Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 17

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Blaðsíða 17
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 15 HEINRICH HEINE: Með hceversku hneigðum við okkur og honum búðum inn. VIÐ VORUM KRAKKAR, KÆRA Við vorum krctkkar, kcera, í kotinu, glöð og smá. I heyi inni í hcensnakofa við hreiðruðum okkur þá. Við göluðum hátt eins og hanar, svo hver, sem um veginn fór, gat haldið, er hvein í okkur, að hanar göluðu í kór. Á holtinu bce við hlóðum, og hagleg var bygging sú. og síðan með rausn og ráðdeild þar reistum við saman bú. Frá grannanum oft sem gestur kom gamalt kattarskinn. Við spurðum um hag hans og heilsu með hjartnœmum rómi og svip. Og oft slíka samúð síðan við sýnt höfum verri grip., Og stundum sem fullorðna fólkið við fjösuðum um það i gríð, hve rangsnúin veröldin vceri og verri en á okkar tíð, hve ástin og trúin vœri útdauð og engum sýnandi traust, hve rándýrt og rammt vœri kaffið og ríkið peningalaust----— En úti er bernskunnar yndi, og allt fer sömu brú, auður og heimur og aldir og ást og von og trú. Magnús Ásgeirsson, íslenzkaði. Prófessor reisir sér hurðarés um öxl Ætlar að sanna að Nordahl Grieg hafi verið búinn að snúa baki við fyrri hugsjónum sínum, kommúnismanum, þegar hann féll í stríðinu. En það sem rangt er verður ekki sannað, jafnvel þótt prófessor fjalli um málið. .... Gylfi Þ. Gíslason upplýsti í lokaræðu sinni, að Nordahl Grieg hefði fyrir löngu verið búinn að snúa baki við kommún- istum er hann féll í stríðinu. Kölluðu nokkrir kommúnistar þá fram í: „Hvaðan hefur þú það?“ En Gylfi svaraði um hæl. „Frá honum sjálfum. . . . Alþýðublaðið 16. marz 1948 í lýsingu á stúdentafundinum í Sjálfstæðishúsinu 14. s. m. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. Þar sem ég er útlendingur er erfitt fyrir mig að láta í ljós skoðun um ókunnan prófessor sem ég þekki ekki, og hef aldrei hitt og kæri mig ekki um að særa. En bæði ég og allir vinir Nor- dahls vitum tvímælalaust að hann var til æviloka bæði mikill föðurlandsvinur og eldheitur marxisti og kommúnisti. .. . Ég get ekki ímyndað mér annað en orð prófessorsins hljóti að stafa af misskilningi, eins og oft vill verða, þegar menn tala mismunandi ol Gerd Grieg í Þjóðviljanum 16. marz í svari til prófessors Gylfa út af ummælum lians um Nordahl Grieg á stúd- entafundinum. .... Ég hef aldrei heyrt Nordahl Grieg lýsa því yfir, að hann væri ekki kommúnisti. .. . Gylfi Þ. Gíslason prófessor í Alþýðublaðinu 20. marz _ í grein, sem heitir Nordahl Grieg og kommúnistar. Nordahl Grieg.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.