Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.11.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 17. nóvember 1925. agBíaé I. árgangur. 241. tölublað. ISLENZKUR iðnaöur hefir tek- ið miklum framförum á síð- ustu árum, þótt enn sé bann að flestu leyti á byrjunarstigi. Til skamms tima þektist varla annar hérlendur iðnaður en heimilisiðnaðurinn gamli, prjón- les og vefnaður, en mikið hafði honum samt farið aftur frá því hann var í blóma síuum, og þó einkum vefnaðinum. Á hnign- unartima þjóðarinnar hrakaði faeimilisiðnaðinum eins og öðru, sem var þjóðlegt og innlent, og reyndist þar, eins og oftar, hægri leiðin niður á við eri upp á móti. Er það fyrst nú á allra síöustu árum, aö honum hefir þokað nokkuð upp á við og virðist loks sú sókn vera hafin, sem miklu geti áorkað til efling- ar heimilisiðnaðinum. Er þar mest að þakka Heimilisiðnaðar- félagi íslands, en einnig mikið öðrum mönnum, því óviðkom- andi, sem brýnt hafa fyrir fólki gagnsemi heimilisiðnaðariris og eggjað lögeggjan til meiri athafna og framtakssemi á þessu sviði. Menn eru líka betur útbúnir að ýmsum vinntækjum en áður var, og hafa meiri þekkihgu til brunns að bera um flesta hluti og svo getur reynzlan einnig lengi kent, og er haldbezti skóliun. — Árangurinn af framsækninni í iðnaðarmálunum og raunbeztu framkvæmdunum er strax orð- inn auðsær og virðist nú augu almennings hafa opnast fyrir nytsemi þessarar þjóðlegu sjálf- bjargarviðleitni einstaklingsins. Auðvitað er hér í mörgu ábóta- vant ennþá, en þó einkum í vandvirkni og hagkvæmni, en búast má við að það breytist til batnaðar með meiri reynzlu og vaxandi samkepni, og er ekki ástæða tii að gera mikið úr, þótt eitthvað mistakist við fyrstu tilraunir. f'að eru margir áfangar á hverri leið lil fullkómnunar, og ^kki að búast við, að alt sé feng- ið með einu ataki. Á það ekki sfzt við um hinar ólíku iðnað- argreinar og má þar lengi laga og umbæta, unz náð er beztum árangri. — Tímarnir breytast og mennirnir með, og eftir því verður að'haga sér, ef menn vilja ekki dragast aftur úr í fram- hlaupi tímans og daga síðan uppi, sem lífvana steiodrangar löngu liðinnar menningar. Listasmekkurinn breytist og kröfurnar um útlit og hagkvæmni verða aðrar og ákveðnari. Á það ekki sízt við f iðnaði, að lúta verður kröfum samtímans og eftir þeirri óhjákvæmilegu stað- reynd verður að fara að mestu leyti. En samt má í mörgu halda við þjóðlegum stíl og sérkenn- um heimaiðnaðarins og er þar vandinn mestur að samræma hann breyttum þörfum og ríkj- andi tízku, við hin upphaflegu einkenni og þjóðlega gildi. Islenzkur iðnaður hefir i mörgu ekki fylgst með kröfum samtim- ans né fullnægt þörfum alraenn- ings, og befir slæm aðstaða og ófullkomnar vinnuaðferðir þar mestu um valdið. En eítir þeim framkvæmd- um, sem gerðar hafa verið á siðustu árum, í mörgum iðnað- argreinum, virðist mega vænta betri úrlausnar og að við getum í ýmsu verið sjálfum okkur nógir, þar sem við þurfum áður að sækja alt til annara. Heilla- drjúg átök og virðingarverð framtakssemi hefir þar verið sýnd af mörgum og fjölgar nú altaf íslenzkum iðnfyrirtækjum, sem vænta má af góðs árangurs. En við mörgu er óhreyft enn, sem gera þarf á þessu sviði, því — betur má ef duga skal. 1. Innlend tíðmdi. Vestm.eyjum, FB., 16. nóv. '25. Nýir vitar. Vitamálastjórnin hefir nýlega Iokið við að setja hér upp tvo vita. Annar er Urðavitinn, er sjómenn þráðu - mjög mikið. Stendur hann við sjó, norð- austur af Helgafelli. Hinn vitinn var settur á syðri hafnargarð- inn. Báðir eru vitar þessir mjög nauðsynlegir, og ber þeim þakk- ir, er stuðlað hafa að þvi, að vitar þessir voru settir upp. — Fjárhagsáætlun Vestm.eyja- bæjar næsta ár: 265,745 kr. Spitalinn kominn undir þak. Veglegt fangahús hefir verið reist hér, ásamt brunastöð. FB., 16. nóv. '25. Yeiðibjallan strönduð. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu hf. Trolle & Rothe hefir Veiðibjallan strandað á Breiðamerkursandi, likl. á laug- ardaginn. Skipshöfnin bjargað- ist. Engin von er um, að skip- inu eða neinu úr þvi vtrði bjargað. Veiðibjallan var á leið frá Danmörku með ýmsar vör- ur, cement, olíu o. fl. — Þýzki togarinn Fritzbuer. sen nýlega strandaði þar.eystra, er allur sokkinn i sjó. F'rú, Isafirði. (Eftir símtali í gær).* Hannyrðakensla fyrir börn og unglinga veröur haldin hér í vetur aö tilhlutun Barnavinafél. »Sumar- gjöf«. Er mikil þörf á meiri kenslu í handaviunu, en barnaskólinn get- ur í té látið. Prestskominc; í hinu nýja Hólsprestakalli fór fram á laug- ardaginn. Umsækjendur voru séra Böðvar Bjarnason á Rafns- eyri og séra Páll Sigurðsson prestur í Vesturheimi. Mikið kapp var í kosningunni, en ó- Víst er hver hlotið hefir emb- ættið. Atkvæðin verða send hing- að suður og talin bjá biskupi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.