Skutull


Skutull - 02.09.1932, Blaðsíða 1

Skutull - 02.09.1932, Blaðsíða 1
UTDLL Útgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. X. ár. ísafjöiður, 2. september 1932. 34. tbl. Landhelgisgæzla ÍMdsiiis. Tv0 uf þremnr v«rðskipiim rikislns bnndiní Reykjavík ogí það þriðja i snattferðum uiilli hnfiin. íhaldsmenn hafa löngum hamp- að því hátt, að þeif væru ein- lægir áhugamenn um öryggi is- lenzkrar '.andhelgisgæzlu. — Yms- jr trúðu þessu, en nii er reynslan altaf þetur og betur að færa mönnum heim sanninn um hiæsni og svik sjálfstæðisklíkunnar í landhelgismálunum. SjUfstæðisblöðin hóldu uppi látlausum árásum á framsóknar- stjörnina fyrir „snattferðir varð- skipanna". Það mátti ekki taka þau nokkra stund frá strandgæzl- unni sögðu þau. — Þór mátti ekki stunda veiðar ásamt gæzlu- starii sínu, þvi þá yrði land- helgin of slæ'.ega varin. — Jónas væri með þessu að fjandskapast við e]ómannastéttina íslenzku,sem ætti allt eitt undir góðri land- helgisgæzlu. Hann vseri beinlinis að hjílpa veiðiþjöfunum, eDdur- tóku íhaldsblöðin máuuð eftir mánuð og ár eftir ár. Þá var hvað eftir annað bent á, að verð síldarinnar gseti hríðfallið, ef er- lendum veiðiþjófum héldist það uppi að moka. i sig' sildinni og athafna sig innan landhelgÍDnar. Hór m»tti því engia sparnaðar- viðleitni eiga sér stað. Sdkt væri glópska — 1 a n d r á ð. — Og svo varð Magnús Guð- mundsson, annað helgasta krosötró ihaldsins, atvinnumálaráðherra. Þá hefði du raátt buaat við, að sleif- arlagið á laudhelgisgæzlunni fengi Bkjótan enda. — —.En það varð landhelgisgœzlan sjálf, setn fekk skjótan enda. Tvö af þremur varðskipum rík- ieins voru bundin ramlega við hafnargarðinn i Reykjavik, ogþar hafa þau (Þ5r og Ægi'r)'legið allan sildartimann. Það þriðju (Óðinn) fékk að Ieika lausum hala, en þó • ekki við landhelgÍ9gæziu nema með höppum og glöppum. Fyrst og fremst hefir Krossanes- ráðherrann þurft á honum að halda til „snattferða"4, eins og Jónas. Munuriun er bara sá, að nú eru það „sjálfstæðishetjur", togaraeigendur og útgerðarmenn eins og Sveinn Benediktsson, sem þarf að skjóta milli hafna, enáður voru það framaóknarbændur og framliðnir ihaldsmenn eins og kunnugt er. — Þannig er land- helgi^gæzla ihaldáins. — Þannig sýnir sá flokkur nú. umhyggju s;na fyrir hag islerjgkra sjómanna Og hver gat biiist við öðru ár þeirri átt. Ihaldsflokkurinn er fyrst og fremst flokkur tqgaraeigenda, sem hafa beinan hag af bætri aðstöðu landhelgisbrjótanna. — Fulltiúar þess flokks á þingi voru hvað eftir annað búnir að fylkja liði gegn lagafrumvarpi, sem átti að draga ár landhelgisbrotura, og Jón Auðunn, íhaldsþinghetja i Norður- ísafjarðarsýslu, hafði gerst leppur fyrir erlendan veiðiþjóf i sinu kjördæmi. — — Hvaða íslendingur raeð fullu viti gat tráað þessu puðurliði,eða vænst nokkurs góðs af þvi i framkværnd islenzkrar landhelgis- gæzlu ? "Við öllu þessu háttalagi íhalds- ins þegir „BJómannavinarinn" Steinn Eraílsson, og gerist meira að segja til þess að styðja árásina á ötulasta vörð landhelginnar, skipherrann á Ægi. Hún situr vel á smettum ihaldsforsprakkanna landráðagrima sjálfstæðishræsninn- ar, en götött gerist hún nú og gagnslitil, ef þjóðin er ekki sjón- laus og sofandi. Verklýðsmál. Snndnámskeið fyrir sjómenn verður haldið í Reykjanesinu i haust, þegar sild- veiðum er iokið. Hafa 43 sjómenn þegar ákveðið að taka þátt í þvi. Virðist þvi sýnilegt, að ekki verði hægt að taka við öllum þeim sjómönnum í þetta .sinn, sem vilja læra að synda. — Þetta er gleðilegur vottur þess, að sjómenn sóu orðnir sannfærðir um nauðsyn sundkunnáttu, og verður þvi eins og framast er hægt að opna þeim aðgang að sundnámi í hvert sinn þegar hlé verður á atvinnu þeirra. Markraiðið er: Allir islenzkir ejó- menn syndir. — I sambandi við námskeið eins og þetta, þyrfti að vera einhver hagnýc sjömanna- fræðsla, sem þó heimtaði ekki mikla vinnu af hendi þeirra, þvi dvölin i Nesinu verður jafnframt að vera sjómönnunum til hvildar og skemtunar. Eiríkur Einars9on bæjarfulltrúi hefir á hendi. allan undirjbáning undir námakeið þetta og gefur allar nánari upplýsingar um það. Yerklýðsféiðgin. i Álftafirði og Bolungavík hafa gert sameiginleg kaup á kolum fyrir fólagsfólk og fengið þessa nauðsynjavöru sina þannig með nokkru vagara verði en ella hefði orðið. — Þannig þurfa fé- lögin, þegar þau verðu þe9s um komin að taka að sér utvegun allra nauðaynja fyrir meðlimi sina og afla sér til þess sem bestra sam- banda. Að þvi þarf að keppa af alefii. Alþýðnsambandsþingið hefst þann 12. nóv. n. k. eins og auglýst hefir verið. Eru félögin á sambandssvæðinu hérmeð hvött til að senda fulltrúa, ef þeim er það á nokkurn hátt mögulegt, því þar verða rædd fjölmörg mál, sem verkalýð á sjó og landi varða miklu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.