Skutull

Árgangur

Skutull - 23.11.1940, Síða 4

Skutull - 23.11.1940, Síða 4
löO SKtJTULL vitaö, aö þessum málum var svona háttað, hygg ég, að honum heíði tæplega dottið í hug að ásaka mig fyrir hina ímynduðu deyfð í félagslífinu. Eq hvað sem því líður, þá er hitt víst, að nem- endurnir líta ekki á það sem hlutverk skólastjórans að halda félagslífínu uppi — um það gera þeir fyrst og fremst kröfu til sjálfra sín, enda eru þeir einskis ámælisverðir fyrir, hvernig þeir hafa snúizt við þeim kröfum og þeirri ábyrgð í reyndinni. Hannibal Valdimarsson. Nýtt lýðræði. Eins og mörgum er kunnugt, ganga aliir bátar hér í bæ á þorsk- veiðar, vegna hins háa veiðs, sem greitt er fyrir fisk til útflutnings. En þrátt fyrir hina miklu síldveiði i sumar heflr forstjóii þess frysti- húss, sem við höfum alltaf skipt við — sumir í áratugi — að likindum gleymt að aflla nægilegrar beitu, enda setti smokkurinn fyrir hann fótinn, þótt smávaxinn sé. En hvað er svo tekið til bragðs, þegar beitan þykir ekki nægileg? Jú, viti menn: Ekki vantar lýðræð- ið, frekar en vant er. Það er ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægst- ur, eins og siður er margra þeirra manna, sem nota aðeins fólkið til þess að koma sjálfum sér upp, en troða það svo.niður í skarnið. Héðan ganga margir trillubátar, og eru eigendur þeirra fátækir fjöiskyldumenn, sem eru að reyna að fleyta sér á þessum bátum, meðan hægt er og einhver dráttur fæst úr Djúpinu. Þessir t«átar þurfa að fá beitu og hafa fengið til þessa, en þegar sjáanlegt virð- ist, að beitan muni ekki nægja til vors, þá eru trillubátarnir útilok- aðir. Trillubátunum er reyndar boðinn píringur af smásild, sem að allra dómi og reynslu er ónýt beita, en hafsíldin, sem til er, fæst ekki, þó að guli sé í boði. Hana eiga stóru bátarnir alla, því þeir ala forstjóra og þess háttar fólk, sem þjóðfélagið má ekki án vera, en trillukarlarnir hafa enga svoleiðis menn á framfæri og geta þess vegna hætt — eða ef þeir vilja ekki hætta, beitt ónýtri smá- síld eða grjóti. Þeir þuifa enga hjálp. Þeir mega drepast. Peirra er éngin þöif. — Þetta eru hin óbeinu svör hjá íshúsinu, sem trillukarlarnir hér og árabátamenn hafa skipt við áium — og aumir áratugum saman. Þetta er nú lýðræðið og jöfnuðurinn, sem við megum búa við, þótt sumum kunni að finnast, að réttara væri að nefna þetta einhverju öðru og heldur Ijótara nafni. Líklega verðum við ekki menn til að launa fyrir okkur, jafnvel í litlu! Nokkrir trillubátakarlar. HÍjómleikar á ísafirði! Það er langt síðan ísfliðingar hafa átt kost á annari opinberri skemmtun en dansi og aftur dansi, Að vísu eru þeir til, sem aldrei veiða leiðir ó þeirri ágætu skemmt- un, en allra skemmtiþörf full» nægir dansinn þó ekki. Nú heflr mér borizt til eyrna, að þau Jóhanna Jóhannsdóttir söngkona og séra Marinó Krist- insson ætli að gefa ísfirðingum kost á söngskemmtun á föstudag- inn kemur. Er mér tjáð, að þau muni fyrst syngja „duet“ og síð- an „sóló* til skiptis — og svo aftur „duet“ að lokum. Á söngskránni veiða bæði íslenzk alþýðulög og ítalskar aríur, eftir því, sem ég hefl hlerað. Það hefir því miður oft farið svo, að söngskemmtanir hafa reynzt hér miður sóttar en dans- leikar. Ég vona þó, að í þetta skiptið fari á annan veg. Ég veit, að mörg hundruð bæjaibúa hafa þegar oft og mörgum sinnum notið ógleymanlegra stunda við að hlýða á söng séra Mirinós, þegar honum heflr tek’Zt bezt upp. Og frú Jóhanna hélt hér einusinni „konsert" fyrir mörgum árum síðan. A hún frá því kvöldi og af síðari viðkynningu fjölmennan hóp aðdáenda meðal söngvina hér í bænum. Ég er sannfærður um, að þeir, sem ekki fara á söngskemmtun- ina á föstudaginn, missa af óvenjulega góðri skemmtun. Og þess vegna tel ég það skyldu mína að minna á hana ákveðið og eindregið, meðan tími er til. — Ég get ekki ímyndað mór annað en að hvert sæti veiði skipað í Alþýðuhúsinu á föstudag- inn. í eyðimörk skemmtanalifs- ins sé ég þarna a. m. k. s ó 1 - skinsblett í heiði, og skora á bæjaibúa að setjast þar fjöl- mennir að heilbrigðri gleði í dimm- viðrisdrunga skammdegisins. Hannibal Valdimarsson. Áraskip heitir bók, sem Jóhann Bárðar- son, áður kaupmaður hór á ísa- flrði, heflr skrifað. Er Isafoldar- prentsmiðja útgefandi bókarinnar, og er bókin vel út gefln og í henni margar myndir. Bókin fjall- ar um útgerð og sjósókn í Bol- ungavík síðasta áratuginn, sem hinir gömlu atvinnuhættir hóidust að mestu óbreyttir. Um bók þessa, sem Jóhann hefir auðsýnilega haft mikið fyrir, verður ritað í næsta tbl. Skutuls. Ritstjóri Skutuls heflr hitt prýðilega greindan og menntaðan erlendan sjómann, sem kom til Rússlands árið 1925 og svo nokkru fyrir stríðið. — 1925 var gleðibragur á hinum tötrum Okkur vantar ýmislegt, en höfum þó flest, sem þér þarfnist. KAUPFÉLAGIÐ. íslenzkt smjör! Nei, vinur minn, en það eru fleiri en þú, sem halda, að þeir séu að borða islenzkt rjómabússmjör, þegar þeir borða Stj örnn- eda Sólar-smj örlíki. Og Sólarjurtafeitim er bezta bökun- arfeitin. — Það vita allar húsmæðurnar ai reynslunni. Ný bók, Aö iitam og sunnan, eftir prófessor Guðbrand Jónsson, er kotnin í bókaverzlanir. Bók þessi hefir þá tvo kosti góðra bóka, að vera bæði fróðleg og skemmtileg. klæddu verkamönnum og þeir fullir af ungum vonum. Einnig fengu þá hinir erlendu sjómenn að fara um allt, skoða iðjuver og verksmiðjur. Hið síðara skiptið. voru verkamennirnir betur búnir, en dauflr í dálk, flóttalegir og tortryggnir, alstaðar vopnuð lög- regla eða hermenn — og hinir erlendu sjómenn fengu hvergi að víkja út af almannafæri. Stalin hafði þá rikt í rúman áratug. Arngrímur og skólamálin. Arásir Amgríms vesturlandsrit- stjóra á skólana hér í bæ munu verða teknar til athugunar ekki aðeins hór í blaðinu, heldur einn- ig á öðrum vettvangi. En ekki mun nú Arngrími lengi hlíft við því hóðan af, að taka til athug- unar afrek hans og aðstöðu um uppeldi og fræðslu barna. Hann hittir þá engan fyrir nema sjálfan sig, ef hann upp hefur Ramakvein, eins og hans er vandi, þá er hann heflr fengið hýðingu. Hjónaband, Gefln voru saman í hjónaband á laugardaginn var ungfrú Þórunn Björnsdóttir og séra Marinó Kristinsson. Bió Alþýðuhússins sýnir: laugardag og sunnudag kl. 9 Síðasta aðvörun Mr. Moto. Mjög spennandi leynilög- reglumynd. Aðalhlutverkið: Mr. Moto, leikur Peter Lorre. Sunnudag kl. 5 Drottnarar hafsins. Siðasta sinn. Lækkað verð. Ath, Reykingar eru strang- lega bannaðar, meðan á sýningu stendur. Jarðarför konunnar minnar, Sigrfðar Borgarsdóttur, fer fram þriðjudaginn 26. þ. m. og hefst með bæn að heimili sonar mins Fjarðarstræti 21, kl. 1 e. h. Fyrir mina hönd, barna minna og barnabarna, Jóhann Jóhannsson ísafirði.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.