Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 10
/0
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
Nokkrar athugasemdir
Það liefur orðið niörgum liappadrjúgur fengur, sem hafa ]>að erfiða hlutverk
að eyðufylla blöð og tímarit, að geta gripið til svo handbærra liluta sem
níðgreinar um kirkju og kristindóm eru í landi voru. Þessi sérkennilegi hval-
reki liefur svo á síðustu árum aukizt drjúgum við ]>að, að mörgum sóknum
bjóðkirkjunnar hefur vaxið svo fiskur um lirygg, að ]>ær liafa lagt út í )>að
sjálfsagða f.vrirtæki að reisa handa sér nýjar kirkjur til guðs]>jónusluhalds.
Flestar liafa greinar af ]>essu tagi eða greinarstúfar verið frambornar í ]>ví
lítillæti, að flestir hefðu betur vit á þörfum kristninnar hvað húsnæði snertir
en klerkalýður og kirkjustjómir. Og ]>etta er álil eins af okkar ungu og upp-
rennandi menntamönnum, Geirs Kristjánssonar, stud. mag., sem stingur niður
penna sínum og ritar grein í síðasta tölublað ]>essa blaðs, 1. maí 1!)44. sem
hann nefnir: Lítill pistill um kirkjubyggingar. Hann er nú að vísu lalsvert
á „undan samtíðarmönnum sínum“ í þessu efni, því ekki einungis þykir honum
óþarl't að byggja nýjar kirkjur, heldur eru hinar gömlu liingu óþarfar, og
prestastétt landsins má leggja niður skrúðann, því að hann og fleiri ágætis-
menn á sömu menntagráðu eru meir en sínir eigin prestar. Og ]>að er svo sem
óhætt að lofa mönnum að heyra ástæðuna fyrir þessum bannsöng, finnst
stúdentinum: Astæðan er sú, að „bisness-menn", sem ekki vissu aura sinna
tal, vildu leggja fram eitthvað af peningum til nýrra kirkjubygginga og kven-
félagskonur, sem sjálfsagt er ekki þorandi að nefna menningarstólpa!, datt í
hug að leggja á sig ertiði og aukavinnu til að „aura saman í nýjar kirkjur“.
En höfuðástæðan er þó vandlætingin yfir því, að ]>ar sem önnur menningar-
fyrirtæki, sem efna til happdrættis í fjáröflunarskyni, láta sér nægja að
hafa í framboði kæliskáp, húsgiign eða lúxusbíl, ]>á skyldi kristin kirkja dirl'-
ast að bjóða heil ný íbúðarlnis, og l>að á húsnæðisvandræðatímuml, í sama
tilgangi. — Auðvitað má svo ekki tapa þeim tóni niður í slíku útburðar-
væli afturhaldsins, að of stórt sé hugsað og djarft — þessar nýju kirkjur eigi
að vera of stórar og skrautlegar. Hvenær ætli allir Islendingar losni við ]>essa
]>rælkúguðu kotmennsku kaghýðinga langt fram í ættum sínum?
Þetta. sem liér hefur verið dregið fram, er skoplega hliðin á ]>essu máli. En
pilturinn er akademiskur borgari og verður því að gera grcin fyrir slaðhæf-
ingum sínum á máli rökfræðinnar, og l>á kemur auðsjáanlega upp í honum
presturinn. Ilann hefur sem sé lesið það og lært í mannkynssögunni, að Lúther
réðist gegn mörgu af prjáli því og ýmsum messusiðum, sem tíðkast í róm-
önsku kirkjunni, þótt hann virðist ískyggilega blanda l>ar málum með skoðun-
um Kalvins, en það getur hann leiðrétt sjálfur með því að lesa betur. — En
svo útleggst ]>essi fróðleikur stúdentsins ]>ann veg, að eiginlega skuli lútherskur
kristindómur eðli sínu samkvæmt boðast — í hæsta lagi í ódýrum og hvers-
dagslegum bænasal — en allra helzt — hvergi. Hvernig honum teksl að fá
þetta út úr skoðunum Lúthers verður fleirum ráðgáta en mér, því að skýringin,
sem liann gefur, cr varla lil að auka álit hans sem væntanlegs leikmannaprests:
að kristindómurinn skuli útlægur ger úr ]>ægilegum og boðlegum kirkjum
vegna þess, að Guð sé alls staðar nálægur.
Við getúr alveg sleppt flóknum og vandasömum útlistunum á „trangen-
dens“ og „immanens“ guðdómsins. Hitt ætti öllum að vera augljóst, mennta
mönnum ekki síður en öðrum, að kirkjurnar eru ekki byggðar til þess að gera
Guði mögulegt að komast í samband við mennina. Það getur hann á hvaða
stað sem er og á livaða augnabliki sem er, heldur til hins að hjálpa mönnunum
til að nálgast liann. Við erum að búa okkur stað helgaðan af hugsunum og
athöfnum. Það væri kannske nærtækast fyrir alla þá, sem gera sérstakar gælur
við exaktvísindi, að draga hér samlíkingu af andrúmsloftinu. Ohollusta og
heilnæmi þess stafar ekki af því, að i sjálfu sér sé ekki nægilegt súrefni eða
önnur nauðsynleg efni í því, heldur af hinu, að skaðnæm og hættuleg efni
hafa komizt þar að og gera okkur ómögulegt að njóta hinna. — Það er oft
sláandi hversu mannshugurinn likist hemóglóbininu, sem gengur auðveldlegar
í samband við gasið en súrefnið, hið almenna banam'ein gaseitrunarinnar, nær
betri samböndum við hið illa en hið góða. — Ég efast ekki um, að svo mik-
ill realisti er Geir Kristjánsson, að hann telur sjálfsagt að útiloka gasloftið
úr venjulegu andrúmslofti. Honum ætti því um leið að skiljast, liver ástæð-
an er til þess að kristnir menu vilja reisa kirkjur, enda þótt þeir viti fullt eins
vel og hann, að Guð er alls staðar nálægur; Þeir hafa líka áhrif að útiloka,
sem trufla samfélag þeirra við Guð.
Mér er ekki.ljóst af grein Geirs Kristjánssonar, livaða hugmynd hann gerir
sér um ]>etta líl', tilgang þess eða takmark. Ég veit ekki, hvort liann álítur
framtíð lífs síns yfir fimmtiu ár. Hitt má lionum vera ljóst og öðrum mennta-
mönnum, að kristin kirkja hefur eilifðarboðskap að flyja, sem milljónir
manna um allan heim vita af eigin reynd og ]>ekkingu, að er sannur, boðskap
um framhald ]>essa lífs á öðrum tilverusviðum. Og ]>að getur fvrr en varir
koinið sú krafa frá þjóð vorri, ]>ótt margt sé nú gert lil að loka augum henn-
ar í því efni, að hún heimti ]>að af menntamönnum sínum, að þeir noti
gáfurnar fremur til að tendra þar ljós en ata auri ]>á ]>ekkingu, sem þegar hef-
ur fengizt. Þá munu fleiri eiga samleið í liiis heilags Guðs, er ]>eir sannfærast
um, að ]>egar á þessari jiirðu er lagður grundvöllur að lífsstefnu mannsins. Og
kannske ]>að boði ]>egar einhverja breytingu í þessum efnum hjá menntamönn-
um þjóðarinnar, að eitt al’ þekklustu ungu skáldunum okkar, maður, sem
þar að auki er lögfræðingur að menntun, er farinn að sjá, að
dauðinn er einasta ævinnar l'erðalag.
sem aldrei er ráðið, fvrr en á síðustu stundu?
Og ]>að er nú einmitt þetta, sem kirkjunni er ætlað. Ilenni er ætlað að Ieggja
grundvöll að lífsstefnu mannsins, móta hug lians og lijarta, svo hann geti verið
sæll og sáttur í lífi og dauða. Hitt er annað mál að ræða, hvernig kirkjunni
hefur tekizt að leysa ]>etta lilutverk af höndum. Ilafi henni ekki tekizt ]>að,
liggur ]>á ekki að einhverju leyti sökin í því, hvernig að lienni liefur verið
búið og á liana ráðizt?
Og ]>ú ungi menntamaður, Geir Kristjáusson, stud. mag. Þú leggur til, að
reist verði tónlistarhöll í stað kirkjubyggingar. Ilefur ]>ú gert ]>ér það Ijóst,
að meiri hluti glæsileguslu tónverka heimsins, ]>au sem háleitust ]>ykja að
fegurð og dýpt og innilegust að næmleik, eru sköpuð til að vera flutt í
guðshúsinu, kirkjunni og geta livergi notið sín nema ]>ar. Viltu afneita ]>ess-
um dýra arl'i af því kristiu kirkja á hann? Nei, ]>að er augljóst hvað ]>ú vilt.
Þú vilt f.vlgja liinum Voltaire skóluðu skoðanabræðrum þínum í því að
skreyta hugmyndir þínar og tillögur þeim fjöðrum, sem ]>ið reytið af alda arfi
kristinnar kirkju. Og frumleikann mega menn sjá af mottóinu, sem velja
mætti 90% af slíkum greinum ykkar, er taka til meðferðar hag og viðgang
kirkjunnar, aðhlynningu hennar og framlag einstaklinga til þess: „Til hvers
er að eyða þessu þannig? Þetta hefði inátt gefa fátækum". Þetta eru annars
biblíuorð og lieyra ef til vill til „prestsskapnum11, sem þessir nýju lærifeður
ætla að takast á hendur. Eu orðin eru annars höfð eftir Júdasi Iskaríot í Nýja
testamentinu. — Þessu verður að svara með reynslu aldanna, sem sann-
ar, að það hafa verið einmitt liinir fátæku og snauðu, sem brutu kristindóm-
inum braut. Hið nýja mat á veraldargæðunum, sem kristindómurinn kom
með, gerði margan fátækling auðmanninum ríkari og efnamanninn betlaran-
um snauðari. Og ætli jafnréttishugsjónin og lögmál hjálpseminnar við snauða
og bágsladda verði belur orðað en í tvöfalda kærleiksboðorðinu: Elska skaltu
náungann eins og sjálfan ]>ig?
Guðm. Sveinsson, stud. theol.
EFTIRMÁLI VIÐ „NOKKRAR ATIII GASEMI)IR“
Eg hef vinsamlegast fengið að lesa yfir athugasemdir Guðmundar Sveins-
sonar stud. theol, áður en l>ær fóru í „pressuna". Því að sökum stopullar
úlkomu ]>essa blaðs þykir bezt l'ara á því að þær athugasemdir, sem ég geri
við þessar athugasemdir hans, verði þeiin samferða.
Þegar Guðmuntlur talar um, að Þjóðkirkjusöfnuðum hafi í seinni tíð
vaxið fiskur um hrygg, á hann sennilega fyrst og fremst við Hallgrímssöfnuð
Framli. á 12. síðu.