Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 10.10.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 10. október 1925. WaaBíað I. árgangur. 209. tölublað. VTÝR FISKUR er af mörgum \ eftirsóttur matur og er al- ment talinn bæði góö og holl fæða. Hér á landi mætti búast við að hann væri önnur aðalfæða landsmanna og altaf auðfengin, en það er eitthvað annað en svo sé. í jafnmiklu fiskveri og Reykjavik er orðin, mætti ætla að altaf væri hægt að fá fisk eftir vild og að aðr- ar fæðutegundir væru hér ekki auðfengnari. En reynslan virðist vera öll önnur. — Oft er kvartað yfir því aö eríitl sé að fá fiskfang til mat- ar og er það sízt að ástæðulausu, því oft er ekki hægt að fá hér nýjan fisk dögum saman. Sumar húsmæðurnar eiga marga heimangönguna í fiskleit, sem oft vill verða til lítils á- rangurs. Kemur það sér oft baga- lega aö geta ekki fengið fisk til matar og þó helst um þann tima, sem kjöt er varla eða ekki fáanlegt. — Um þetta leyti árs er auðvitað hægt að fá nóg af kjötmeti, en það er sagt að mað- urinn lifi ekki á einu saman brauði og það er heldur ekki gott að lifa á kjöti eingöngu. Einhæfni í mat kunna flestir illa og er heldur ekki holl, og «r því nauðsynlegt að geta feng- ið sem flestar fæðutegundir af þeim, sem eru til verulegs mann- eldis. — Fiskleysið er bæjarbú- um mjög bagalegt og öll þörf á, að á því verði ráðin einhver bót. Það eykur ekkert framboð á fiski innan bæjar þótt botnvörp- ungunum fjölgi og þeir komi inn hver af öðrum hlaðnir fiski. Sá fiskur, sem hér er seldur nýr er annaðhvort veiddur á opna báta af þeim fáu sjálfbjargar- mönnum, sem ennþá stunda sjó- róðra, eða hann er sóltur i ver- stöðvarnar suður með sjó og ekið hingað á bifreiðum. Sá fiskur, sem þannig er að- fluttur er Qft ekki nýr þegar hann kemur hingað til sölu og jafn- wel að hann sé farinn að skemm- ast að nokkrum mun. Þá er það einnig, að verðið á nýjum fiski er venjulega mjög hátt og mun meira en svarar verði á verkuð- um fiski á erlendum markaði. Peir, sem hafa fisksöluna með höndum eru einráðir um verðið, en fólkið kaupir annaðhvort vegna nýnæmisins eða þess að ekki er annað að fá til matar. Pað kvarta sumir undan því að kjötverðið sé hátt, en samt er það svo, að margirtelja betrikaup í því en fiskinum þegar verð á honum er eins hátt og raun er á. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að afla bæjarbúum nægiiegs fiskjar, en misjafnlega hafa þær gefist. M. a. hefir bær- inn leigt botnvörpunga til fiski- veiða handa bæjarbúum, en sú útgerð hefir ekki borið sig. Einn- ig hófust verkalýðsfélögin eitt sinn handa með þvi að gera út mótorbát til fiskveiða, en sú út- gerð mishepnaðist algjörlega. En þótt þessar tiiraunir hafi ekki borið æskilegan árangur, er samt sem áður ekki loku fyrir það skotið, að likt fyrirkomulag geti gefist vel. — Víst er það, að eitthvað verð- ur að gera tii að bæta úr fisk- leysinu og einnig, að sá fiskur, sem fáanlegur er, sé óskemdur og ekki seldur með okurverði. Geti ekki fisksalarnir bætt úr þessari bráðaþörf bæjarmanna, verða forráðamenn bæjarins að taka niálið i sinar hendur og hlutast til um að þvi sé komið í viðunandi horf. — Utan úr heimi. Hessnr á morgrnn. Dómkirkjan kl. 11 séra Friðrik Hallgrimsson og kl. 5 séra Bjarni Jónsson. Frikirkjan kl. 2 séra Árni Sigurðs- son og kl 5 séra Haraldur Nielsson og Einar H. Kvaran rithöfundur. Landakotskirkja kl. 9 árd. hámessa' og kl. 6 siðd. guðsþjónusta með prédikun. Sjómannastofan kl. 6j séra Arni Sigurösson. Khöfn, FB., 9. okt. '25. Frá Loearno-luB.linnm. Simað er frá Locarno, að al- ment sé álitið, að samkomulag muni nást um vesturlandamæri álfunnar. Frakkar halda því stöðugt fram, að Pjóðverjar verði að lofa því, að láta austurlanda- mærin óáreitt. Pólverjar og Tékkóslovakar styðja málstað Frakka og krefjast tryggingar fyrir öryggi sinu. Chamberlain hefir fastlega skorað á Luther að vinna að því, að Pýzkaland gangi i Alþjóðabandalagið. Khöfo, 10. okt. '25. Risavaxið loftskip. Símað er frá Washington, að ráðgert sé að byggja loftskip, er verði þrisvar sinnum stærra en Shenandoch, sem fórst á dögunum. Abd-el-Krim flúinn. Simað er frá Fez: Samkvæmt áreiðanlegum fregnum hefir Abd- el-Krim flúið upp í fjöll ásamt bróður sínum. Alþjóðabandalagið og öryggis- málaráðstefnan. Eftir skeytum þeim að dæma, sem hingað hafa borist undao- farið, er það álit látið uppi af merkum mönnum úti um heim, að Alþjóðabandalagið sé tilneytt að fyigja fram hugsjón Genf- samþyktarinnar um afvopnun og gerðardóm, svo sem Stau- ning forsætisráðherra Dana lét ummælt við setning Rikisþingsins á þriðjudaginn. — Var boðað til öryggisfundar i Locarno í Sviss 5. október. Setti stjórn Þýzkalands þau skilyrði um þátttöku i slikum fundi, að alt setulið Bandamanna yrði tekið burt af Köinsvæðinu og að rætt yrði um orsök styrjaldarinnar,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.