Dvöl - 01.12.1935, Qupperneq 3

Dvöl - 01.12.1935, Qupperneq 3
I. desember 1935 D V G L 3 V a n d a m á 1 Eftir Gertrud Silja Fritz kom þrammandi 1 vaðstíg- vélum neðan stiginn. Úti var bezta veður. Hann var í brúnni skyrtu. Enginn einkennisbúning- ur, fjarri því. Að vísu, ef einhver tæki það svo — segjum lögreglu- þjónn — þá var Fritz það sízt á móti skapi. í anddyrinu snaraði hann af sér töskunni og fleygði skólahúfunni upp á hylluna. — Svarta hárið, sem hann hirti af kostgæfni, lá hlýðið, slétt og gljá- andi yfir hvirfilinn og liðaðist ör- lítið við gagnaugun. Hann hafði hlýlegt, suðrænt yfirbragð og áimmblá augu. Einkar snMur pilt- ur. Hefði hann sjálíur mátt kjósa sér útlit, mundi hárið hafa verið bjartara, yfirbragðið og augun ljósari og hæðin nokkrum þuml- ungum meiri. Hann heyrði raddir foreldranna inni í herbergi pabba — hann var þá kominn heim til morgunverð- ar. Fritz gekk upp í herbergið sitt. Herbergið hans var snyrtilegt, en 'skrautlaust íþróttamannsher- bergi. Það bar vott um skilnings- góða og menntaða foreldra. Fritz opnaði bók — námsgrein næsta tíma — og leit í snatri yf- ir það, sem hann átti að læra. Svo þvoði hann sér um hendurnar og greiddi hárið. Þetta gerði hann reyndar ekki alltaf fyrir máitíð- ir, en í dag var hátíð í vændum. Með sjálfum sér vildi hann ekki viðurkenna, að hann væri fullur eftirvæntingar. Svona dagar voru annars óþægilegir í aðra röndina. I'abbi varð hátíðlegur, mamma hrærð og hann varð að vera þakk- látur, hvort sem hann fékk nú það, sem hann kærði sig um eða annað. í morgun vakti Emma hann með kaffi og afbragðs kök- um. Það var nú gott og blessað, en hann varð að gleypa það í mesta ílýti, svo að hann yrði eltki of seinn í skólann. Pabbi og mamma drógu að óska honum til hamingju, þangað til við morgun- verðarborðið. Þau vildu hvorki vekja hann of snemma né tefja hann frá skólanum. Það var drepið á dyrnar, morg- unverðurinn var tilbúinn. Stundu síðar þrammaði Fritz niður útidyraþrepin á ný. Það versta var búið, það bezta eftir: kajakinn. Svo dýra og fallega af- mælisgjöf hafði hann aldrei áður fengið — hann hafði ekki einu sinni vogað að láta sig dreyma um það. Og svo mátti hann velja bátinn sjálfur. — Nú ert þú fimmtán ára, sagði pabbi, eins og til að afsaka þetta óhóf sitt. Mamma gaf hon- um nokkrar ágætar ferðaskyrtur — því miður ekki brúnar. Bæði

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.