Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 9

Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 9
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 9 Bókarkornsfrétt Halldór Halldórsson: StajseUiingarreglur. — Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri, MCMXLIV. Bók þessi er nr. 2 í röðinni af frumsömdum bókum höfund- ar á íslenzkri tungu. Ekki verður kvartað yfir efnisleysi bók- arinnar, því að hún er í senn stafsetningarorðabók, réttritunar- æfingar, málfræði og stafsetningarreglur. Og það er ekki á allra meðfæri að koma svona miklu efni saman í eitt bókarkorn. Bókarkornshöfundi virðist meinilla við ritvillur,* sem von er, og ef þær eru á þann veg, að viðkomandi ritari liefði getað kom- ið í veg fyrir þær með meiri vandvirkni, kallar hann ritvillurnar nokkurs konar sóðaskap eða dónaskap. Eg hef aldrei heyrt slíka skilgreining á sóðaskap, en mér finnst ritvillur oft og tíðum bera vott um leti eða hirðuleysi. Bókarkornshöfundur þræðir allmjög sínar eigin götur, og út af fyrir sig er ekkert við það að athuga, en ]>essir troðningar hans eru bara svo hlykkjóttir og þröngir, að þ'eir eru lítt far- andi almennilegum mönnum. — Vill höfundur rita orðin: jörð, sól, tungl, máni ýmist með stórum eða litlum upphafsstaf. Tel- ur hann, að menn hugsi ,,ekki um sólina sem sérstakan hnött“, er þeir segja: nú skín sólin, og því skal hún fá lítinn upphafs- staf. Annars fellur þetta um sjálft sig, því að vitanlega kemur það hvergi fram, hvar er stór stafur eða lítill, þegar sagt er: nú skín sólin. Það kemur fyrst til greina, er menn rita setning- una: En mér er spurn: Hvað hugsa. menn sér sólina þá? Ef menn á annað borð luigsa það, sem þeir tala eða rita, hljóta þeir að lnigsa sér sólina sem hnött. Annars mætti gera regluna almennari og segja sem svo: Allt það, sem menn rita og engin hugsun felst í, skal ritað með litlum staf. — En það skal fylli- lega tekið til greina, að höfundurinn tekur það skýrt fram, að menn megi algjöriega ráða, hvort þcir riti orðin jörð, sól. tungl, máni með litlum eða stórum upphafsstaf. Orðið AJþingi er svo vandritað, að höfundur hefur látið með- fylgja alveg sérstaka greinargerð. Vill hann láta menn greina á milli stofnunarinnar Alþingi og þingfundanna alþingi (stafsetn- ing höf.). En mér sýnist stofnunin Alþingi og fundir Alþingis vera svo nátengt, að engin ástæða sé til að rita orðin á tvo vegu. — En þrátt fyrir alla þessa vandlætingu er ekki að sjá, að höfundurinn vilji breyta rithætti orðanna: drottinn, æsir, himnaríki (o. fl.). Virðist vandskilið að rita orðin: Fellamenn, Mongólar, Iðavöllur með stórum upphafsstaf, en hins vegar drottinn, æsir, himnaríki (o. fl.) með litlum upphafsstaf. Mál- kcnnd hö'fundar virðist því ná ærið skammt, og er svo að sjá sem höfundur sé að hrófla við ritihætti til þess að sýna sjálf- stæði sitt og frumleik. í formálanum segir höfundur, að hann geti þess stundum, er „deila megi um rithátt ýmissa orða“. En auðvitað er það miður, að ])css skuli ekki ætíð getið, er rita má orð á einn eða annan veg. Þar virðist mega kenna óljósrar tilhneigingar til innleiðslu á „páfadómi" í stafsetningu, hvað svo sem for- málinn segir. Bókarkornshöfundur gerir ráð fyrir ])ví í formálanum, „að þeir, er bókina nota, hafi til að bera nokkra málfræðikunn- áttu“. En allt um það sýnir hann svart á hvítu beygingu lausa greinisins. Eg hafði haldið, að þeir, er hefðu nokkra málfræðikunnáttu ti! að bera, myndu kunna skil á beygingu lausa greinisins. En höfundur hefir kannski tekið beygingu lausa greinisins með til þess að auka efni bókarinnar. — I dæmi á blaðsíðu 25 hefir þessari mergjuðu setningu verið komið fyrir: Mikill munur er á búðar- og húsmóðurstörfum. Eg get vel skilið störf húsmóðurinnar, en ekki störf búðar- innar. — Eg hef getið hér nokkurra atriða, er miður fara, en það er einungis af góðum liuga gert, ef vera kynni, að eitthvað yrði tekið til greina við næstu útgáfur. Því að ef til vill verður þetta eins konar „Vídalínspostilla“ í íslenzkum stafsetning- arreglum, því að maður veit svo ógjörla, hversu mikla framtíð ungir höfundar eiga. Þá er að geta þess, sem vel er um kverið. Fylgir það hinni lögskipuðu stafsetnigu, og er ])ví óhjákvæmilega að nokkru leyti umsamning úr eldri kverum, er rituð hafa verið um þetta efni. Enn fremur hefir höfundur kvatt sér til aðstoðar vel met- inn mann, er reyndist „mikil hjálparhella við samning bókar- innar“, eins og höfundur orðar það í formálanum. Má nærri geta, að slíkt „ritverk“ sem þetta hafi útiheimt meiri sálar- orku og andagift tn höfundur liafi getað í té látið. — En margt er i kveri þessu fyllra og skýrara orðað. Reglur og atriði eru oft sett fram á stuttan og greinargóðan hátt, en sums staðar kennir ef til vill áhrifa stríðsandans, er heltekur suma menn, sbr. þið og þér eru hættumerki. En litt er við því að amast, ef mönnum gengur betur að læra stafsetningu á þennan hátt. Bókin er prentuð á fremur vondan pappír, í ritlingsbroti, er 120 síður að stærð, og kostar hver síða 10 aura. G. F. f-------------------------------------------------- VÖGGULJÓÐ Þú grœt.ur svo ldettarnir lcalla á gu.ð, og klöhknar gaddjreðið hjarn; vér ruggum þér ögn og réttum þér snuð, þii reijaða vöggubarn. Ó, grýttu því ekki, anginn minn, það er auðgjaji þinn og hlíf, það er hamingja þín, það er huggari þinn, ó, haltu því allt þitt líj. E. II. s----------------------------------------------------

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.