Dvöl - 01.12.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.12.1935, Blaðsíða 12
12 D V Ö L. I- desember 1935 þó Pétur mikli út allmikinn leið- angur til Norður-Síbiríu, til þess að rannsaka hvort Ásía og Ame- ríka væru samliggjandi eða að- skildar. Foringi þessarar farar var danskur maður, Vitus Jonas- sen Bering, f. í Horsens 1681. Leiðangurinn fór af stað 1725 og hélt landveg austur eftir Sí- biríu til Kamtsjaka. Þar timbruðu þeir félagar saman skipi og ýttu á flot í júlí 1728. Sennilega hefir farkosturinn ekki verið góður, en á honum sigldi þó Bering norður sund það er skilur Alaska frá Si- biríu og síðan hefir borið nafn hans, Beringssund. Ekki freistaði Bering þó að fara sjóleiðis heim, heldur réði skipinu til hlunns og fór landveg heim. Síðar fór Ber- ing í annan leiðangur til N.-Síbir- íu. Einn af förunautum hans stýrði fyrstur skipi fyrir nyrsta höfða Síbiríu. Hann hét Tsjelju- skin og ber höfðinn nafn hans síðan og sama nafn hlaut skip það, er hér verður nánar frá sagt. Á síðari hluta 19. aldar færð- ust norðurfarir mjög í vöxt. Nú var það ekki bein hagsmunavon, sem knúði menn, heldur ýmist vísindalegur áhugi eða æfintýra- þrá — stundum hvorttveggja. Á árunum 1878—79 tókst Sví- anum Nordenskjold að sigla skipi sínu Vega norðausturleiðina allt til Kyrrahafsins, en vetrarsetu varð hann að hafa í N.-Síbiríu, svo tvö sumur og einn vetur fóra í ferðina. Fram til ársins 1920 höfðu að- eins þrjár ferðir heppnast um NA-leiðina og aðeins 6 skip höfðu til þess tíma farið fyrir norður- odda Sibiríu, Tsjeljuskinhöfðann. Öll höfðu þau neyðst til að hafa eina eða tvær vetrarsetur á leið- inni. Með því móti gátu lítil hag- nýt not orðið að þessari siglinga- leið. Um það leyti sem friðarsamn- ingar fóru fram í París, eftir heimsstyrjöldina, lýsti rússneska Sovétstjórnin því yfir, að hún slægi eign sinni á íshafið og ís- hafslöndin norður af Rússlandi og Síbiríu allt til norðurheim- skautsins. En þetta er geisimikið flæmi, eða nærri helmingurinn af öllu nyrðra heimsskautasvæðinu að flatarmáli. Nú var þetta landnám Rússa vitanlega ekki viðurkennt af öðr- um ríkjum á þeim árum frekar en ráðstjórnin sjálf; en bæði til þess að helga sér yfirráðin og svo til þess að leitast við að hag- nýta sér hin miklu náttúrugæði, sem víða eru fyrir hendi í Síbiríu, hófu Rússar nú s k i p u 1 a g s- bundnar vísindarann- s ó k n i r í Ishafinu og íshafs- löndum þeim, er þeir höfðu sleg- ið eign sinni á. Þeir sigldu einnig verzlunarskipum eins langt aust- ur með Síbiríu og hægt var til stóránna Ob og Jenissæ. Þaðan höfðu þeir grávöru og timbur er þeir seldu til annara Evrópu- landa.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.