Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 3
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
S
sér grein fyrir kenningum Marx, sem eru eins augljósar og ekki
miður rökstuddar? Það er að vísu til hópur stúdenta (kristi-
legir), sem afneituðu þróunarkenningum náttúrufræðinnar í
blaði sínu 1943 í þeim fróma tilgangi að pranga inn á
okkur heimsmynd fáfróðra hjarðmanna, sem bjuggu við Mið-
jarðarhafsbotn fyrir mörg þúsund árum. (Steinar fyrir brauð,
höggormar fyrir fisk?). En þið hinir, sem hafið sama viðhorf til
Marx og þeir til Darwins, skuluð ekki brosa að þeim. Þið eruð
undir sömu sökina seldir, og að því leyti verri, að í stað Hvíta-
Krists gerið þið þetta í nafni hins ófrýnilega Mammons, Það
ber ekki vitni miklum glæsibrag eða andlegri reisn ungra
menntamanna, að }>á skuli svo marga dreyma um það sem lífs-
takmark að gerast „inventar“ í þrotabúi borgarastéttarinnar,
slíka fræðilega örbirgð, sem hún býr nú við.
Ráðaleysi hepnar gegn kreppum, atvinnuleysi og styrjöld-
um talar sínu máli, og það mál ætti hver maður að skilja.
Ilinir „umbótasinnuðu“ stjórnmálamenn nútímans eru arf-
takar gullgerðarmanna miðaldanna. Oftast eru þeir loddarar,
en þótt sumir þeirra kunni að vilja vel, hljóta þeir að standa
sem skýjaglópar frammi fyrir þeim, sem þekkja frumrök þjóð-
félagsvandamálanna. Auðvald hvers lands og heimsins alls hef-
ur mynduð samábyrgð um hagsmuni sína í öllum greinum. —
Þess er skammt að minnast, að fyrir nokkrum árum gerðust
nokkrir góðborgarar berir að landráðum. Þeir gáfu erlendum
togurum upplýsingar um ferðir íslenzkra varðskipa, til þess að
þeir gætu óhultir botnskafið íslenzka landhelgi. Glæpir þessara
manna vorn þagðir í hel. Eg læt hverjum það eftir að ímynda
sér aðgerðir valdhafa og blaða þeirra, ef sósíalistar hefðu átt
þvílíkan hlut að máli.
Ollum er kunnur áróðurinn gegn Sovétríkjunum. Eitt er það
ráð að kalla þau einræðisríki, því að auðvaldið veit, hvílík ógn
og óbeit alþýðu stendur af þessu kúgunarformi þess sjálfs.
En hvenær hefur borgarablöðum komið til hugar að setja
einræðisstimpil á lönd eins og Portúgal eða Ungverjaland,
þar sem allir vita þó, að alþýðu þessara landa er meinað frum-
stæðustu mannréttindai). Allir sjá, að blöðunum gengur eitt-
hvað annað til en einskær sannleiksást. Blöðin hafa drepið í stór-
felldum hallærum rússneskt fólk (sem að vísu hefur lifað góðu
lífi eftir sem áður), en hvenær hafa þau haft í hámæli, að til
væru á hinu auðuga Englandi héruð, þar sem eymdin var slík,
að jafnvel Itorgaralcgir blaðamenn þarlendir hafa kallað þau
„the distressed areas“. Þá væri ekki ógirnilegt til fróðleiks að
bregða sér vestur um haf til hinna dýrlegu Bandaríkja, þar
sem viðgangast kynþáttaofsóknir í nazistastíl með meiru.
Myndu blöðin láta slíkar ávirðingar Sovétríkjanna liggja í lág-
inni? —
Það er annað mál, að borgarablöð eiga æ óhægra um að-
drætti til óhróðurs um Sovét-Rússland. Menn beri t. d. saman
annars vegar íslenzku blöðin í ár og hins vegar blöð og tímarit
frá fyrri árum, t. d. Stefni frá um 1930. Það, sem þá var borið á
borð lesenda, myndi jafnvel nazistum Þýzkalands hrjósa hug-
ur við að framreiða nú. Þannig fellur liver varnarstöð auð-
valdsins af annarri á hinu ömurlega undanhaldi þess.
Feigðarmerki borgarastéttarinnar verða ljósari með hverjum
degi. Hugsjónir borgarans eru samtvinnaðar hagnaðarvon hans.
Sá menningaráhugi, sem þessi stétt var fræg fyrir í ýmsum
löndum Evrópu, er nú að engu orðinn. Hún hefur steypt sér út
í hagsmunastríð af grófustu tegund. Auglýsingin og dagblaðið-
eru þær greinar lista og bókmennta, sem hún getur státað af„
eins og nú er komið. Þrátt fyrir miklar tæknilegar framfarir er
sjónhringur borgarans þrengri en nokkru sinni fyrr. Hann lítur
varla við öðrum menntum en þeim, sem stuðla að lækkandi
reksturskostnaði við fyrirtæki hans eða efla hag hans á annan
hátt. Onnur afskipti hans af menningarmálum eru eintómt fitl
við úreltar hugmyndir og tilraun til að halda í þær meðan
kostur er.
Þessi menningarlega grunnfærni hefur gagnsýrt allt líf borg-
araus, svo að það er orðin fáránlegasta spilaborg glingurs og
hégóma, hismisdýrkun. Borgarinn lítur ekki á manninn sem
sjálfstætt verðmæti, heldur öllu fremur mælieiningu, þegar hann
áætlar gróðavon eða reiknar ágóða. Viðhorf hans til konunnar
lýsir þessu glöggt. Hún verður í reyndinni vara, sem nauðsyn-
legt er, að sé vel útlítandi og í góðum umbúðum til þes að hún
sé markaðshæf (sbr. útflutningsfisk) og síðan seld hæstbjóð-
anda, eins og vera ber í viðskiptum. Jafnvel trúarbrögðin, sem
lengi voru kjölfestan í lífi hans, eru nú orðið meinlaus mun-
aður líkt og kaffi og te, sem sumir kæra sig um, en aðrir ekki,
en flestir dreypa á af sljóum vana. — Einstaklingshyggjan
fræga, sem borgarinn telur sitt aðal, er aðeins fólgin í barátt-
unni fyrir frelsi hinna fáu til að gera fjöldann húsdýrum jafnan.
Ií.
-------------------------------------------------------------
Anno domini MCMXLV
Uvi fjandann kenndi -prestur innfjálg orð
og örsnauð bömin nefruii þeirrar leiðar,
þau afhent ’onum ibenstolck og borð
og einnig silfurskeiðar.
Og fyrrum kenndi maður önnur orð
í Arabíu og fleiru kom til leiðar,
en hann félck aldrei ibenstolck né borð
og engar silfurskeiðar.
E. H.
1) Þetla er ritað áður en rauði herinn tók Ungverjaland.