Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.06.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 'f' JÍ* I. árgar, * m TlJ /7 /"i h I/7 A m 1925. 4É/M4/ v ífct w iölubU AÐ er ekki von að bæjar- búar geti alment fylgst svo vel með hverju einu sem gerist í nefndum og í bæjar- stjórn, að þeir geti undir eins látið uppi álit sitt um hvað eina. Og til þess er bæjarstjórn, að borgarar megi varpa sinni áhyggju upp á hana. En bæjar- stjórn getur yfirsézt eins og öðr- um. Fer því oft svo, að það er þá fyrst er til framkvæmda kemur á samþyktum hennar, að það er eins og hún vakni upp við vondan draum. Og við einn slíkan vondan draum hljóta margir bæjarfulltrúar að hafa vaknað, er þeir sáu hvernig haga á hinni nýju byggingu í Hafnarstraeti. Eins og bæjarbúar verða að varpa áhyggju sinni upp á bæjarstjórn og treysta því að hún beri umhyggju fyrir bæn- um, svo verður og bæjarstjórn að treysta nefndum þeim, sem fjalla um hin sérstöku mál. Og í byggingarmálum ætti það að sýnast óþarfi fyrir bæjarfulltrúa að fara að hnýsast eftir hverju at- riði, því að svo vandlega eiga þau að vera athuguð áður en þau koma til úrskurðar bæjar- stjórnar, þar sem byggingarfull- trúi, byggingarnefnd, skipulags- uefn, fasteignanefnd og guð má vita hvað mörg gáfuhöfuð hafa athugað alt í sambandi við þau. Og auk þess á borgarstjóri að vera á vaðbergi og lita eftir því að engin afglöp sé ger.: í þessum nefndum og sjá um að mál komi þannig til bæjarstjórn- ar, að hún þurfi ekki annað en greiða atkvæði um þau. En í þessu máli hefir orðið mikill misbrestur á, eins og hver mað- Ur getur séð með eigin augum, ef hann vill líta á það hvernig á að hafa hina nýju byggingu i Hafnarstræti austan Kolasunds. Og þegar maður íhugar þetta uaál, verður manni á að spyrja siálfan sig, hvort ekki vanti enn e*nn athuganda í byggingarmál- um svo sem t. d. félagsskap meðal borgaranna sjálfra til þess að ónýta þær samþyktir nefnda og bæjarstjórnar er fara svo hrapalega í bág við þá stefnu að reyna að koma sæmi- legu skipulagi á bæinn. Eg vona að bæjarfulltrúar geti viðurkent það, að bygg- ingarnefnd hafi flekað þá í þessu máli og að þeir láti það ekki óátalið að einstökum mönnum sé leyft að þverbrjóta þær regl- ur, sem bærinn hefir sett sér að fara eftir. — Bæjarstjórn hefir viljað halda dauðahaldi í húsaleigulögin, meðal annars til þess að hver íbúð í bænum sé notuð til ibúð- ar. En um leið og leyfi var veitt til þess að reisa hús þetta, varð bæjarstjórn að setja það skil- yrði, að húsið, sem er á bak við hið nýja hús, megi ekki nota til íbúðar! þar hafa þó verið íbúðir fram að þessu og gæti æðimargir menn búið þar, ef alt húsið væri haft til íbúðar. Eitt vil eg enn minnast á. Það mun ekki vera rétt, sem sagt var í Dagblaðinu um dag- inn, að eigendur lóðanna beggja megin Kolasunds, ættu sundið úr Hafnarstræti og niður á hafnarbakka. Thomsen mun aldrei hafa náð eignarrétti á þessu sundi og þeir sem keypt hafa húsin þarna, hafa þvi eigi heldur getað öðlast eignarrétt á því. Bærinn átti og mun eiga sundið og mættu bæjarfulltrúar gjarna rannsaka það mál. Og sé svo að þetta reynist rétt, þá hefir bæjarstjórn enn frekari ástæðu til þess að taka í taum- ana. Tíðarfar. í morgun var 11 stiga hiti hér og 10 st. norðan og vestan lands. í Kaupmannahöfn, Utsire og Leirvík var 11 stiga hiti, en 16 st. í Tynemouth. Á Jan Mayen var 3 st. hiti. í gær var 7 st. hiti í Angmag- salik. Loftvægislægð er fyrir suð- vestan land. Búist við suðaustan átt og úrkomu viða. Fyrirbrigðin í Vestmannaeyjum. Dagblaðið hefir tvívegis flutt fregnir af hinum einkennilegu lækningatilraunum, sem fullyrt er að fram hafi farið i Vest- mannaeyjum fyrir áhrif dulveru þeirrar er kallar sig Friðrik huldulækni. Einnig hefir verið skýrt frá fundum þeim, er hald- nir voru í Vestmannaeyjum í sambandi við þessi fyrirbrigði. Nú hefir Hallgrímur Jónsson kennari í Eyjum sent Sálarran- sóknarfélaginu hér, ítarlega skýrslu um viðburði þessa, og var hún lesin upp á fundi fé- lagsins síðastl. fimtudag ásamt vottorðum frá ýmsum mönnum. Það skal tekið fram, að Sál- arrannsóknarfélagið hefir ekki tekið neina ákveðna afstöðu til málsins, en hinsvegar eru þessi fyrirbrigði svo mjög umtöluð og þykja af mörgum svo merki- leg, að Dagblaðinu þykir hlýða að gefa lesendum sínum kost á að kynnast þeim nokkru nánar. Verður hér að mestu farið eftir skýrslu Hallgrims kennara og þeim vottorðum sem henni fylgja. Margt fólk í Vestmannaeyjum hefir undanfarið misseri skrifað til Margrétar Jónsdóttur á Öxna- felli og leitað þann veg lækn- ingaáhrifa frá hinum dularfulla Friðriki huldulækni sem Margrét virðist vera í merkilegu sam- bandi við. Mestum áhrifum frá binum ósýnilega lækni, hefir frú Guð- rún Guðmundsdóttir í Berjanesi orðið fyrir. Er hún ættuð úr Rangárvallasýslu og búa^foreldr- ar hennar i Hellnatúni í Ása- hreppi. »Seint á síðastliðnu hausti skrifaði hún norður að Öxna- felli eftir ákveðnum fyrirmælum í ósjálfráðri skrift. En áður en það bérf var farið af stað komst hún undir áhrif og stjórn þess dularfulla máttar, er siðan hefir

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.