Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 05.05.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 5. maí 1925. *Þag6fað I. árgangur. 77. tölublað. YIÐSKIFTALÍF þjóðarinnar er að mestu leyti komið undir íramtaki einstaklings- ins í skjóli frjálsra laga og skipulagsbundinnar mentunar. Þetta verður sérhver að hafa hugfast þegar um framþróun á viðskiftasvæðinu er að ræða. Þegar plægja skal akur, veld- ur rnikiu um verklagið, hver plógnum stýrir. En engu síður er hitt mikils um vert: að plóg- urinn sé gott og lipurt verkfæri. Þannig er því varið með við- skiftalífs-akurinn og þá sem eiga að plægja hann og rækta. Til þess að honum sé sannur sómi sýndur, þarf ötula og vel mentaða menn sem gera skyldu sina í hvívetna. En um leið þarf öílug viðskiftatæki, sem fyllilega eru við hæfi þjóðar- innar og fullnægja kröfum tím- ans. Á ég þar ekki eingöngu við góðar samgöngur á sjó og landi, svo beztu verslunarleiðir standi okkur' opnar og geri þjóðina samkepnisfæra, að svo miklu leyti sem efni standa til. Hitt er jafnnauðsynlegt, að landstjórn °g Iöggjafar bui svo í haginn fyrir einstaklingana, að þeir fái notiö sín til fullnustu, og hafi óbundnar hendur til frjálsra viðskifta á öllum svæðum. »Frjáls verslun« eru kjörorð fiestra hugsandi manna nú á lím- um, og er með þeim orðum átt við að öllum eigi að vera opin leið til að reka verslun og að engar verslunarhömlur sé lagðar á þá sem starfa á viðskiftasvæð- inu. Er mönnum þá frjálst að gerast milliliðir og láta flytja til landsins allar alengar verslunar- vörur og út allar innlendar og . setja þær á frjálsura markaði. Hér á landi hafa ýmislegar ^ömlur verið lagðar á viðskifta- ÍQð í seinni tíð, vegna peninga- reppu þeirrar sem ófriðurinn mikli haföi í för með sér. Síðast var bannaður innllutn- lngur 4 óþörfum varningi með reglugerð 7. maí 1924, en hún er nú upphafin frá 1. júní næst- komandi, samkvæmt auglýsingu atv.- og samg.málaráðuneytisins 2. maí síðastl. Hefir reynzlan sýnt, að erfitt er að framfylgja slikum lögum svo enginn verði fyrir misrétti, auk þess sem þau virðast óþörf, eins og högum okkar er nú komið, og hafa að likindum verið óþörf frá upphafi vega sinna. Er nú sem af létti þungu oki hjá þeim sem slikan varning hafa flutt inn, og er nú hættan þessi: Að þegar styflan verður tekin úr, flói yfir landið of mikið af allskonar vörurusli i skjóli þess sem nauðsynlegra er og að upp-: rísi fleiri milliliðir en góðu hófi gegnir til þess að dreifa því um landið. Að vísu eru það bankarnir sem eiga að vera lífverðir þjóðaT- innar á viðskiftasvæðinu, um leið og þeir samkvæmt eðli sínu eiga að greiða fyrir nauð- synlegum viðskiftum, og munu þeir gera sitt til að menn flytji ekki of mikið inn af algerðum óþarfa. Frjáls verslun er nauðsynleg en frelsið er tvíeggjað sverð, og veldur miklu um hver á því heldur. Það eru reglubundnar sam- göngur þar sem ekki parf neina skrifaða eða prentaða áætlun fyrir hverja ferð. Ferðirnar eru allar hver annari likar, fardag- urinh einlægt sami vikudagur- inn eða mánaðardagurinn trá hverjum viðkomustað. Gott skipulag er aldrei á sam- göngum, fyr en þær eru orðnar reglulegar, þvi að þá fyrst verða þær að föstum lið í þjóðfélags- lífinu. Þetta hafa íslendingar aldrei getað skilið, og þess vegna kann að vera einhver áhætta fyrst í stað að setja þetta fyrirkomu- lag á. En allir útlendingar skilja þetta, jafnvel þótt Norðmenn sé þeir einu, sem í hérlendum sam- göngum hafa þorað að taka þá áhættu, sem einlægt fylgir því að brjóta isinn. En einmitt fyrir þetta áræði geta þeir einn góð- an veðurdag verið orðnir svo sterkir, að oss verði erfitt að keppa við þá. Hvort sem nú er kominn tími til þess eða ekki, að gera aðal- kjamann í samgöngunum inn- anlands og við útlönd reglu- bundinn, þá er enginn efi á því, að það er kominn tími til þess að taka málið alvarlega til með- ferðar. Á öllum brautum framfaranna berjast tvær stefnur. Hin fyrri er þessi — — að laga allar endurbætur eftir staðháttunum eins og þeir eru. Hin siðari er — — að laga sjálfa staðhættina eftir endurbættu vinnulagi og endurbættum áhöldum. Báðar þessar stefnur verður að athuga vel, hverskonar fram- farir sem um er að ræða. Fyrri stefnan liggur einlægt nær, og hún er veniulega áhættulitil. Hin síðari er byltingarkend, getur lamað alt, ef hún kemur of snemma, en er afarstórvirk, ef hún er timabær. Fyrri stefnan leggur t. d. stund á að finna upp endur- bætta ljái og sláttuvélar til að slá í þýfi, en kemst skamt i því, sem vænta má. Hin siðari sléttir völlinn og lagar hann þannig fyrir nýtizku áburðar-, sláttu- og rakstrarvélar, og er það þá því aðeins tímabært, að menn hafi áður lært að koma fljótlega gróöri i hinn nýja völl. Fyrri stefnan reynir að haga samgöngunum svo, að gera sum- band milli sem flestra bæja,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.