Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Qupperneq 9

Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Qupperneq 9
INÝJA STÚDENTAULADIU 9 verið reynt að skýra þetta hrein sálfræðilega, haldið fram, að dýrkun Gretchen-fyrirmyndarinnar stafaði af áskapaðri tilbeiðsluþörf mannsins. Sú skoðun fellur lun sjálfa sig þar, sem karlmaðurinn snýr við blaðinu, und- ir eins og hann hefir náð þessum teg. stúlkna á vald sitt. Sálfræðileg skýring nægir ekki eingöngu. Við verð- urn að svipast eftir orsökunum í þjóðfélaginu sjálfu. Við skulum athuga, hvernig afstaða konunnar til karl- mannsins er þar. Hvort, sem litið er á stofnanir, venjur, lög eða siði, allt ber þetta vitni um forréttindi karlmannsins. Hann ber allsstaðar meira úr býtum. Konan hefir Jmrft að heyja sérstaka baráttu, mynda öflug samtök til að ná sjálfsögðustu réttindum úr höndum karlmannsins og það í hinum marglofuðu lýðræðis- og menningarþjóðfé- lögum. Og enn er langur vegur frá, að hún hafi fengið fullkomið jafnrétti og fuilkomna uppreisn. Yfirleitt hef- ir aðeins viss stíll karlmanna liaft einkaréttindi á beztu stöðum þjóðfélagsins. Konunni hafa svo verið skenktar þær stöður og störf, sem karlmanninum hefir |»ótt van- virða að stunda, og jafnvel ]>ar sem konan hefir unnið sömu störf og karlmaðurinn, þar hefir hún borið minna úr býtum, goldið þess, að hún var kona. Menningarlega séð liefir því áliti allsstaðar verið þrengt inn, að konan stæði á lægra þroskastigi en karlmaður- inn. f»að þarf ekki að taka annað dæmi en það, að stúlkur í skólum eiga að vera síðri yfirleitt í sumum námsgreinum en strákar s. s. í stærðfræði. I sögum og æfintýrum frá öllum tímum er konan sýnd sem persónugervingur allra illra eiginleika: Hún er illgjörn og fólsk (sbr. stjúpmæðurnar) og hverflynd (sbr. Hávamál: »Á hverfanda hveli | voru þeirra lijörtu sköpuð | og brigð í brjóst of lagit). Hún er orsök hins illa í heiminum (syndafallið í Biblíunni, Ilionskviða Hómers). Nú á tímum sjáum við í blöðum og bókum úa og grúa af skrítlum og skopsögum, þar sem konan er gerð ómerkileg og blægileg: Hún er vargur, drottnunargjörn, þrasgjörn, hégómagjörn og heimsk. Allt eru þetta lýs- ingarorð, sem okkur karlmönnunum hefir líka dottið 1 hug hver um annan, Jjótt við rekumst ekki eins oft á það á prenti. En Jjað eru nú einu sinni karlmennirnir, sem hafa einkaframleiðslu á skrítlunum. Ekki má held- ur gleyma þeim mun, sem er á almennu siðferðimati karla og kvenna. A skemmtanafíkna konu er almennt litið sem skækju. Sómakært fólk talar um slíkar »drós- ir« með l’yrirlitningu og forðast alla umgengni við Jiær a. m. k. opinberlega. Af samskonar lifnaði stæra karl- menn sig, og þykir það einhver glæsilegasti hæfileikinn, að geta náð sem flestum stúlkum á vald sitt. Spilling og rangsleitni Jjessa siðamats hefir aldrei verið reynt að bæta, jafnvel ekki á »góðu fyrirmyndarheimilunum«. Þar sem annarsstaðar er konunni lagt það til lasts, sem Jjykir sniðugur, allt að J>ví aðdáunarverður, eiginleiki hjá karlmanninum. Þenuan lærdóm drekkur barnið í sig með faðirvorinu og öðrum góðum kennisetningum. 1 heimilislífinu fær barnið strax hugmynd um þann mismun, sein er á almennum mannréttindum karls og konu. Fyrir hugskotssjónum þess verður faðirinn strax hið mikla ideal, óskeikull og alfullkominn til líkaina og sálar. Barnið reynir að líkja eftir lionum. Að vera eins og strákur er eftirsóknarvert, að vera stelpulegur er skammaryrði. Stúlkubörnin finna til þess með sárs- auka að þau eru stúlkur og reyna að flýja sjálf sig. Það kernur fram með börnum óheilbrigð metnaðarfull keppni um að ná sem karlmannlegustum eiginleikum. Slík upp- eldisáhrif eru miður heppileg á óþroskað sálarlíf, en fyrir það verður ekki girt, meðau andrúmsloft hjóna- bandsins er mettað af spenningi og ugg. Kouan reynir að ná jafnrétti við manninn, og maðurinn reynir að halda yfirráðum sínum yfir konunni. Nú býst ég við, að mörgum finnist ég vera kominn alllangt á snið við efni Jiessarar ritgerðar. Hvað á Jietta skylt við Gretchen-fyrirmyndina og orsök hennar? Ég ætla þó að þessir fáu Jiættir úr siðaskoðun ýmissa tíma skýri tilorðning fyrirmyndarinnar að miklu leyti. Öll- um þeim forréttindum, sem karlmaðurinn hefir náð á sitt vald, allt frá Jjví, að liann kom fram sem verndari ættar sinnar gagnvart nágrannaættunum, hefir hann þurft að lialda á með lagi. Ef hann var of óbilgjarn, þá var liætt við að upp úr syði, þessvegna hefir liann smátt og smátt komizt upp á það lagið, að temja sér ýmsa riddaramennsku gagnvart konunni. Hann lærði að svala metnaðargirni liennar með uppgerðar Jjjónslund, yfirborðs hæversku, stimamýkt og jafnvel tilbeiðslu. Þessa riddaramennsku og tilbeiðslu, sem goldin liefir verið af karlmannsins hálfu, bar því að skoða sem skaðabœtur eða rentur af þeim réttindum, sem hann liefir hrifsað úr höndum konunnar. Sakleysis-fyrirmynd- in er ein af þessum skaðabótum. Við sjáum nú, af hve göfugum rótum hin fyrirhjónabandslega tilbeiðsla er runnin. Með stimamýkt og faguryrðum liefir liann hald- ið konunni niðri á sama klafanum urn tugi alda og sætt hana við örlög sín. Kona hefir sjálf sagt: »Dyggð konunnar er ekki annað en sniðug uppfinning manns- ins«. Maðurinn hefir aldrei tilbeðið Gretchen-fyrirmynd- ina nema í fjarlægð. Bókmenntirnar og uppeldisfræðin eru loksins að taka Jjetta mál nýjum tökum. Yfirdrepsskapurinn í dýrkun á ýmsum »dyggðum« konunnar er meir og meir afhjúp- aður. Sú afhjúpun leiðir til einlægara og skilningsfyllra sambands milli kynjanna. Konan fær betur að njóta sín og fær Jjjóðfélagslega aðstöðu til að vera óliáðari mann- inum en áður. Þau verða meiri félagar. Það verður ekki lengur »lierrann«, sem borgar fyrir »dömuna« til að fá að vera með henni, og krefst svo óskiftrar athygli liennar og nærgætni í staðinn að ógleymdum kossinum við dyrnar, svo ekki sé lengra farið út í það mál. Sum- um finnst, að bæði karlmaðurinn og kvenmaðurinn myndu tapa ýmsu við þessa breytingu. Það er satt að

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.