Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 23.01.1926, Side 3

Dagblað - 23.01.1926, Side 3
DAGBLAÐ 3 Ferðabökarbiöð 1925. Frá Kina. Sönefélaffið „Prestir*4. Samsöngur sunnudaginn 24. jan. kl. 3 síðd. í IVýjai J3íó, Breytt söngskrá. Aðgöngumiðar fást á laugardag í bókaverzlun Sigf. Eymundssonar og á sunnud. eftir kl. 1 í Nýja Bíó. Síðnsta sinn! Veggm yndir fallegar og ódýrar. FREYJUGÖTU 11. Innrömmun á sama stað. Piltarnir reykja til skiftis, svo þú býsl líklega við að langa bambusreyr-pipan fari að styttasl að öðrum þrem dögum liðnum. í*ú tókst ekki eftir kopar munn- stykkinu. Félagar minir sitja inni og er orðið skrafsamt. »Norskur fjörður«, segir einn þeirra. Mér skilst það vera áin. Farvegurinn er farinn að mjókka og hækkandi fjöll á báða \egu. »Norskur fjörður«, eða — fslenzkur — alveg er þetta eins og islenzkur f|örður! Eu um það get ég ekki talað við neinn, því ég er — einn. — — — 28. október. Það er unaðslegt að ferðast uppeftir Han-giang. [Giang þýð- ir elfur, fljót]. Og nú vildi ég að allar þreyttar sálir ættu kost á að slást í för með mér. En sú blessuð hvíldl En hve hér er friðsælt og fagurt! Hér er hinn óeðlilegi lífshraði okkar eins fjarlægur og tunglið. Og skarkala og skvaldur hef ég ekki heyrt síðan ég var f Hankow, i fyrra. Þvi götulifs- niðurinn er alveg eins þægilegur í Laohokow og við imyndum okkur að hann hafi verið f öllum öðrum bæjum langt aítur á miðöldum. Ásamt 7 norskum kristniboð- um er ég nú áleið til ársfundar safnaðanna i Hupeh, sem hald- inn verður að Yunyang um helgina. Við erum komnir hálfa leið; að morgni hins fjórða dags byrjum við á tíunda tug kiló- metranna, enda hefir skipstjór- inn undið segl að hún svo nú fer okkur heldur en ekki að miða. — Skipshöfnin er una borð. Sonnr Járnbrantak«ng»tiin. XXX. Darwin K. Anthóny. Um hádegisleytið á mánudaginn fekk Edith Cortlandt heimsókn. Hún hrökk við af undrun, er hún las nafnið á spjaldinu, sem stúlkan færði henni, og hugur hennar komst í uppnám og á fieygiferð. Fylgdu honum inn í dagstofuna, mælti hún loksins. Ég kem rétt bráðum. Er hún kom ofan aftur fáum mínútum seinna, hitti hún fyrir risavaxinn gamlan mann hávær- an og harkalegan. í stað þess að setjast niður, eins og honum hafði verið boðið, hafði hann rifið hlerana frá öllum gluggum, svo að bjart- ara skyldi verða í dagstofunni, og hann hafði spyrnt úr leið sinni öllum þeim hlutum, er hon- um þótti vera fyrir sér. Er hún kom inn var hann á eirðarlausu rjátli fram og aftur um stofuna. eins og isbjörn í búri. — Góðan daginn, frú Cortlandt, sagði hann, er hann varð hennar var, og rödd hans var svo sterk, að hún fylti herbergið. Mér þykir fyrir að þurfa að gera yður ónæði, eins og nú stend- ur á. — Þér eruð herra Anthóny? — Já, frú. Ég verð að biðja yður að afsaka, hvað ég >er ásækinn. Ég þekti manninn yðar lauslega, og ég hefi heyrt yðar getið. Ég vil votta yöur innilega hluttekningu mina. Frú Cortlandt laut höfði. — Hvenær komuð þér hingað. - Ég er alveg uýkominn; fór yfir eiðið f mótorvagni — fjörutíu kilómetra á klukkustund. Við ókum yfir svertingjastrák, en námum ekki staðar. Ég þekki alla söguna, frú. Það sem mér var ókunnugt um, áður en ég kom hér á land, hefir mér verið sagt frá á leiðinni, svo við þurf- um ekki að eyða tima í að tala um það. Þetta hafa verið voðalegar kringumstæður fyrir yður — það skil ég svo vel — og mig tekur sárt til yðar. Nú verðum við að flýta okkur að komast að málefninu, þvf ég verð tafarlaust að fara til New York aftur. Pað varð ekki hjá þvi komist að verða fyrir áhrifum af hinum geysi mikla krafti, er streymdi út frá Darwin K. Anthóny. Hann lýsti sér i málrómnum og allri framkomu hans. Hann var eins og voldugur steindrangur, heljarmenni að burðum, og hugurinn fullur af framkvæmdar- þrá. Frú Cortlandt tók eftir því, að hann hafði sömu augun og Kirk, nema að þau lágu dýpra í höfði föðursins, vóru hvassari og ákafari. Hún var ekki vön að láta ráða yfir sér, og varð því móðguð við þessa valdsmannslegu framkotnu baos.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.