Dvöl - 01.12.1935, Page 13
1. desember 1935
D V
Með þessum rannsóknum hefst
í raun og veru nýtt tímabil í
sögu íshafsrannsókna. í stað vís-
inda- eða æfintýramanna í Vest-
urevrópu, sem brjótast í því að
efna til norðurferða og eiga allt
undir högg að sækja um fjár-
framlög og útbúnað, fá vísinda-
nienn Sovétstjórnarinnar það
hlutverk, að rannsaka íshafið og
íshafslöndin vísindalega og leggja
á ráðin um hagnýting þeirra til
gagns fyrir ríkisheildina. Og til
þessara framkvæmda er Sovét-
stjórnin ekki sink á fé. Hver ís-
brjóturinn er smíðaður á fætur
öðrum, en það eru skip svo sterk-
byggð, að þau kljúfa þykka ís-
hellu með stefni sínu og véla-
crku líkt og frauður væri. Og sé
ísinn svo þykkur, að skipinu sé
ofætlun að mylja hann, eru sterk
sprengiefni látin sundra honum.
1 kjölfar ísbrjótanna geta svo
önnur venjuleg skip komizt leiðar
sinnar. Sumir af ísbrjótum Rúss-
lands eru þekktir að nafni til um
allan heim, t. d. Krassín, sem
bjargaði Nobileleiðangrinum ít-
alska úr íshafinu 1928. Auk
Krassín tóku ísbrjótarnir Malygin
og Sedow þátt í björguninni.
í annan stað eru flugvélar not-
aðar við rannsóknirnar, bæði á
sjó og landi. Hver ísbrjótur hefir
sína flugvél innanborðs. Þegar ís-
inn verður örðugur viðfangs er
fJugvélin send af stað til þess að
finna líklegustu leiðina úr ógöng-
unum.
ó L 13
Þá hafa verið reistar loft-
skeytastöðvar á flestum annesj-
um Síbiríu og á íshafseyjunum
þar norður af eins og Nova
Semlja, Franz Joseps landi, Wran-
geleyju og víðar.
Eitt verkefni ísbrjótanna er að
heimsækja þessar stöðvar árlega,
í'æra þeim nauðsynjar og skifta
á starfsmönnum. Árið 1931 fór
líka ísbrjóturinn Malygin með
erlenda ferðamenn til Franz Jós-
eps lands. Komst hann leiðar
smnar á fáum dögum. Áður hafa
stundum farið tvö ár í það að
komast til þessa lands.
Árið 1932 var stofnað til al-
þjóðlegra vísindarannsókna í ís-
hafinu og íshafslöndum. Þættir í
þeim rannsóknum voru m. a. veð-
urstöðin á Snæfellsjökli og rann-
sóknarflug Hollendinga hér í
Keykjavík.
Rússar tóku svo myndarlegan
þátt í þessum rannsóknum, að af
58 veðurskeytastöðvum sem voru
starfandi í íshafslöndum þetta ár
voru 31 rússneskar.
Á því ári var svo ákveðið að
gera tilraun til þess að sigla NA-
leiðina á einu sumri, án vetrar-
setu.
Til ferðarinnar valdist ísbrjót-
urinn Sibirjakow undir forustu
próf. Otto Juliowitsch Smidt, er
áður hafði getið sér góðan orðstír
í íshafsferðum.
Smidt er rúmlega fertugur að
aldri, fæddur 1891. Hann varð há-
skólakennari í stærðfræði 1916,