Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 8

Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 8
8 NÝJA STÚDENTABLAÐIJ) Nokkrar hugleiðingar Nú á seinustu tímum hafa komið fram raddir um það, hvort ekki væri réttmætt að færa aldur til kosningaréttar niður í t. d. átján ár. Tillögur í þessa átt hafa einkum komið úr flokki æskunnar, t. d. frá Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík. Þetta nýmæli er vel þess vert, að því sé gaumur gefinn, hvort sem menn eru því fylgjandi eða andvígir. Kosningalöggjöfin á að vera sá þáttur í löggjöf hverrar Jjjóðar, sem einstaklingurinn lætur sig hvað mest varða, því að kosningarétturinn er, eins og allir vita, hinn raunverulegi grundvöllur hins svokallaða lýðræðis. Þessu máli hefur lítið verið sinnt af þeim, sem valdið hafa, hver sem orsökin er. Að vísu er þetta tiltölulega nýtilkomið og því ekki á nokkurn hátt vonlaust, að það nái fram að ganga, ef vel er fylgt á eftir. En svo mikið er strax hægt að sjá, að andstaðan verður ærin. Aðalrök þeirra, sem eru málinu and- stæðir, eru þau, að menn innan við þann aldur, sem nú veitir kosningarétt og kjörgengi, hafi ekki nægilegan þroska til þess að móta sér sjálfstæða stefnu í stjórnmálum. Að vísu mun vera svo um flesta, að andlegur þroski þeirra tekur miklum framförum eftir átján ára aldur, en enginn heilbrigður maður mun halda því fram, að þroski manna sé staðnaður um tuttugu og eins árs aldur. Og ég held, að óhætt sé að fullyrða, að hver meðalgreindur átján ára maður, sem á annað borð hefur vilja til að kynna sér stjórnmál, hafi fulla dómgreind til að velja og hafna í þeim efnum. Hafi maðurinn liins vegar engan áhuga á þessum málum, er alveg sama, hve gamall hann verður, hann verður alltaf áttavilltur í stjórnmálum. En það mun ekki fjarri sanni, að þessi „pólitísku viðrini“ séu einhverjir hættu- legustu menn þjóðfélagsins, því að kjör þeirra eru ekki byggð á raunhæfri þekkingu á málunum, heldur oftast nær á per- sónulegum hagsmunum eða öðrum álíka hvötum. Það væri æskilegt, að slíkum mönnum færi fækkandi í framtíðinni. En myndi það ekki orka bætandi á menn í þessum efnum að gera þá ábyrga menn í þjóðfélaginu og vekja þá þannig til um- hugsunar nm alvarlegustu mál þess, einmitt á þeim aldri, þegar einlægar hugsjónir eiga greiðastan aðgang að hugum þeirra? Ég hygg, að árangurinn yrði jákvæðnr. En annað atriði mun þó mæla öflugar með niðurfærslu kosn- ingaréttarins. Þeir, sem náð hafa átján ára aldri, eru yfirleitt taldir fullvinnandi menn og taka þannig þátt í framleiðslunni á borð við þá, sem eldri eru. Það er því ekkert réttlæti að meina þeim að hafa sín einstaklingsáhrif á það, hvernig þess- um ávexti erfiðis þeirra er ráðstafað, en eins og allir vita, bygg- ist þjóðfélagið fyrst og fremst á framleiðslunni og starfrækslu allra vinnandi meðlima þess. Allir þeir, sem leggja fram fullkominn skerf til að auka þjóð- arauðinn, eiga því rétt á að hafa atkvæðisrétt um stjórn þjóð- félagsins. Áður en ég enda þessi orð þykir mér tilhlýðilegt að minnast á annað atriði, sem er þessu skylt, en hefur mér vitanlega ekki verið rætt opinberlega, a. m. k. ekki í seinni tíð. Eins og allir vita er það ákvæði í reglugerð beggja mennta- skólanna, að nemendum þeirra er bannað að taka nokkurn þátt í stjórnmálum eða opinberu lífi og varðar brottrekstri, ef brugðið er út af því. Hefur oftar en einu sinni komið til þess, að nemendum hefur verið vísað úr skóla fyrir þessar sakir. Þetta ákvæði þyrfti að hverfa sem fyrst, og er auðvelt að leiða rök að því. Fyrst og fremst brýtur það í bága við íslenzku stjórnarskrána. Margir af þeim, sem verða að beygja sig undir þetta ákvæði, hafa samkvæmt íslenzku stjórnarskránni öðlazt kosningarétt og kjörgengi og hafa þannig rétt til að taka þann þátt í stjórn- málum, sem hæfileikar þeirra leyfa. Þetta atriði eitt hefði verið nægileg orsök til þess, að ákvæðið liefði aldrei verið sett. En látum það gott heita, þó að framið sé stjórnarskrárbrot, ef það væri nemöndum til einhvers góðs. En því miður virðist eini árangur ákvæðisins vera sá, að efnilegir nemendur hafa verið gerðir útlægir frá skóla sínum og ekki fengið að ganga undir próf fyrir sama og engar sakir. Hið eina, sem þeir hafa unnið sér til óhelgi, er það, að þeir hafa veitt fulltingi einlæg- ustu áhugamálum sínum, borið sannleikanum vitni. Það er harður dómur um einhverjar helztu menntastofnanir þessa lands, að þær telji slíkt brottrekstrarsök, en engu að síður er það sannur dómur. En ])að má ekki koma fyrir oftar, að slíkir brottrekstrar eigi sér stað. Menntaskólancmar eiga heimtingu á því að hafa fullt athafna- og málfrelsi, eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. En Iivernig á að fá því framgengt? Kennslumálaráðuneytið hcfur látið þetta afskiptalaust hingað til. Það er allmiklum erfiðleik- um bundið fyrir nemendur sjálfa að vekja þetta mál, því að forvígismenn slíkrar hreyfingar myndu verða dæmdir brott- rækir úr skólanum, ef málið fengi ekki því fljótari afgreiðslu hjá yfirvöldunum. Það virðist því nauðsyn, að málið verði vakið utan skólanna, og gætu þá nemendur frekar veitt því þann stuðning, sem nauðsynlegur reyndist. Myndi það ekki vera drengskaparbragð af háskólastúdentum að beita sér fyrir afnámi þessa ákvæðis, sem þeir hafa sjálfir orðið að þola og þekkja því af eigin raun? En sagan af mönnunum, sem voru gerðir útlægir úr skóla sínum fyrir það eitt, að þeir áttu hugsjónir og lögðu þeim lið, hún má ekki endurtaka sig. G. STÚDENTAR! Lesið auglýsingar Nýja Stúdenta- blaðsins og reynið viðskiptin! v___________________________________________________/

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.