Sunnudagsblaðið - 21.02.1926, Blaðsíða 2
106
Sunnudagsblaðið.
Sigurður Sigurðsson
ráðunautur.
F. 4. okt. 1864. — D. 14. febr. 1926.
Með Sigurði Sigurðssyni ráðunaut er
fallinn i valinn einn af merkustu bún-
aðarfrömuðum þessa lands. Hann hafði
átt við heilsuleysi að striða í nokkra
mánuði og lá hann að kalla rúmfastur
frá því í haust er leið. Sigurður hlaut
mentun á Hólum i Hjaltadal. Lauk hann
prófi þar 1890. Fram til ársins 1897
vann hann siðan lengst af í þjónustu
Búnaðarfélags Suðuramtsins, en fór það
ár utan og stundaði búnaðarnám og
ferðaðist í Noregi, Danmörku og Sví-
þjóð. Árin 1903 og 1923 fór hann utan
til þess að kynna sér ýmislegt búnaðar-
málum viðvfkjandi. Um skeið var Sig-
urður þingmaður Árnesinga.
Það liggur mikið starf eftir Sigurð á
sviði búnaðarmáia. Hann var áhuga og
kappsrnaður og hafði einkar gott lag á
að vekja áhuga manna fyrir því, er til
framfara horfði í búnaði. Ferðaðist
Sigurður að kalla um alt land, leið-
beindi bændum og búaliðum og hvatti
þá til framtakssemi. Sigurður var kapps-
maður, en gætinn og ráðhollur að sama
skapi, enda var hann framúrskarandi
vinsæll maður um land alt. Sigurður
á og mikinn þátt í, að gott skipulag
komst á búnaðarfélagsskapi hér á landi,
og má sérstaklega nefna starf hans í
þarfir smjörbúanna og nautgriparæktar-
félaganna. Mikil fjöldi ritgerða um bún-
aðarmál liggur eftir Sigurð í Frey og
og Búnaðarritinu og ýmsum vikublöðum.
Minnig jafn góðs drengs og verka-
manns og Sigurður heitinn var mun
lengi lifa með þjóðinni.
Hann var kvæntur Björgu Guðmunds-
dóttnr, frá Haukadal i Dýrafirði, og lifir
hún mann sinn, ásamt tveim sonum,
Sigurði stud. theol. og Geir Haukdal,
verslunarmanni.
Kveldiö.
Ó, hve ljómar aftanroðinn
Alt er hljótt i skóg og lnnd
Sónufugl skógar sérhver hvilir
S g nm kyrra aftanstund.
Aftanroði, aftanfró,
Ó, sú fegurð bliða og ró.
Hermannshvíld.
(Pýtt)
Oft er hermannshvild í dimmum skóg
Honum nóg.
Harður klettur höfðalagiö er
Hvílunautur sverðið sem hann ber.
Oft er hermannshvíld í skóg
Honum nóg.
Kanarífug'linn.
Hu.g’leiÖin g.
Eg sit við gluggann og horfi hljóður
á laufin bærast í blænum. Fað er árla
dags. Borgin enn þá eigi vöknuð. Sumir
hvilast þreyttir af Iöngu dagsverki, aðrir
fyrir skömmu til hvíldar gengnir eftir
næturlangt glaumlff. Þögnin á ríki í
mannheimum og eg nýt hennar í full-
um mæli. Mig er farið að dreyma —
vökudrauma. Snögglega berst mér ómur
að eyrum og vekur mig af mókinu;
blíður sönghreimur handan yfir strætið.
Smáfugl syngur þar mót nýrisinni sól-
unni. Eg kannast undur vel við þessa
rödd. Það er kanarifuglinn hans ná-
granna mins. Sorg og söknuður hljómar
í söng hans, kvíði og þrá. Hann á vist
í húsi þar sem lágt er til lofts og skamt
til veggja. Tónarnir eru hálfkæfðir —
brostnir. Söngvarinn skyldi frjáls, eng-
inn nær dýpstum eða bæstum tónum
með helsi um háis.
Fuglinn syngur angurblíðum róm,
syngur af því að hann fær eigi þess
varist; knýjandi söngþrá fyllir brjóst
bans; hún var vöggugjöf litla fuglsins;
sorg hans og söknuður verða sér ein-
hvern farveg að finna, annars mundi
litla bjartað löngu brostið. — Eg skil
söngva þína, litli vin! Hjörtu okkar
beggja eiga sameiginlegt mál. Þú syngur
um eyjuna þína fögru og fjarlægu þar
sem rángjarn maðurinn hremdi þig
undan vörmum móðurvængnum, en
skaut hana á tjarnarbakkanum er hún
varði þig af fremsta megni. Pú manst
hvernig tjörnin, sem blikaði lygn í
kveldsólarskininu varð blóði lituð. Seint
máir tíminn slíkar myndir. —
Þú syngur um það augnablik er þú
fyrst opnaðir augun við dagsljósinu er
þessi heimur fyrsta sinni blasti við
sjónum. Þú undraðist umhverfið, vissir
eigi né veist hvaðan eða hvers vegna
þú ert hingað kominn. þú spurðir vind-
inn hvert för þinni væri heitið, en vind-
urinn þaut fram hjá án þess að svara.
Enn þá spyrðu, en ekkert svar.
Þú syngur um systkini þín, sem
fædd voru í sama hreiðrinu, en þú
veist eigi örlög þeirra. Þú spyrð mán-
ann. Hann glotti við þögull og þú ert
engu nær. Máski kjör systkina þinna
hafi orðið söm og þín. Mennirnir eru
enn svo kærleikssnauðir. Þú syngur um
heiðloftið bláa. Hve Ijúft var eigi að
láta berast með sumarvindunum hátt i
lofti og horfa þaðan niður á jörðina;
margar myndir birtust þá sjónum, sær-
inn breiður og blikandi, grænir akrar
og gnæfandi skógar, stóiborgir með há-
reista turna, og lág sveitaþorp. Langt
var til jarðarinnar og mennirnir voru
likastir örlitlum möðkum, sem skriðu i
duftinu. Þú syngur um dýrð þá er þú
sást að skýjabaki, sólarmegin.
Söngvar þinir eru ofnir öllum þessum
hljómum, en sem þungt undirspil ómar
harmur þinn yfir glötuðu frelsi og rán-
girni mannanna.
Slíkir eru söngvar þinir og eg skil þá
svo undur vel; þeir bergmála i brjósti
mínu. Eg er líka fangi með fjötur um
fót, jarðhundinn, »frosinn og má eii
losast«. Allir menn eru fangar, fjötraðir
ýmsum viðjum, en þyngstir eru hlekk-
irnir, sem þeir sjálfir hafa skapað sér,
Litli fugl! Eg skil söngva þfna, og eg
hefi séð sorgina og sársaukann skina
úr augum þinum. 1 dag skaltu verða
frjáls á ný. Eg skal kaupa þér frelsi svo
að þú getir lyft þér sem fyr ura heiðan
himin þar sem langt er til lofts og vitt
til veggja. Með því að leysa Qötra þína,
leysi eg máski einn þáttinn úr fjötrum
þeim, sem binda mina eigin sál.
Richard Beck.
Fyrir 40 árum.
Rvk. 10. febr. 1886.
Hin megnu vetrarharðindi, sem byrj-
uðu um nýár af alvöru, haldast enn í
algleymingi hvar sem til spyrst. Fannir
ákaflegar allsstaðar, einhverjar hinar
mestu i manna minnum norðanlands
að minsta kosti. Farið að skera aí
heyjum, t. d. á Rangarvöllum og
Mýrum vestur. Mannfólkið einnig i
bjargarþrotum ekki óvíða, en kaup-
staðir matarlansir flestir og aðflutn-
ingar ókleyfir í þessari veðráttu.
• (ísafold.)
Rvk. 24. febr. 1886.
Mesta harðindakvein er nú að heyra
úr öllum áttum hér sunnanlands að‘
minsta kosti: bjargarþrot og heyþrot
almenn, engin hjálpræðisvon önnur en
bráður bati og stöðugur, sem nú virð-
ist líka vera byrjaður . . . Húnaflói
var fullur af hafís, er siðast fréttist
Póstarnir, er lögðu af stað héðan 6.
þ. .m., Voru á níunda degi (sunnud.
14. þ. m.) ekki komnir lengra en að
Hesti í Borgarfirði; svo voru illviðrin
megn um það leyti.
— — í aftanbylnum 7. f. m. fauk
Kálfafellsstaðarkirkja, nýsmiðuð timb-
urkirkja. Þá urðu og miklir fjárskaðar
þar i austursveitum Skaftafellssýslu og
margt annað tjón vann bylur þessi.
(ísafold)
Hættuferð.
Tveir vermenn að norðan, bræður-
nir Andrjes Porleifsson á Eiðsstöðum
og Guðmundur Porleifsson í Tungu-
nesi í Svínavatnshreppi fóru núna á
þorranum suður yfir Auðkúluheiði og
StórasaDd. Um þennan tima árs er
það mesta hættuferð, enda varð þeim
hált á þvi, því að þeir lágu úti i 15
dægur . . . er næsta merkilegt, að
þeir skyldu komast lifs af og lítt
skemdir til mannabygða.
(Pjóðólfur)