Dvöl - 22.12.1935, Page 1

Dvöl - 22.12.1935, Page 1
Jólaháh'ðin fep í hönd 28. hefti l' Hún er oft kölluð hátfð frlðarins, og þó hika ekki hinlr svokölluðu kristnu menn við að drepa meðbræður sína með öllum þeim morðtækjum, sem mlsnotkun vlslndanna hefir fært þeim i hendur, - einmltt sjálfa jóladagana. — Jólin eru kölluð hátið barnanna og mörg börn njóta þá Ijóss og yls, en hversu mörg eru þau börn ekki, sem klæðlítil, köld og hálfsvöng verða að hýrast i lélegum og köldum hýbýlum sjálfa jóladagana eins og aðra. - Jólin eru kölluð hátið göfugra hugsana og verka En eru þau ekki stærsta hátíð hinna likamlegu lifs- nautna: Ofdrykkjunnar, ofátsins, prjálsins, tízkutildursins, - og þar sem aðal- umræðuefnið er helzt fánýtt og lélega valíð slúður um náungann. — Jólin eru kölluð’hátið 'góðgerða og hjálpsemf, og óneitanlega verða margir gjöfulli um jólin en aðra tíma ársins. En er ekki sagan um Meistarann, sem jólin eru helg- uð og sem fékk hvergi húsaskjól I mannahýbýlum fyrstu nóttina sem hann lifði, alltaf að endurtaka sig? Er beztu mönnum ekki ennþá visað til úthýsanna? Þar megi þelr i skársta lagi vera afskiftalausir. — Jólin eru kölluð að vera helguð Kristl, sem var sérstakur málsvari smælingjanna. En hvernig eru jólahugsanir og breytni okkar, sem taldir erum „betur megandi“, til þeirra, sem enga vinnu geta fengið? Munum við eftir mönnunum- úti á sjónum, sem annast flutningana um hin veglausu og úfnu höf, svo við sem i landi erum getum lifað „gleðileg jól“? Munum við fátæku hjónin og börnin þeirra i lágreista heiðabýlinu, sem verða að neita sér svo að segja um öll lifsþægindi? Og virðum við og munum konuna er leggur í ofninn okkar, og sem vakir við að þvo gólfin, hreinsa og fægja allt,[fyrir jólin, svo að hlýtt og þrifalegt sé umhverfis húsbændurna, og beztu vini þeirra? Hættir okkur ekki einmitt við að gleyma þessu fólki? - Jólin verða þá fyrst „sigurhátið sæl og bIíð“, þegar þau eru sönn hátíð þess að^daginn'fer að lengja. Ijósið að nukast, birtan og bróðurkærleikurinn i hug- um mannanna að vaxa. - Þegar hætt er að þvcrbrjóta jólaboðskapinn. ekki aðeins á jólunum, heldur einnig að þeim liðnum, og sálin er snortin af sem flestu er lyftlr huganum „duftsins fjötrum frá til frjálsra himinvega“, - þá er á- stæða til að segja af alhuga: Gleðileg |ól!

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.