Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Síða 1

Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Síða 1
& [miA 2- 3. árg. — 4. tbl. 1. maí 1935 STUDENTÁBUÐIÐ GEFIÐ ÚT AF "FÉIAGI RÓTTÆKRA HÁSKÓIASTÍTDENJA" Hj»i‘n Signrðsson; Andófid gegn h á§kol an um. Allmikil hreyfing hefir verið undanfarið meðal stúdentanna hér við há- skólann í samhandi við mál eitt, sem fyrir þinginu lá og varðar háskólann og stúdentana miklu. Hér yrði of langt mál, enda ástæðulaust, að rekja sögu og cinstök atriði frumvarpsins, en í aðaldráttum liggur málið þannig íyrir: Meiri hl. allsherjarnefndar Nd. Alþ. flytur frum- varp um, að setja á laggirnar rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna við Háskóla Islands, sem liafi á hendi rannsóknir í þágu hinna ýmsu atvinnuvega landsmanna. I samhandi við þetta frumvarp er gefið í skyn, að liér sé á ferðinni atvinnudeild sú við háskólann, sent oft hefir verið rætt um að stofna þyrfti og hefir verið stúd- entum hið mesta áhugamál, eins og eðlilegt er. Deild, eins og hún upphaflega var liugsuð, mundi stórlega auka gildi háskólans sem menningarstofnunar og gefa stúdent- um margfaldlega aukin tækifæri til menntunar. Um skipulag stofnunar þeirrar, sem hið umgetnt frum- varp ræðir um, þarf ekki að fjölyrða. Nægilegt er að taka fram, að ekkert í fyrirkomulagi hennar minnir á þá skipun, er háskólastofnanir liafa. Yið hana fer ekki íram nein stúdentakennsla og mál hennar heyra heint undir ríkisstjórnina, en þó undir aðra stjórnardeild en háskólinn. Nafni háskólans er að vísu skeytt aftan við heiti stofnunarinnar, og á einum stað í frumvarpinu er svo kveðið á, að þegar atvinnumálaráðherra þóknist, geti hann í samráði við stofnunina látið hyrja kennslu í þeim fræðum, er stofnunin fjallar um. En þrátt fyrir að þetta er allt gersamlega í lausu iofti og ótryggt, er gert ráð fyrir, að háskólinn leggi fram ca. 100,000 kr. til að byggja yfir þetta ríkisfyrirtæki. Það lé, sem þarna er um að ræða, er ágóði af Happdrætti Háskólans og átti eins og kunnugt er að fara tii bygg- ingar yfir háskólann. Til þess að þetta fé íengist, þurfti samþykki liáskólai'áðs og það fékkst fyrir harðsnúinn atbeina rektors Alexand- ers Jóhannessonar, sem þess vegna ber liöfuðábyrgðina á þessu. Hvað því getur valdið, að stórri upphæð af fé þess- arar fátæku menntastofnunar er þannig kastað út í full- komna óvissu, svo ekki sé kveðið fastar að orði, af sjálf- um forráðamönnum stofnunarinnar, er kannske í fyrstu nokkuð torskilið. Meðal manna hafa að vísu gengið ýmsar kviksögur, sem að nokkru mundu skýra þessa framkomu prófess- oranna. En slíkt er of óáreiðanlegt til að hægt sé að hafa höndur á, jafnvel þótt prófessorarnir hafi sjálfir staðfest þær að nokkru með ræðum sínum á almennum stúdentafundi 18. marz. Hvort sem persónulegar ástæður og annað slikt hafa vegið meira eða minna fyrir liáskólaráði, þá liggur ef- laust annað á bak við. Höfuðorsökin eru »hinir erfiðu tímar«, en svo heitir á kurteisu máli kreppan, hið al- menna efnahagslega og menningarlega hrun okkar nú- verandi þjóðskipulags. Það er óhjákvæmilega að verða öllum mönnum ljóst, að kreppan, sem birtist í því, að utanríkisverzlunin er að ganga inn í algert hrun og með henni atvinnuvegir landsmanna, í því að fjárhagslegu sjálfstæði ríkisins er lokið o. s. frv. o. s. frv., hefir það óhjákvæmilega í för með sér, að hin áður frjálslynda ísl. horgarastétt er það ekki lengur hvað menningarmálin snertir og getur ekki verið það. Það eru þessir »erfiðu tímar«, þ. e. a. s. öngþveiti kapitalismans, sem á stúd- entafundi 18. marz knýr fram þá játningu hjá Emil Jóns- syni alþm., að íslenzkir atvinnuvegir hafi enga þörf fyrir sérfræðinga í greinum sínum svipað því sem yrði, ef hér yrði stofnuð atvinnudeild, sem útskrifaði fullmenntaða menn. Það eru þær ályktanir, sem stúdentarnir draga af þessum ummæluin og fjölda mörgum öðrum slíkum og þekkingu sinni á ástandinu, sem eru orsök í, að gegn þessari gjöf til ríkisins rísa stúdentarnir allir sein einn maður. Raunar virðist sem pólitískt ofstæki út í núver- andi stjórnarflokka hafi valdið miklu um hjá sumum.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.