Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ sér í verulega ilt skap, tók það að rifja upp fyrir sjálfu sér allskouar endurminuingar frá liðnum sældardögum. það hugsaði um það tímabil, þegar það sat í lyftingu uppi í hnarreistu axinu, og sólin faðm- aði það hlýjum geislaörmum og vindurinn vagg- aði því, svo því leið eins vel og barni við móð- urbarm. Allur hinn mikli blágræni hveitiakur var fullsáinn — strá við strá og ax við ax — og uppi á heiðbláum himninum sat eygló í geislaskrúða sinum og allir lævirkjar sungu frá sólrisi til sól- arlags. Og er sólin hvarf undir sjónbaug, var ekki eins kalt og rakt sem nú, en glóheit kornin fögn- uðu blfðri dögginni eins og svaladrykk og stór heiðgulur máninn leit mildri ásjónu niður yfir þroskaða akrana, sem nú voru draumur einn. Þvi æ! Dagurinn ógurlegi rann upp, þegar söng í Ijánum á ökrunum og hann hjó kornleggina sundur með miklum hvin. Og stúlkurnar komu með hrífurnar og kornið var bundið og hlaðið á vagna. AUur var akurinn sem vígvöllur, og var sem ekið væri þaðan i sífellu dauðum búkum. Að því búnu áttu þau enn ógurlegri viðtökum að mæta í hlöðunni, þegar þreskivöndurinn reið yfir kornöxin eins og í blindingaleik, svo sveið undan. Öxin slitnuðu sundur og kornhnapparnir litlu, sem haldið höfðu hóp frá því í æsku, slitn- nðu sundur, og kornin fóru á víð og dreif og sáust aldrei framar. En í kornpokanum var það komið i góðan hóp. Þar var að vísu þröngt á stundum og full erfitt um andardrátt — en þar var þó hægt að skrafia saman sér til hugarléttis, og sætt var sam- eiginlegt skipbrot.------— En nú var það vina- snautt og algerlega einmana, og ekkert nema glöt- unin framundan. Hveitikornið fann það á sér, að rakinn var orð- inn því óbærilegur. Það var orðið svo kulvíst uppá síðkastið. það fanh svo undurvel hvernig kuldinn tók i yztu frumlurnar og kendi sáran til . . . og votara varð það með hverri stund sem leiö . . . innan skamms mundi það verða alveg gegndrepa — og hvað tæki svo við. Daginn eftir fór herfið yfir akurinn og hveiti- kornið var i kolniða myrkri. Mold undir og mold Öllu megin. Og vætan var söm, og hveitikornið tók sótt rnikla. Það fann ólguna sjóða inni í sér. Vatnið sogaðist inn alstaðar og engan þuran díl var framar að finna. Nú virtist öll von úti. Þá sendi það seinustu hugsun, síðasta löngun- arandvarp aftur í timann til sólskinsdaga sinna. — Æ, mitt auma lif! — kveinaði það, — hvers vegna varð ég til, ef alt á að enda svona kvíðvænlega! f*á kvað við raust, er virtist koma úr undirdjúp- um jarðar og ávarpaði hveitikornið þessum orðum: -— Óttast ekki, þú munt ekki farast. Sleptu tök- um á sjálfu þér af frjálsum og fúsum vilja — og ég lieiti þér betra hlutskifti. Dey, af því það er minn vilji, og þú munt lifa! — — Hver ert þú sem þannig mælir? spurði hveiti- kornið með bljúgri röddu, því það var því líkast sem, talað væri til allrar jarðarinnar, ailrar til- verunnar. - Ég er sá sem skapaði þig og nú mun end- urskapa þig — mælti röddin. Pá fól hið fátæka, deyjandi hveitikorn sig föð- urvilja skapara síns — og misti alla meðvitund. Það var um vorið snemma, að frjóanginn skaut grænum kollinum upp úr rökum jarðveginum. Sólin hitaði moldina með geislamagni sínu, svo upp af rauk. Og uppi í heiðbláma lsftsins kvað við óteljandi þrastakliður. — Hveitikornið — en það var græni frjóanginn — horfði hugfanginn á alt í kiing um sig. Það var þá raunverulegt. f*að hafði heimt aftur lifið, sólskinið og söng fuglanna — Það átti að fá að lifa að nýju. Og ekki það eingöngu, Alt um kring á akrinum sáust grænir frjóangar í sibreiðri fylkingu — þús- undum saman — og þar þekti hveitikornið aftur bræður sina og systur. Þá fór hlýr lífsstraumur um ungjurtina og henni fanst sjálfsögð þakklætisskuldiu bjóða sér að teygja úr grænum blöðunum beint upp í bjartan himin- inn til vináttumerkis. Og það var eins og sami þakklætisfögnuðurinn lyfti lævirkjunum hæzt i loft upp, og þvf hærra sem þeir bárust, því skærri og hreinni var söng- ur þeirra. — — — Og rödd, er nú heyrðist uppi yfir öllu, mælti: — Falli hveitikornið ekki í jörðina og deyi, verð- ur það einsamalt. En ef það deyr ber það mik- inn ávöxt. — G. Kr. G. pýddi. §oit Eflir Sigb/örn Obslfelder. Aðfangadagskvöld I Aðfangadagskvöld með jólaljós í öllum gluggum, skrautleg jólatré í stórum stofum, jólasöngur út um allar gættir! Eg ráfaði einmana um göturnar og hlustaði á barnaraddirnar. Eg settist á dyraþrepin og hugsaði um móður mína sáluðu. Og eg gekk út á víðavang — út — á meðal stjarnanna. Skugginn minn læddist fram hjá skuggum blaðlausra trjáa með vofu-arma. Eg fann ofurlítið lik í mjöllinni, á milli snæjólaljósanna, lik, sem enn þá var titringur í, vesling helfrosinn snjólittling. Og eg sneri heim aftur i súð-kytruna mina og stakk kertisslúf í stútinn á flöskunni minni. Eg stakk kertisslúf í stútinn á fiöskunni minni og lagði biblíuna á kistuna mina. Eg kraup á kné við kistuna mfna og blés rykið af bibliunni minni. Eg spenti greipar ofan á biblíunni minni og grét. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.