Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 24.06.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 24. fúní 1925. IDaaðfað I. árgangur. m. tölublað. HVAR sem maður fer um bæ- inn rekur maður sig á hið sama skipulagsleysi, endá þólt um ný bæjarhverfi sé að ræða. Hefir byggingarnefnd Iík- lega fleiri syndir á samvizkunni heldur en nokkur önnur af hin- um syndugu nefndum þessa bæjar og þessa lands. AHir vita hvernig farið hefir verið með Skólavörðuholtið. Var það þó óuumið land fyrir nokkrum ; árum og eitt hið skemtilegasta bæjarstæði, sem hugsast gat. Hefði því mátt gera þar fallegt bæjarhverfi, en það þótti nu ekki við eiga. Annað skemtilegasta bæja- stæðið eru túnin í Vesturbæn- um, en þau eru nú sem óðast að byggjast, en þar gætir hins sama skipulagsleysis og annars staðar í bænum. Götur, sem hefðu mátt vera breiðar og bein- ar, eru hornóttar, krókóttar og ínishreiðar. Verður manni á að ætla, að það sé af vilja gert að hafa þær svo, til þess að ekki raskist skipulagsleysið í borg- inni. En haldi þessu áfram verða æði mörg ár þangað til að Reykjavík verður skipuleg borg, því að flest þau hús, sem nú eru reist, mega heita »ófor- gengilegcc, þar sem aðallega er bygt úr steinsteypu eða holsteini. Timburkofa má ýmist flytja eða rífa og komið hefir það fyrir að eldur hefir rutt þeim úr vegi. En um steinhúsin er öðru máli að gegna. Tímans tönn á erfiðara með að jafna þau við jörðu, og þau standa frá kynslóð til kynslóðar, án þess að láta á sjá. Verða því þessi nýju stein- húsahverfi i bænum um langan aldur talandi vottur þess hvilíkt smekkleysi og skipulagsleysi var ráðandi hjer i þessum bæ á þessari framfaraöld. I'að er jafnan hægra að koma á ólagi heldur en afnema það. :Um það ber Hafnarstræti vitni •og mn það bera vitni hinir nýju borgarhlutar, er risið hafa upp á siðustu áruin. ,Sverð og bagall1 I sjálfstæðismálum ; Færeyinga. Óneitaniega broslegar mega oss íslendingum virðast símfrétt- irnar sunnan frá Danmörku um, að nú sé »sprottin upp úlfúð milli Dana og Norðmanna« út af Færeyingum — einu sinni enn! — Vér íslendingar þekkj- nm hér sjálfa oss aftur. Hér endurtekur sig á ný vor gamla j sjálfstæðisbarátta, — að þessu sinni nokkrum milum austar og sunnar og hjá enn minni þjóð, en einkennin eru þau sömu á báða bóga. — Hin merka og vel gefna frændþjóð vor suður við sundin sýnir það enn á ný, hve sorglega litið hún helir lært af reynslunni og rás viðburðanna í stjórnmála- viðskiftunum við »hjálendur« sínar í Norðurhöfum. Sambandsþjóð 'vor Danir eru stórmerk smáþjóð og heimsfræg fyrir dæmafáan dugnað sinn og forgöngu í búnaðarframkvæmd- um óg »landnámi« inn á viðl En út á við eru þeir tornæmir með afbrigðum á allra einföld- ustu grundvallaratriði stjórnar- farslegrar sambúðar við »hjá- lendurnar«. Á því sviði farast þeim verkin barnalega óhöndu- lega. Þeir eru samtimis klaufa- lega þunghentir og slypphentir. Enda rennur þeim smásaman úr greipum alt það, er þeir hugðu að halda sem fastast. Nú eru það Færeyja-málin á ný, sem eru á dagskránni. Varla mun þó þessi nýja senna við Norðmenn vera alvarlegri en Paturssons-hriðin 1 fyrra. Mun það frekar vera barnalegur stjórn- málaþótti Dana út af þvi, að á Norðurlanda-stúdehtamóti því, sem nýskeð var haldið í Ósló, vóru færeysku fulltrúarnir boðn- ir velkomnir sérstaklega eins og hverra hinna þjóðanna. En þetta virðast Danir eigi hafa þolað. — Hve megum vér íslendingar eigi minnast, er sambandsþjóð vor fyr á árum reyndi af mætti að breiða yfir oss fslendinga og þjóðerni vort á erlendum mót- um og láta íslendinginn hverfa undir danskan fána og meðal danskra fulltrúal — Þessháttar »stórpólitík« er ætíð brosleg, og áhrif hennar verða venjulega gagnstæð þvi, sem til var ætlast. Hið allra kostulegasta við þessa nýju sennu, milli Dana og Norðmanna er, að það virðist vera prófessor Fredrik Paasche, sem er valdur að henni. Maður sem er svo innilega vilhollur Dönum, að hann vildi cflaust sizt af öllu ýfa eitt hár á þeirra höfði. Paasche er einn allra helsti hvatamaður og forkólfur félagsins »Norden« (sem miður réttilega er stundum nefnt »Nor- ræna félagið«), og starfar það félag eindregið að sem nánastri samvinnu og vinfengi meðal allra Norðurlandaþjóða. Á það mörgum ágætum mönnum á að skipa víðsvegar um Norðurlönd. — Nú er prófessor Paasche sagnfræðingur og gerkunnugur sögu Norðurlanda, og þar á meðal sögu Færeyinga og þjóð- réttindum. Og svo er hann það hjartans góðmenni og svo barns- lega bjartsýnn maður, að hann treystir öllum til hins bezta, jafnvel i stjórnmálum! Á stú- dentamóti þessu hefir hann ef- laust búist við, að hjartalagið, bróðurþelið og samúðin væri svo mikil, að eigi þyrfti annað en að benda bræðrunum dönsku á að »vér vonum, að Danir láti að óskum Færeyinga i sjálf- stæðismáli þeirra, svo eins vel rætist úr og þegar Islendingar urðu sjálfstæðir!« Svona barnslega bjartsýnn

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.