Dvöl - 01.12.1935, Qupperneq 8

Dvöl - 01.12.1935, Qupperneq 8
8 D V Ö L 1. desember 1935 Þá skaut nýrri hugsun upp í huga hans, hversvegna ? Hversvegna mátti hann ekki koma til Þýzkalands? Hvað hafði hann brotið af sér gegn Hitler? Var hann ekki jafn eldheitur föður- landsvinur og Hitler? Föðurland? Karl 12? Gustav Vasa? Það var satt. Hann átti ekkert föðurland, enga konunga. Pabbi, mamma, Bergur og allir strákamir áttu föðurland — allir nema hann. Tárin brutust fram milli augna- hvarmanna, dymar voru læstar, þau máttu renna. Þau flóðu í heit- um straumum niður kinnamar og vættu koddann hans. Svo kreppti hann hnefana. Hann fyrirleit Hitler, fyrirleit Gustav Vasa, Karl 12. og allan hópinn. Kann fyrirleit alla menn, bæði lif- andi og dauða. Þegar hann opnaði augun, sá hann mynd föðursins yfir rúminu. Hann var næstum farinn að hata hann líka, en það var of mikið. Ef faðir hans — þessi lifandi fað- ir, ekki sá dauði — hefði verið „aríi“? óafvitandi sá hann orðið innan tilvitnunarmerkja í huga sér. Sem „aríi“ hefði hann rekið Fritz burt úr húsi sínu. Nei, þó að Fritz hefði Gyðinganef, stórt eins og fílsrana, þá ræki faðirinn hann hvorki úr húsi né landi. Fritz, sem venjulega ásakaði föð- ur sinn fyrir skoðanaleysi. — Hvað ertu eiginlega, pabbi? var hann vanur að spyrja — nazisti — kommúnisti? Ekkert — svar- aði faðirinn ætíð og brosti — að- eins mannvinur. Fritz var þreyttur og syfjaður. Hann teygði sig eftir bók og byrj- aði að lesa undir næsta dag, vilja- laust. Hann las eina síðuna af ann- ari eins og dáleiddur, unz náms- greinunum var lokið. Þá leit hann á klukkuna. Það var mál að drekka te. Þá mundi hann eftir því að þetta var afmælisdagurinn hans, mundi eftir bátnum. 'Hugsunin um gjöfina gladdi hann ofurlítið, þó að hann vildi tæplega við það kannast. Hvem átti hann að fá með sér í reynsluförina ? Berg? — Líklega. Eða kannske Jósefs- son. Það var reyndar sama hvem hann bað. Líklega yrði það þó Jós- , efsson. Hann reis á fætur, þvoði sér og greiddi og fór úr brúnu skyrt- unni í eina af nýju skyrtunum frá mömmu. Svo gekk hann niður að drekka teið, með þeirri óljósu meðvitund, að pabbi og mamma teldu hann sér skuldbundinn. — Foreldrarair drógu andann léttara er þau sáu andlit hans dálítið þreytt, en rólegt; hann var líka kominn í aðra skyrtu. — Veslings litli drengurinn okkar — hugsuðu þau með sjálfum sér. Fritz var aðeins fimmtán ára. Vandamálið var enn ekki fullkom- lega leyst. Þessa stundina var hann hvorki Gyðingur né Svíi, nazisti eða kommúnisti — hann

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.