Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 05.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Drekkið Tuttí-FrUttÍ frá Sanitas 744 er sími DagblaðsiDS. Stærsta útvarpsstöð í lieimi. Í þessum mánuði hefir verið opnuð stærsta útvarpsstöð í heimi á Borough Hill í North- ampton. Nefnist hún Davenrty loftskeytastöð. Stöðin hefir 25 kilowatt-styrkleika og 1600 metra bylgjulengd. Hún stendur 650 fet yfir sjávarmál og möstrin eru 500 feta há. Efst á hverju þeirra eru viðvörunarljós fyrir flugvélar. Allar þær framfarir, sem orð- ið hafa á sviði loftskeytanna eru sameinaðar í þessari stöð og er hún því hin fullkomnasta að öllu leyti. Or.ýmsum áttum. „Pögn er gull“. Mc Millan norðurfari hefir sett förunautum sinum þær reglur, að froðast hver annan sem mest og tala sem allra minst saman, meðan á ferðinni stendur. »Pað er hætt við því, þarna norður í fásinn- inu, að menn segi hver öðrum æfisögu sina og ættingja sinna, og yfirleitt alt, sem þeir vita. En þegar öll umræðuefni hafa verið tæmd, þá verða menn hverir öðrum til leiðinda og verða þverir og ólundarfullir. Ég krefst þess því, aö minir menn talist eins litið við og unt er. Með því móti bera þeir virðingu hver fyrir öðrum, og alt gengur miklu betur«. Par sem konur stjórua. Mrs. Miriam Ferguson heitir sú kona, er fyrst hefir verið kosin ríkis- stjóri í Bandarikjunum. Hún hefir nú setið við stjórn í rúma 6 mánuði, og á þeim tíma hefir hún náðað 500 fanga. Þykir þetta hið mesta hneyksli þar i landi, en hún situr föst við sinn keip og segir, að sér detti ekki annað i hug, en halda áfram uppteknum hætti. — Blað það, sem segir frá þessu, lætur þess eigi getið, hvar hún sé ríkisstjóri. Stjórnarskifti í Portugal. Stjórnin í Portugal fór fram á það, að þingið væri uppleyst og gengið til nýrra kosninga, en forseti neitaði að verða við þeirri beiðni. Sagði þá stjórnin af sér um miðjan þennan mánuð. Sildarhringurinn norski hefir leitað samvinnu við stjórnina um að koma á vöruskiftaversl- um við Rússa í sumar, þannig að þeir fái norska síld í staðinn fyrir rúg. Sonar járnbrantakéngsinB. ir. Eg skil það tæplega, og þó verð eg að hugsa málið í alvöru. — Auðvitað. — Launin eru lítil fyrir heiðarlegan mann. Ég býst við að þetta verði mér ofraun. — Viljið þér víkja úr vegi fyrir þeim sem efni hefir á því að verða landstjóri? — Pað verður kostnaðarsöm staða, og þótt ég sé álitinn auðugur maður, þá hefi ég---------- Hannn bandaði höndujn og hélt á^am. — Ég befi hætt fé mínu og annara og verð að vera varkár. — Það verður ekki mikil fjárútlát, mælti Cortlandt. Ég hefi ferðast milli Davíd og Darien milli Bacos og Colon og þekki fólkið og hag þess. — Svo ég minnist á Davíd frekar, bætti frúin við, það var einmitt uppástunga yðar, hr. Garavel, að járnbrautin næði þangað. — Já, jeg áleit það nauðsýnlegt og held því enn fram, að með þvi móti einu verði Panama fullkomin borg, mælti hann einarðlega. — Undir yðar stjórn verður hún það. Maður- 1Qn minn getur fært yður heim sanninn um það, að ríkisstjórn vor mun hlaupa undir bagga. En svo færi ekki ef Alfarez yrði kosinn. Landa- merkja-þrætunni við Colombía myndi þá senni- lega lokið, einnig fyrir áhrif okkar. þessi tvö atriði nægja til þess að víðfrægja nafnið Garavel í Panama, á sama hátl og í Guatemala. Auk þess elskið þér dóttur yðar og lifið fyrir hana. Ungfrú Garavel myndi fagna því, ef faðir henn- ar yrði landsstjóri. Spánverjinn brosti og kvað til lítils að minnast á slíkt. — Ég er huglítiir. Ég er aðeins maður. En föðurlandsást ber ég í brjósti og þykist vita, að þetta litla land verði að leita athvarfs hjá yðar landi. Líf vort verður að mótast af yðar lifi. Árum saman hefir mig dreymt um járnbrauttil Davíd sem lið í þeirri festi, er sameinað gæti hina þrjá hluta Vesturheims. Ég hefi gert mér vonir um að frumskógurinn í miðju landi ætti það eftir að breytast í heimili og að það færðist nýtt fjör í samgöngurnar um lýðveldið þvert og endilangt. Ólíklegt þykir mér þó, að nokkurt happ myndi af því hljótast oss til handa. Suðræna seinlætið er oss svo í merg runnið, að þið Norðurríkjamenn verðið að veita oss aðstoð til framkvæmda. Rödd hans skalf af geðshræring, er hann hélt áfram. — Þeir eru gott og greiðvikið fólk, blátt áfram en barnalegt, og mér þykir vænt um það. Góð og gjafmild forsjón lagði í lófa vorn lykil-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.