Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 20.12.1925, Blaðsíða 1
Sunnudag 20. desember 1925. ftagBlaé I. árgangur. 271. tölublað. SKAMT er nú að bíða jóla og má sjá þess vott víða. Jóla- svipurinn færist yfir bæinn með hverjum deginum sem líð- ur og jólaannirnar eru fyrir nokkru byrjaðar. Alt fær annan svip og hátíðlegri, því hvarvetna er reynt að tjalda því bezta sem til er. Sérstaklega er það hér í Reyk]avík að mikið ber á und- íirbúningi jólanna og verður hann meiri með hverju árinu. Er nú t. d. ólíkt því sem var fyrir 10—20 árum þótt ekki sé farið lengra aftur í tímann, enda hefir bærínn mikið stækkað og bæj- arbragurinn breyst á þessum tíma þótt ekki sé lengri. En mörgum finst samt, þrátt fyrir þermau vaxandi undbúning og auknaerfiði aðengu meiraverðiúr sjálfri jólahátíðinni en áður var. Alt hverfur í umróti og ysi síð- ustu daganna fyrir jólin, og svo eru þau Hðin hjá áður en menn vita af eða eru búnir að jatna sig eftir erfiði undirbúningsins. Því er það, að mórgum finst að jólin verði tilkomumeiri þar sem fámennara er og minna sem glepur. Mun t. d. flestum sem alist hafa upp í sveit vera minn- isstæðari jólin heima í héraði en í fjölbreytni borgarlifsins. Jólin eru eins og allir vita helzta hátíð ársins, og er því ekki nema eðlilegt að mjög sé til þeirra vandað, en samt verður að gæ'ta þess að það verði ekki um of, svo að jólahátíðin hverfi í um- buðirnar. Að því stefnir nú ef sama heldur áfram, og litur út fyrir að menn séu Htlu ánægð- ari en áður var, þótt minna hafi verið í alt borið fyr meir, ojg virðist þá ofmikið fyrir haft samanborið við árangur- inn. — Þetta þyrfti að breyt- ast i það horf að minna beri á undirbúningnum en því meira á jólunum sjálfum, og mundi flest- Ut» þykja það breyting til batn- aðar. Reykvísk menning-. Sbemtanir. Andlegan þroska eiustaklinga og félagsheilda má all-skýrt marka af því, hvernig tóm- stundunum er varið, og hverjar skemtanir' menn kiósa helzt þeirra, sem þeir eiga kost á að veita sér. Tómstundum sínum ver hver og einn sem næst sinni eigin löngun, og þær einar skemtanir verða vinsælar og mikið stundaðar, sem hæfa þroskastigi almennings. Fnll- orðið fólk leikur sér ógjarnan áð brúðum og barnahringlum, og börn leita sér ekki hugsvöl- unar í ritum Platons eða heims- skoðun Einsteins. Nautið nærist á grasi og einhver mesta nautn þess er sú, að leggjast niður og jórtra, þegar það hefir etið fylli sína. En ljónið litur ekki við grasi, hversu hungrað sem það er. Kjöt verður það að hafa. Gras er því dýri engin fæða fremur en grjót. Ungbarnið nær- ist aðeins á mjólk en fullorðinn maður á fjölbreytlri fæðu bæði úr jurta- og dýraríki. Hver ein Hfandi vera verður að hafa þá fæðu, sem lifsstigi hennar hæfir. En þroskinn er þó all-misjafn eftir því hve kjarngóð fæðan er. Skemtanir eru að mestu and- leg fæða. Pessvegna er all-auð- velt að meta andlegt þroskastig manna eftir þeim skemtunum, sem þeir velja sér. Hvernig mun nú reynast and- legur þroski Reykvíkinga, ef met- inn er eftir þeim skemtunum, sem mest eru iðkaðar í þessum bæ. Hverjar eru þær? Litum á! Einkaskemtanir: Afengisnautn, kaffidrykkjur, »sigarettu«-reyk- ingar, »grammofóns-músik«, slúðursögur og daður. Opinber- ar skemtanir: Danz, kvikmynda- sýningar, hlutaveltúr og kaffi- húsalíf. Hvernig líst yður á, Reykvíkingar? Glæsileg menning, er ekki svo? En biðum nú við. Ekki er alt sagt með því, sem komið er. Hér eru einnig á boð- stólum öðru hvoru söngskemt- anir og hljómleikar, þar sem góðir söngmenn og hljóðfæra- Jeikarar flytja fram listir sínar. Hér eru fluttir fyrirlestrar og önnur opinber erindi um ýms menningarmál og hér er haldið uppi leiksýningum á vetrum þar sem bæjarbúum gefst kostur á að njóta fullkomnari leiklistar, en búast mætti við eftir aðstæð- um. Parna er að finna kjarn- góða andlega næringu. — göfg- andi og þroskandi — þegar hún er sæmilega framreidd. Mætti því ætla, að íbúar höfuðborgar- innar, miðstöð íslenzkrar menn- ingar. — leituðu þar anda sin- um svölunar og næringar. En hver er reynslan? Hvernig eru þessar menningar-skemtanirsótt- ar? Herra trúr! Hálft hus eða vel það. Stundum alls ekki »messu(ært«. Reykvísk menning! Nokkur dæmi: Tveir snjallir Hstamenn Emil Thoroddsen og Páll fsólfsson, viðurkendir hljóðfæraleikarar, buðu bæjarbúum fyrir skömmu að hlýða á listir sinar. En svo fór, að listamennirnir neyddust til að fresta hljómleikunum vegna ónógrar aðsóknar. Tveim vikum síðar reyna þeir í annað sinn. Gekk þá nokkru betur, en mikið skorti þó á, að áheyr- endur fyltu húsið. Samkvæmt áskorun auglýstu listamennirnir, að þeir myndu endurtaka skemtunina. En nú fór svo, að þeir urðu algerlega að hætta við þann ásetning. Reykviking- ar vildu alls ekki heyra meira af góðum pianóleik að svo komnu. Sigurður Rirkis, góður söng- maður, boðar til söngskemtun- ar degi síðar. Pað fór á sömu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.