Dagblað

Útgáva

Dagblað - 27.06.1926, Síða 2

Dagblað - 27.06.1926, Síða 2
2 DAGBLAÐ hyggja að heppilegum stað fyrir þjóðleikhúsið. Einu sinni var talað um að þjóðleikhúsið yrði bygt á Arn- arhólstúni norðan Hverfisgötu neðarlega, en siðan líkneski Ingólfs var reist á Arnarhóli, getur ekki verið um þann stað að ræða, enda varla þótt svo hefði ekki verið. Stórhýsi neð- arlega á Arnarhólstúni myndi algerlega taka fyrir útsýni til líkneskisins úr Miðbænum, og einnig eyðileggja útsýnið þaðan að ofan. Arnarhólstún, noiðan Hverfis- götu og neðan Ingólfsstrætis, verður hér eftir að vera óbygt alla tíð, sem einskonar afdrep og griðastaður fyrir götuþreytt- an almenning. En óhjákvæmi- legt er að laga túnið mikið, svo það geti orðið sæmilegt útlits og til meiri bæjarprýði en það er nú. Einhverjum mun einnig hafa kornið til hugar að leikhúsið yrði bygt ofar við Hverfisgötu, miili Safnahússins og húss Jóns sál. Magnússonar forsætisráð- herra. En þar er svo aðkrept að húsið fengi ekki notið sin og einnig er að ýmsu leyti ó- heppilegt að slik hús standi við fjólfarna götu meö aðalinngangi út að götunni, og sennilega þeim eina, eins og þarna yrði. — Einhverjir fleiri staðir hafa e. t. v. komið til tals, en ekki svo ákveðið, að um þá sé á- stæða til að ræða sérstaklega að þessu sinni. Sá staður sem heppilegastur virðist vera fyrir þjóðleikhús, þegar á alt er litið, er upp af Lækjargötunni norðan Amt- mannsstig að Skólastræti, þar sem Gimli og hús G. Björns- son eru nú. Með tilliti til þess sem sagt hefir verið um bygg- ingu Ráðhússins, á Bernhöfts- lóðinni, myndi ieikhúsið sóma sér mjög vel við hliðina á þvi. — Það er margt sem mælir með því, að þjóðleikhúsið verði einmitt bygt þarna. Pað er sjálfgéfið að stórhýsi ▼erða bygð á þessum stað, því óvíða geta veglegar byggingar betur notið sín, en einmitt upp af Lækjarbrekkunni. Aðstaðan er svo ákjósanleg sem unt er, og umhverfið beinlinis krefst þess að þarna rísi falleg stór- hýsi. Með tilliti til afnotanna er þetta sérstaklega heppilegur staður fyrir ráðhús (eins og áður hefir verið sagt) og þjóð- leikhús. Þarna yrði þjóðleik- húsið sem næst miðdepli bæj- arins með greiðum aðgangi á tvo vegu. En er þó ekki við aðalgötu, svo komist yrði hjá þeim óþægindum, sem umferðar- truflun myndi valda væri það fast við einhverja fjölförnustu götuna. þegar á alt er litið virðist þessi staður sjálfvalinn fyrir þjóðleikhúsið og vonandi verð- ur þess ekki langt að biða að það rísi þar af grunni. Borgin. Nœtnrlœknir Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Stmi 614. Fnndnrhöld mikil hafa staðið yfir hér í bænum stðustu viku og er sum- um þeirra ekki lokið enn. Eru það bæði aðalfundir stétttafélaga, svo sem kennara og presta og einnig undir- búningsfundir pólitisku flokkann, fyrir landskjörið. — Um helztu fundina er getið annarstaðar í blaðinu. Lögjafnaðarnefndin dansk-íslenzka hefir nú lokið störfum að þess sinni, og fóru dönsku nefndarmennirnir heimleiðis með íslandi á miðviku- daginn. Danfdnmbraskólann á að stækka á þessu ári ag hefir byggingin verið boðin út. Þessi stofnun hefir hingað til átt að búa við algjörlega ófull- nægjandi húsakynni og verið altoí' lítil. Er það mest að þakka forstöðu- konunni frú Margréti Rasmus hve mikið gagn hefir orðið að skólanum þrátt fyrir óhæga aðstöðu. En með stækkuninni verður mikið bætt úr húsnæðisskortinum og verður skólinn þá vonandi nógu stór fyrst um sinn. Stórstúkuþingið var sett á fimtu- daginn og hófst með guðþjónustu í Fríkirkjunni. Prédikaði þar séra Árni Sigurðsson. Er þetta 26. stórstúku- þingið sem haldið er hér á landi, en annars er Stórstúka íslands 40. ára gömul. Þingið er venju fremur fjöl- sótt einkum af Norðlendingum en þeir hafa haft yfirstjórn reglunnar sfðastl. ár og munu hafa allan hug á að halda henni áfram. Nova kom hingað í fyrradag norðan um land, fór aftur í nótt. Með henni fór fjöldi fólks einkum til Norður- landsihs. Dagblað. Þjöðmála-, Bæjarmála- og Fréttablað. Ótgefandi: Félag i Reykjavík. Ritstjóri: Guðm. Porláksson. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. — Simi 744. Áskrifendagjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. Esja kom úr hringferð á föstu- daginn og fer héðan aftur 1 kvöld vestur og norður uro land. Aðalkiiattspyrnumót íslands stend- ur nú yfir. Hófst það á fimtudags- kvöldið og mun verða lokið um næstu helgi. Fimm félög taka þátt í mótinu, Reykjavíkurfélögin 4 og Knattspyrnufélag Vestmannaeyinga. Stúdentnprófnm er nú lokið við Mentaskólann og útskrifuðust að þessu sinni yfir 4O nýjir stúdentar. Fóru þeir allir 1 gær til Þingvalla eins og venja er til. — Skólauppsögn fer fram á miðvikudaginn. Prestastefna stendur nú yfir hér i bænum. Hófst hún í fyrradag með guðsþjónustu í dómkirkjunni, pré- dikaði þar séra Þorsteinn Briem af Akranesi. Um kvöldið flutti Sig. P. Sivertsen fyrirlestur um kirkjuguð- rækni og í-gærkvöld flutti biskupinn erindi um manninn Pál frá Tarsus. Gylfl er eini botnvörpungurinn sem nú stundar veiðar héðan. Kom hann inn á miðvikudaginn með 67 tn. lifrar og er farinn aftur út á veiðar. Ligtasýningin f Listvinafélagshúsinu stendur yfir ennþá. Er hún daglega opin og margt þar að sjá, sem at- hyglisvert er. Landskjörið á fram að farar á fimtudaginn 1. júlf. Ýmsum getum er að því leitt hver úrslitin verða, en um þau er ekki gott að spá þótt ekki væri óeðlilegt, að þau yrðu nokkuð á annan veg en alment er álitið. Kennaraþingið, sem haldið er nú orðið ár hvert, hófst á sunnudaginn og var lokið á miðvikudagskvöld. Þingið var tjölsótt þvf alls sátu það um 70 kennarar. Voru þar rædd ýms félagsmál og einnig alm. uppeldis og fræðslumál. Af sérstökum erindum sem flutt voru á þinginu má nefna: Séra Jakob Kristinsson flutti fróðlegt erindi um eyjuna Capri við Itallu og sýndi skuggamyndir þaðan. — Séra Friðrik Hallgrímsson flutti erindi um kristindómsfræðslu og Aðalsteinn Eiríksson um söngkenslu, voru það hvorttveggja inngangserindi að um- ræðum um þessi mál. Steinþór Sig- urðsson stud. mag. flutti fyrirlestur

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.