Dvöl - 01.12.1935, Qupperneq 5

Dvöl - 01.12.1935, Qupperneq 5
t desember 1935 D V Ö L 5 um og góðum bændaættum. Fritz hafði sjálfur séð ættartöluna, margir liðir, gömul og þjóðleg nöfn á ömmunum: Beta, Annika o. s. frv. Hitler rak Gyðinga úr landi. Það væri nautn að reka Jós- efsson burt. Svíþjóð fyrir Svía! Sænsk Svíþjóð! Á laugardaginn var frí. Þá mátti hann bjóða heim nokkrum félögum sínum. Þeir skyldu athuga bátinn rækilega. — Jósefsson þyrfti ekki að ómaka sig þangað. Hann tók útidyraþrepin heima í fáum stökkum. 1 dag yrðu há- tíðaréttir á borðum. Pabbi og mamma voru söm í einu og öllu. Þó að undarlegt mætti virðast, voru pabbi og mamma eins há- tíðleg við miðdegisverðinn og í morgun. Svei mér ef þetta var ekki líkara jarðarför en afmælis- hátíð! — Gaztu ekki farið í snotrari skyrtu á afmælisdaginn þinn ? spurði mamma. — Ætli þessi dugi ekld? Ekki gengur Hitler í fínni skyrtu. Ætti ég kannske að setja hvítt um hálsinn ? — O-nei, það er víst nógur tím- inn þegar þú færð smoking, sagði móðirin. Það létti yfir fjölskyldunni, en aðeins eitt andartak. Hátíðarétt- imir voru þó á borðinu. Fritz tók hraustlega til matar síns og lét föður og móður eiga sig með hugsanir sínar. Svo kom eftirmaturinn — og vín! Fritz var alvarlega móðgað- ur. Honum varð gramt í geði þeg- ar pabbi og mamma skáluðu við hann hátíðlega og alvarlega — já, mamma var næstum farin að þerra augun. Fritz hefði næstum viljað gefa allan afmælisdaginn — já, jafnvel bátinn með, til þess að vera laus við allt þetta um- stang. Loks var miðdegisverðinum lokið. Kaffi drukku þau inni í dag- stofunni, eins og venja var. Að því loknu reis Fritz á fætur og ætlaði inn til sín. — Viltu ekki vera hjá okkur of- urlitla stund — á afmælisdaginn þinn? spurði mamma. — Ég þarf að lesa undir morg- undaginn. — Við þurfum að tala við þig um dálítið, sagði faðirinn. Fritz hugleiddi í skyndi fram- ferði sitt síðustu dagana. Hann mundi ekki eftir neinu athuga- verðu, nema áflogunum við Jós- efsson í dag. Það gátu þau tæpast hafa heyrt enn. Auk þess var það frekar heiður en hitt, að hann treysti sér til að verja það fyrir sjálfum skólameistaranum. En Jósefssorí var tæplega sá ódreng- ur, að hlaupa með slíkt til ann- arra. Hanrí seig með hægð niður í stólinn aftur. m Það varð þögn. Faðirinn gekk fram og aftur um gólfið, hann var hár og myndarlegur og Fritz öf- undaði hann í laumi af ljósa hár-

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.