Dvöl - 01.12.1935, Page 4
4
D V
l. desember 1935
pabbi og mamma voru hátíðleg,
næstum því hrærð, sjálfur varð
hann að taka á til þess að verj-
ast skeifu. Hvaða barnaskapur,
var hann ekki orðinn fimmtán
ára?
Nú var lífið alveg dásamlegt. í
næsta tíma var saga Svíþjóðar —
Karl 12. — sem hann kunni eins
og faðirvorið. Honum var ekki
fullkomlega ljóst, hvort hann dáð-
ist að Karli 12. af því að hann
líktist Hit.ler, eða að Ilitler af því
að hann líktist Karli 12. Ekki að
útliti, heldur að hugrekki og
hreysti. Þó var Karl 12. þyngri á
metunum. Hann var sænskur.
Fritz titraði af stolti og hrifningu
við hugsunina um, að hann lagði
sama land undir fót og Karl 12.
Gustav Vasa! Engelbrekt! Meðan
hann skálmaði eftir götunum,
fannst honum hann vera sænskur
inn að hjartarótum. Hvenær sem
væri skyldi hann binda á sig skíð-
m og þjóta um landið, safna
bændunum um sig, hrífa þá með
brennandi mælsku og leiða þá
v móti óvinunum til að sigra eða
falla. Aðeins að hann mætti rétta
upp handlegginn, þó að ekki væri
nema einu sinni, og hrópa húrra
fyrir----------
í frímínútunum tók Jósefsson til
máls. Hann var bekkjarbróðir
Fritz.
— Hamingjan góða! Að nokkur
skuli þurfa að sitja og hlusta á
þetta þvaður.
Ö L
— Hvað áttu við, spurði Fritz.
— Konungahetjur! Rödd Jós-
eíssonar var þrungin háði og fyr-
irlitningu. — Heimskingjar, vit-
firringar, sem ætti að---------
— Um hverja talarðu?
— Um konungahetjurnar, heyr-
irðu það ekki?
— Gyðingur!
— Nazisti!
Klakk! Klakk! Bardaginn var
þegar í algleymingi. Honum sleit
fyrst við hringinguna.
Fritz var ánægður með sjálfan
sig, þegar hann hélt heim úr
skólanum. Hann hafði komið Gyð-
ingabjálfanum undir og látið hné
fylgja kviði og lúskrað honum
rækilega. Þetta eru þróttlausir
aumingjar .......
Fritz hafði ekki geðjast illa að
Jósefsson fyr en Hitler opnaði
augu hans fyrir því hver hann
eiginlega var. Áður höfðu þeir
haldið saman í blíðu og stríðu,
bæði í skólanum og sumarleyfun-
um. Fyrir ári síðan hefði Fritz
ekki aðeins sagt honum frá bátn-
um sínum fyrstum manna, heldur
og tekið hann með í fyrstu róðr-
arferðina. Sólin skein, strákarnir
léku sér að flugdrekum í sunnan-
golunni, ísinn hlaut að leysa af
vatninu innan skamms. Hann varð
að fá Berg með í reynsluferðina.
Bergur — hann var öruggur —
gat sannað ágæti ættarinnar tíu,
tólf liði aftur í tímann. Alveg
eins og Fritz. Faðir hans var
sannur Stokkhólmsbúi aí 'göml-