Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Qupperneq 11

Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Qupperneq 11
NÝJA STÚDENTABLAÐIt) 11 sem vottur þcss, að bezti kjarnínn úr menntamönnum þjóðarinnar taki afstöðu með verklýðshreyfineunni og sósíalismanum og vilji beita kröftum sínum til þess að skapa þá voldugu samfylkingu verkaiýðs og allra kúg- aðra, sem ein getur leitt til sigurs yfír auðvaldi og fasisma. Svo sem yður mun kunnugt, hefir »Dagsbrún«, fjöl- mennasta verkamannafélag landsins, einnig krafist sam- fylkingar 1. maí og er mjög ákveðinn vilji fyrir hendi í fleiri verklýðsfélögum í þá átt. Eu því miður hefir hinsvegar fulltrúaráð verklýðsfélaganna ekki lialdið neinn fund til að taka ákvörðun um þetta mál, þótt hinsvegar einlægur vilji til samfylkingar sé fyrir hendi hjá mörg- um meðlimum fulltrúaráðsins. Hefir flokki vorum því ekki borist neitt svar við samfylkingartilboðinu frá rétt- um aðiljum í AlþýðufJokknum. Hinsvegar hafa ýmsir foringjar þess flokks ótvírætt gefið það í skyn í grein- urn í Alþýðublaðinu, að ekki verði um samfylkingu að ræða frá þeirra hálfu. Oss þykir þetta illt, en hinsvegar tjáir ekki að láta þessar aðfarir hindra samfylkingu 1. maí, þar sem vitanlegt er, að viljinn til samfylkingar hefir aldrei verið eins mikill meðal Alþýðuflokksmanna sem nú og jafnframt auðséð, að það eina, sem hugsan- lega getur knúð foringja þess flokks frá afstöðu sinni, er, að verkalýðurinn skapi samfylkinguna án þeirra. Við skorum því á félag yðar, að taka þátt í útifundunum og kröfugöngunni 1. maí með samfylkingunni, við hlið Kommúnistaflokksins og annara samtaka, er samfylkingu vilja. Bjóðum við hérmeð félaginu að hafa einn ræðu- mann á útifundinum við Lækjargötu. Væntum við svars yðar liið fyrsta. Með beztu kveðjum. Kommúnistaflokkur íslands, Reykjavíkurdeildin. Einar Olgeirsson. Þann 29. apríl var svo haldinn fundur í félaginu til að taka afstöðu til bréfanna, sem neíndinni liöfðu bor- izt. Var þar ítarlega rætt efni bréfanna og samþykkt, að félagið skyldi taka boði Kommúnistaflokksins og ganga sem heild í kröfugöngu samfylkingarinnar 1. maí. Hins- vegar taldi félagið sig ekki geta tekið »boði« Alþýðu- flokksins, þar sem það er sýnt, að forvígismenn þess flokks vilja ekki samfylkingu á þeim grundvelli, sem fél. lagði til. Við stúdentarnir böfum vissub-ga okkar sérstöku kröf- ur að gera, en þessi samþykkt Félags róttækra báskóla- stúdenta sýnir, að nú er fleiri stúdentum en áður ljóst, að sigursæla baráttu fyrir. áhugamálum okkar og kröfum getum við ekki háð nema undir lorystu verklýðsstéttar- innar og í nánu samstarfi við hana. Þess vegna göngum við með henni út á götuna 1. maí. P. Hafnarstúdentar! Við róttækir stúdentar þökkum íslenzkum stúdentum í Höfn og þá sérstaklega þeim róttæku félögum okkar, sem frumkvæðið áttu, fyrir afskipti þeirra af atvinnu- deildarmálinu og af baráttu okkar hér heima í sambandi við það. — Ef íslenzk menningarmál og mál Iiáskólans sérstaklega ættu slíkri árvekni og umhyggju að fagna hjá öllum íslenzkum menntamönnum, væri þeim vel borgið. Blái bordiim TÍðurkeamdur bezta smjörlíkið. I Sj a f ii a r - li a 11 d s á |> urn ai* Rósarsápa, Möndlusápa, Baðsápa, Pálina- sápa jafnast fyliilef»a á við beztu erlendar sápur. Biðjið um Sjafnar handsápur. Vorið er komið! Það vita allir. En liitt vita ekki allir, að beztu og ódýrusfu sporthux- urnar fást hjá Gefjun Laugaveg 12.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.