Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAtílÐ 7 taxar og Georgs konungs leiddi yfir grísku þjóðina 1935. Þeir kærðu sig ekki um neitt afturhvarf til þeirra tíma, en óttuðust, að Bretar rnyndu styðja konunginn aftur til valda. Churchill lofaði þeim að vísu frjálsum kosningum „þegar aðstæður leyfa“. En frelsið í kjörklefanum getur sá hæglega takmarkað, sem telur, og hinn undarlegasti árangur orðið af, eins og við kosningarnar 1935, er frambjóðandi konungssinna aflaði sér í sumum kjördæmum fleiri atkvæða en kjósendur voru. — Loks féllst E. A. M. á það að leysa upp herinn, cn krafðist í staðinn, að komið væri á fót raunverulegum her, þar sem pólitískra áhrifa gætli að engu. Voru þá fluttar til Grikk- lands frá Ítalíu tvær hersveitir, „fjallahersveitin“ og „heilaga hersveitin“, skipaðar konungssinnum einum. Þær höfðu verið myndaðar, þegar gríski herinn og flotaliðið í Egyptalandi lýsti yfir fylgi sínu við lýðveldi vorið 1944. Konungur kvaddi Breta sér til hjálpar að ráða niðurlögum hersins, og varð afleiðingin sú, að allir hermenn og sjóliðar, að undanskildum þeim, sem allra afturhaldssinnaðastir voru, lentu í fangabúðum, en úr aft- urhaldshlutanum voru áðurnefndar hersveitir stofnaðar. Churchill og Papandreú vildu stofna úr þeim nýjan her, en E. A. M., sem sá, hvað um var að vera, krafðist þess af stjórn- inni, að þessar hersveitir yrðu afvopnaðar um leið og E. L. A. S. Scobie, brezki hershöfðinginn, neitaði. Ráðherrar E. A. M. stungu þá upp á því, að til þess að vega á móti konungssinna- sveitunum fengju þeir að hafa eina herdeild undir vopnum, en Scobie sagði þvert nei og lét bera fram í stjórninni tillögu um einhliða afvopnun E. L. A. S.-sveitanna. í mótmælaskyni sagði E. A. M. sig úr stjórninni og fyrirskipaði allsherjarverk- fall. Grískir verkamenn brugðust vel við. Loks tók aþenska lög- reglan eftir skipun Papandreús að skjóta á vopnlaust fólk í kröfugöngu. Fjöldi fólks féll fyrir kúlum þessara útlærðu morð- ingja Metaxasar og Hitlers. E. L. A. S.-menn, sem komu þarna á vettvang, snerust þegar gegn lögregluliðinu. Scobie sendi aþensku lögrgelunni liðstyrk, og liarmleikurinn hófst. Papandreú sá nú loks, að makk hans við Scobie hafði steypt stjórn lians út í öngþveiti, sem lítil von var að losna úr, og tjáði sig fúsan til að segja af sér, svo hægt væri að mynda nýja stjórn með þátttöku allra flokka. En þá gerði C'hurchill sig beran að fjandskap við grísku þjóðina með því að fyrirskipa, að brezki herinn skyldi styðja Papandreú í sessi, hvað sem það kostaði. Það var sýnilega ætlun hans að brjóta mótspyrnu frelsishreyf- ingarinnar á bak aftur og hafa vilja grísku þjóðarinnar að engu, en honum mistókst það hrapallega. Skæruliðarnir vörðust fræki- lega, og mcð hverjum degi sem leið varð brezka stjórnin óvin- sælli fyrir aðgerðir sínar. Hvöss gagnrýni á stjórnina kom fram í brezka þinginu og alþýða Bretlands lýsti yfir einlægri samúð með baráttu Grikkja. Mótmælum rigndi yfir stjórnina og þing- ið. Engan bilbug var að finna á skærliðunum, og þar sem and- úðin á íhlutun Breta í Grikklandi fór stöðugt vaxandi, leizt Churchill það ráðlegast að láta undan síga. Hann brá sér til Aþenu um jólin ásamt Eden, og árangur þeirrar ferðar var sá, að Papandreú sagði af sér og Damaskinos erkibiskup var skip- aður ríkisstjóri og falið að sjá um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Stjórn var fljótlega mynduð undir forsæti Plastiras hershöfð- ingja, og eftir allmargar tilraunir tókst samkomulag með Scobie og E. L. A. S. Afskiptum brezku stjórnarinnar í Grikklandi virðist eigi enn lokið, er þetta er ritað. Ekki er unnt að spá neinu um það, til hvers þau muni leiða, en eitt má segja með vissu: Frelsishreyf- ing Grikkja verður ekki upprætt með vopnum og hervaldi. Hún hefur einsett sér að frelsa hina ágætu, en marghrjáðu þjóð sína frá öllurn innlendum og erlendum kúgurum, og henni mun tak- ast það, þótt Winston Churchill berjist gegn lienni með sprengj- um og skothríð í Aþenu og níði í brezka þinginu. Framh. af 4. síðu. það, að nii hefði ég rétt til þess að biðja, en ekki að láta biðja mín. Ég lifði í nýjum heimi með fallegum blómum og syngj- andi fuglum, og svo var bara ég og hann. Ég átti herbergi uppi á lofti, og hvers vegna skyldi ég ekki bjóða honum þang- að? En það var einmitt það, sem ég gei’ði, og ég sé aldrei eftir því. Nú — svo geturðu getið þér lil um, hvað ung og fjörug stelpa gerir við strák innan luktra dyra! Það var hjalað og masað, og hið eina vitni alls þessa var hin hljóða, dimma vetr- arnótt. Ég hef ekki lifað aftur slíka sælunótt — og þó, því að ég hef lifað þessa nótt upp aftur og aftur — en svo er það líka annað, sem ég minnist alltaf með trega------ég bað hans, en örlagadísirnar hafa víst aldrei snúið þráð okkar saman, því að ég er ennþá ein, en ef til vill er það líka bezt, því að það er svo yndislegt að þrá og þreyja í huga sínum, því að þá er maður alltaf að þrá. En svo að ég lialdi áfram með söguna, þá sagðist hann ekki geta gifzt mér vegna námsins, en ég sagðist skyldi bíða. — En hamingjustundirnar líða alltaf skjótast, og svo kom hinn dapri skilnaður, og við urðum aftur einar og dreymandi”. Iiún þagnaði, og það komu tár fram í augu hennar, svo að ég greip tækifærið og spurði: „Hvað svo meira?“ „Ja, hvað meira! Nú, ég tók mig til og skrifaði honum fallegt ástarbréf, en svo loksins löngu seinna fékk ég bréf frá honum, sem hefur veitt mér óumræðilega hamingju og gleði. Þetta bréf hef ég kysst þúsund sinnum og lagt blessandi hendur yfir það — ég á það enn, því að bráðum er öllu mínu lokið“. Og við gengum inn í herbergið, þar sem kommóðan var, og hún sýndi mér bréfið, sem lá þar gamalt og slitið, og bað mig lesa. Ég settist á stól, tók bréfið, en það var eins og ég þekkti rithöndina — ég roðnaði, en fletti við og horfði um stund á undirskriftina--------en hún var-------Gunnar Finnbogason.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.