Dvöl - 22.12.1935, Síða 12

Dvöl - 22.12.1935, Síða 12
12 D V Ö L 22. desember 1935 baki mér læt ég allt, sem ég elska, hér á jörð. Hvað er framundan? Hve mörg ár munu líða þangað til ég fæ að sjá það aftur?" Þessi orð Nansens eru auðskilin þeim, sem gera sér Ijóst, hversu mikil vogun Fram-ferðin var í raun og veru. Svo hélt Fram út Foldina, eða Oslofjörðinn sem nú er kallað. Úti fyrir Jaðri var talsverð kvika í sjó, eins og oft vill verða. Þá fengu skipverjar að reyna, að Fram var ekki gott sjóskip í venjulegum skilningi. Hann valt eins og þvottabali, tók á sig hvern sjóinn af öðrum, svo að allt laus- legt á þilfarinu skolaðist í eina bendu. En svo gekk ferðin slysalaust norður með Noregsströndum, enda er þar þægileg siglingaleið eftir sundum milli lands og eyja. Alls staðar var Fram heilsað með fögn- uði. Það fór um Nansen: Hugsa sér, ef ferðin misheppnaðist og allt þetta fólk yrði fyrir vonbrigð- um. í Vardöy var staðið við í tvo daga til þess að hreinsa botninn á Fram. „Við þurftum líka að hreinsa skrokkana á okkur, að hvítra manna sið áður en við byrjuðum villimannalífið“, skrifar Nansen. „Baðhúsið í Vardöy er lítið bjálka- hús. Sjálf baðstofan er lágreist með syllum á veggjunum, þar sem maður liggur og ætlar að soðna í brennheitri vatnsgufu, sem sífelt er haldið við með því að ausa vatni á glóandi steina inni í ægilegu eldholi, er myndi sóma sér vel í sjálfu víti. Svo koma ungar Lappapíkur og hýða mann með birkivöndum og þvo síðan og þurka vel og snyrtilega. Mér dati. í hug, hvort gamli faðir Múham- eð hefði ekki eitthvað svipaðan útbúnað hjá sér í Paradís“. Svo lét Fram í haf frá Vardöy 21. júlí 1893. Segir fátt af ferðum austur yfir Baretshaf að suður- odda Novja Semlja. Austán við þá eyju tekur við Karahafið, ill- ræmt fyrir ís og grynningar. Inn í Karahafið er siglt gegn um sund, sem heitir Jugorsundið. Þar er þorp eitt lítið, er Kjabarova nefnist, og sækja þangað rúss- neskir kaupmenn til að kaupa grávöru af Samojedum og borga hana aðallega með brennivíni. — Samojedar eru hreindýrahirðingj - ar, sem flakka um víðlendi NV- Síbiríu með tjöld sín og hjarðir. Þeir eru Mongólar. Þarna bættist Fram 34 nýir farþegar, sem voru Síbiríu hund- ar, sem höfðu verið keyptir fyrir Nansen og biðu komu skipsins. Þeir voru ætlaðir til sleðadráttar á ísnum og einkum til varúðar, ef skipið sykki, svo skipverjai' þyrftu að bjarga sér til lands á bátum og sleðum. Maður að nafni Trontheim —- þýzk-rússneskur — hafði útvegað hundana og flutt þá til Kjabar- ova. Mér þykir rétt að tilfæra

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.