Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Page 6
6
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
inni. Hún er svona: »í fyrsta lagi fékk ég engan pott
lánaðan, í öðru lagi var Iiann brotinn, þegar ég fékk
hann, og í þriðja lagi var hann heill, þegar ég skilaði
honum«.
Heiður háskólans er ekki nýtt fyrirbrigði. Ágúst H.
Bjarnason er það ekki heldur. Honum hefir oft gefizt
tækifæri til að efla heiður háskólans.
Fyrir allmörgum árum kom að læknadeildinni mjög
hæfur kennari. Hann varð að hrökklast burt, af því að
honum voru ekki fengin hér sæmileg kjör. Hver talaði
þá um heiður háskólans? Dr. Sigurður Nordal var á för-
um frá háskólanum. Hann fór að vísu ekki. Hygg ég,
að þar hafi drengskapur lians sjálfs og tryggð við há-
skólann meiru um ráðið en lítilfjörleg launauppbót og
umhyggja Ág. H. Bjarnason, Guðm. Hannessonar & Co.
fyrir heiðri háskólans. Hvað var um heiður háskólans,
þegar Árna Pálssyni var veitt prófessorsembættið í sögu,
en gengið var frarn hjá manni, sem af öllum dómbær-
um mönnum var talinn honum miklu fremri vísinda-
maður; ég á við dr. Þorkel Jóhannesson? — Fyrir tveim
árum var ráðinn sem aukakennari að læknadeildinni
Lárus Einarsson læknir. Hann er kunnur fyrir vísinda-
starfsemi sína meðal sérfræðinga víðsvegar um heim.
Laun hefir hann fengið hér eins og óbreytt skrifstofu-
stúlka. Húsnæði var honum ekkert fengið undir vísinda-
tæki sín, sem erlend stofnun hafði gefið honum, og er
mér þó ekki grunlaust um, að slíkt húsnæði liafi verið
til, ef yfirvöld skólans hefðu vel leitað. Hann verður
nú að hrökklast héðan frá skólanum. Mér er ekki kunn-
ugt um, að dr. Alexander Jóhannesson eða Ág. H. Bjarna-
son hafi sungið hátt um lieiður háskólans í sambandi
við það mál. Var það samboðið heiðri háskólans, er
Guðm. Hannesson, prófessor í heilsufræði, fyllti dálka
Morgunblaðsins liinum viðbjóðslegu prédikunum sínum
um blessun áfengisnautnar? Eflaust hefir það verið að
dómi þeirra »heiðursmanna« Ágústs og Alexanders; víst
er um það, að þeir þögðu. Er það samboðið heiðri há-
skólans, að kennarinn í íslenzku hafi ekki á takteinum
algengustn vísnaskýringar? Var áðurnefnd ræða rökfræði-
kennarans samboðin heiðri skólans? Eða t. d. »hráka-
ræðan« alræmda? IJverjar kröfur gera þessir menn til
háskólans, ef svo er? Fyrir 8 árum var heiður háskól-
ans undir því kominn, að honum yrði lokað, a. m. k.
sumum deildum; í haust sl. undir því, að deihlum yrði
fjölgað. í fyrra stóð og féll lieiður skólans með því, að
hin fyrirliugaða liáskólabygging yrði reist, núna með því,
að hún verði ekki reist o. s. írv.
Heiður háskólans byggist á því, að honum séu fengin
hin beztu starfsskilyrði. Næg og góð húsakynni og áhöld
og hæfustu menn, sem völ er á, svo vel launaðir, að
þeir geti gefið sig óskipta vig kennslunni og vísindaiðk-
unum sínum. En heiður háskólans byggist ekki á því,
að við hann séu tengdir margir menn á borð við Guðm.
Hannesson, Ágúst H. Bjarnason eða Alexander Jóhann-
esson. Dómur kunnugra manna er sá, að þessir menn
séu ekki hæfir kennarar. Út á við eru þeir blettur á
háskólanum, svo framarlega sem hann á að vera vísinda-
stofnun. Það þýðir ekki annað en horfast í augu við
staðreyndirnar.
Nú undanfarið hafa heyrst ákveðnar raddir um það
úr hópi stúdentanna og frá þeim háskólakennurum, sem
vilja háskólanum vel, að nauðsyn beri til að hefjast
handa um, að efla gengi hans. Ég vil vona, að þær
raddir þagni ekki fyr en a. m. k. það er tryggt, að á-
byrgðarlausir loddarar sitji ekki í æðstu trúnaðarstöð-
um háskólans. Ég vil vona, að unnendur háskólans horfi
ekki í það, að fórna nokkrum peðum til þess að vinna
þá skák, sem þeir nú tefla um framtíð og velferð hans.
Menn mega ekki skilja þetta svo, að við háskólann séu
fáir nýtir menn. Fullur helmingur af föstum kennurum
skólans eru ágætir kennarar og fræðimenn, nokkrir
þeirra skara mjög f'ram úr í sínum greinum. En í manna-
vali verður að gæta þess, að rugla ekki saman fjarskyld-
um hlutum. Menn geta haft áhuga á ýmsu, t. d. flug-
málum, fasistisku ofbeldi, ljóðaþýðingum, bókabrennum,
salernum o. s. frv., en það er hreint ekki víst, að sömu
menn séu af þessum sökum færir um að kenna rökfræði,
gotnesku eða iífeðlisfræði o. s. frv., svo einhver dæmi
séu nefnd af handahófi. Auðvitað er það eitt af höfuð-
skilyrðunum fyrir hollu og farsælu starfi hvers skóla,
að giftusamlega takist um val starfskraftanna, og það verð-
ur því einnig á hverjum tíma ein höfuðkrafa þeirra, er
raunverulega vilja fullkominn íslenzkan háskóla, og kraf-
an getur vissulega ekki talist ósanngjörn, svo framarlega
sem háskólinn á að vera hlutverki sínu vaxinn.
Hlutverk háskólans er að leita sannleikans og finna
hann, ryðja honum braut út til landsins barna, að færa
vísindin og þekkinguna út í hið daglega líf, gera þau
að þjóðareign. Hann á ekki eingöngu að vera klakstöð
fyrir embættismenn. Hann á fyrst og fremst að ala upp
frjálshuga og víðsýna menntamenn, er miðla af þekk-
ingu sinni, er út í lífið kemur.
í draumum og vonum hinna beztu manna átti háskól-
inn fyrst og fremst að vera griðastaður þjóðlegra fræða-
og vísindaiðkana. Og svo er enn. Mörg svið íslenzkrar
sögu og bókmenntasögu eru enn óbrotið land. Sagan er
okkur ástfólgin. Hún geymir fræðin um baráttu þjóðar-
innar við óblíð náttúruöflin og framandi vald, sigra
hennar og ósigra, gleði hennar og sorg. Án þekkingar á
sögunni og lögmálnm hennar, getum við aldrei skilið til
fulls skáld vor og aðra velgerðamenn né verk þeirra eða
hlutverk okkar. Háskólinn á einnig að vera griðastaður
hinna hagnýtu fræða og heimspeki. Og líf hans og heið-
ur er undir því kominn, að hann sé jafnan skóli hins
nýja tíma, eilíflega ungur. En jafnvel þótt borgarastéttin
íslenzka geti ekki lengur leyft sér þann »lúxus«, að éfla
menninguna, er ég sannfærður um, að sá hópur er ekki
smár, sem drengskap liefir til þess, að bera fram og
berjast fyrir kröfunni um fullkomna menningu til handa
íslenzkri þjóð, jafnvel þótt sú krafa verði byltingarsinn-