnó í gærkvöld, Var þar margt manna samankomið og gleðskapur mikill. Notkun rafljösa. f*að er oft talað um að raf- ljósin skemmi augun, og að augnveiki fari í vöxt, þar sem rafljós séu tekin upp. Þetta getur verið satt, en er þá að kenna skakkri notkun ljósanna. Vegna þess hve sjálfur ljósgjafinn er miklu sterkari en annað ljós, sem menn eiga að venjast, að sólinni undanskilinni, þá verða menn að koma raflömpunum þannig fyrir, að ljósið frá þeim skíni ekki beint í augun. Pví að rafljósið er ekki fremur en annað ljós gert til þess að lýsa upp augun á mönnum, heldur til að lýsa upp þá hluti, sem augun eiga að sjá. Og ef þessa er vandlega gætt, mun rafljós ekki vera augunum óhollara en hvert annað ljós. í heimahúsum hafa menn því víða reynt að haga lömpunum svo, að þeir meiði ekki sjónina. Á götum úti er málið verra við- ureignar. En sjálfsagt verður lausnin sú, að koma götuljós- unum fyrir sem hæst uppi og laga þau sem ljóskastara. Mesta vankunnáttu í meðferð ljósa sýna menn hér í ýmsum búðargluggum og í kirkjunum, og er þó mjög hægt að koma Ijósunum þar haganlega fyrir. 1 búðargluggum á enginn lampi að lýsa beint út á götuna, held- ur aðeins inn á þær vörur, sem hafðar eru til sýnis. Sumir kaupmenn skilja þetta vel, en aðrir álíta haganlegra fyrir sig, að nota ljós sem skera sem mest í augun, af því að þau veki athygli fólks á gluggum þeirra. En það er einmitt þvert á móti. Umhyggjan fyrir sjón- inni kennir mönnum að líta undan sterkum rafljósum. Hreyfi- legar ljósauglýsingar verka líka afskaplega leiðinlega og þreyt- andi, og eru því sumstaðar bannaðar. Hvergi kastar þó reglulega tólfunum með óhæfilega tilhög- un ljósa, nema i sumum sam- komuhúsunum hér, einkum kirkjunum. Að sitja uppi á lofti í kirkjunum og fá þessa líka litlu ljósadýrð frá hjálmunum beint í augun, það er ekki þægi- legt og þvi síður holt. Hjálm- ana ætti að taka niðt^r tafar- laust og koma Ijósunum fyrir í loftinu. Kórinn má vera vel lýstur, en enginn lampi á þó aö sjást þar framan úr kirkjunni. Það er annars merkilegt smekkleysi, að það skuli alla tíð hafa gengið óátalið, hvað birtan í kirkjunum hér á landi er yfir- leitt látin vera skjannaleg og skerandi. Ekkert er gert til að koma í veg fyrir að sterkt sól- skin skíni inn á fólkið, — ekk- ert til þess að skapa þennan þýða og rólega blæ, sem hvílir yfir erlendum kirkjum einkum þeim katólsku. í kirkjurnar koma menn væntanlega sálinni til hvíldar og sér til hugarhægð- ar, og verður öll tilhögun að vera í samræmi við það og ber því að forðast alt sem verkar bart og órólega. Yrði nú lýsingin iöguð í kirkjunum, væri strax mikið fengið. 0. Sonnr járnbrantakóngBÍns. — Enga útúrdúra sagði hann, þegar fyrir- liðinn virtist ætla að bera eitthvað í bætifláka fyrir sig. — Ég geri ráð fyrir að þurfa ekki að biðja oftar en einu sinni um að fá að tala við fangann. Hann glenti upp skjáinn um Ieið og hann sagði þetta og horfði beint í augu fyrirliðans. Fyrirliðinn var fljótur að svará: — Nei, auðvitað, hr. Cortlandt. — Fylgið okkur á fund hans. — Ég vil koma í veg fyrir að frúin þurfi að taka nærri sér að sjá fangelsið. Fanginn verður sóttur samstundis. — Við viljum tala við hann einslega. Enn hikaði fyrirliðinn og leit á þau hálf- undrandi, en með snöggu og skýru augnaráði. — Ég býst við því að það sé ekki leyfilegt. — Nær engri áttl mælti frú Cortlandt, og var henni nú þrotin stiilingin. Við kunnum lögin jafnvel og betur en þér hr. Alfarez, Ef þér kjósið heldur mun hr. Cortlandt sækja um leyfi hjá forseta. — Nei, slíkt er fjarri minu skapi, svaraði fyrirliðinn og greip fljótt frammí fyrir henni, um leið og hann hneigði sig auðmjúklega. — Ef það er á mínu valdi að gera yður greiða, þá eru lögin lítilsvirði, eða einkisvirði! Ég vil að- eins benda yður á eitt atriði: Fanginn okkar er ekki veikur í orðsins fylsta skilningi, en hann er heldur ekki vel 'frískur, Hann hefir beitt of- beldi við lögregluna og særst, — en það eru smámunir — lítið sem ekkert. Það er óhyggi- legt að veitast að lögreglunni, finst yður ekki? Hann hristi höfuðið og hélt áfram. — Mig tekur sárt er ég frétti slíkt. Það stoð- ar ekki hót að beita valdsmenn ofbeldi, er þeir gera skyldu sina. En þið Amerikumenn eruð svo hugrakkir! Ég neyðist til að virða þennan fanga. Þetta er sterkur karl. — Okkur skilst hvernig á stendur, býst ég við. í stað þess að gefa undirmanni sínum fyrir- skipun fór fyrirliðinn út með afsökun á vörun- um, en kom aftur eftir mjög langa bið. Var Anthony í fylgd með honum og margir lögreglu- þjónar. Er hinn ungi maður leit vini sina hljóp hann til þeirra og kallaði með ákefð: — Það veit hamingjan, að ég verð feginn að þið eruð komin. Mér fanst öll von vera úti. — Allan fann okkur ekki fyr en í dag, svar- aði frú Cortlandt. Er því varið eins og hann segir frá? Hefir yður verið misþyrmt? Hin unga hetja leit til óvina sinna heiftar- augum. Hann var magur og veiklaður eftir út- liti að dæma, en þá sáust engin merki á and- liti hans, nema sárið, sem hárið huldi aðhálfu leyti.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.