Skutull

Årgang

Skutull - 13.11.1943, Side 2

Skutull - 13.11.1943, Side 2
156 SKUTULL Hornstrendingabók I. Það væri mjög oí'sagt, ef ein- liver léti sér það um munn í'ara, að hróður Vestfjarða og Vest- firðinga hefði undanfarna ára- tugi flogið ofar skýjum. Er þó sízt hægt annað að segja en að talsvert hafi verið gumað af ýmsum öðrum héruðum og landshlutum og fótkinu þar. Hafa synir sumra byggðar- laga hrópað svo hátt um sína byggð, a.ð nærri lægi að telja þá haldna af minnimáttar- kennd í allríkulegum rnæli. Hvað skál til dæmis segja um það, þá er menn hafa látið þess getið, að mannkyn á Is- landi mundi vera þar bezt, sem þeir liefðu fyrst augum lit- ið tjós dagsins? Ég hefi nokk- uð f'arið um byggðir þessa lands — og mér hefir sjTnzt, að í ýmsum þeirrá, sem horið hal'a mikillátasta gasprara, hefðu menn af titlu að státa öðru en litt — eða ekki not- • uðum möguleikum, sem tand- ið hefir upp á að bjóða, og þyrftu Vestfirðingar ekki að ganga með höfuð niðri á bringu, þá er þeir mættu hin- um munnviðu og skýglápandi sonum slikra héraða. En svo liafa Vestl'irðingar verið laus- ir við oflæti, að þeir létu það jafnvel með öllu afskipta- laust, þó að hróðri væri um langt skeið ai' þeim stolið sem forgöngumönnum á sviði sjó- sóknar. Var send út um allar trissur litmynd af Reykjavík- inni, „fyrsta fiskiskipi“ Islend- inga.en þá er Reykjavíkin kom hingað til lands, höfðu Vest- firðingar átt tugi þilskipa, og menn eins og Ásgeir Ásgeirs- son eldri og Torfi Halldórsson haft fyrstu forgöngu um sigl- ingafræðslu á landi hér. Og Vestfirðingai’nir Sigurður Si- monarson frá Dynjandi, Guð- mundur Kristjánsson frá Borg og Markús Bjarnason, bróður- sonur Sigurðar, voru braut- ryðjendur í sjómennsku á þil- skipum og um sjómanna- fræðslu meðal Reykvikinga. Það mun og sannast mála, að óvíða muni föng hafa verið sótt af meira kappi í greipar Ægis en hér vestra, enda varð hér sjaldan eða aldrei mann- fellir, en nokkuð þrengdi það að Vestfirðingum, er Jón for- seti Baldvinsson sagði í visu nokkurri, er hann kvað í þing- veizlu, um menn úr öðrum landshluta: Vestur á land þeir fóru að föngum í feiknastórum hungurgöngum, Og fleira mundi nú l'ólk hér á landi, en færra af lslending- um erlendis, ef ekki hefðu nienn úr öðrum byggðarlögum verið fúsari lil að stökkva af landi burt en Vestfirðingar reyndust, en nokkuð mun mega þakka það sjósókn Vest- firðinga og skipakosti, að þeim uxu ekki svo mjög i augum harðindin á síðustu áratugum 19. aldar. Eru tit um það all- margar eftirtektarverðar sög- ur, hve lítt Vestfirðingar létu sér i'yrir brjósti brenna sæfar- ir á opnum skipum, jafnvel um úl'ið úthaf að vetrarlagi. Var mér sögð ein þeirra í sum- ar. Gildur bóndi og sjósóknari i Arnarfirði var á leið í liá- karlalegu og hafði kallað tii fararinnar menn af næstu bæj um. En honum og skip- verjum lians þóttu veðurhorf- ur ótryggar, hugðu vestanrok í vændum. Þá mælti íormaður: — Ég fer samt. Ég þarf hálf- partinn að liitta hann N. N. mág minn. Siðan var lagt frá landi. Þegar komið var á haf út og lagzt hafði verið fyrir stjóra, hvessti mjög af vestri, og lét þá formaður leysa og vinda, upp segl. Létti hann ckki för- inni fyrr en á sandinum neðan við bæ mágs sins. En sá bjó þá á Sæbóli á Ingj aldssandi í Onundarfirði! Um annan vestfirzkan ' út- vegsbónda er mér það mæta- vel kunnugt, að liann lagði frá landi i hákariaiegu frá Sel- látrum i Tálknafirði, lireppti afspyrnuveður, en lenti skipi sinu heilu og höldnu á Bol- ungavíkurmölum við Isafjarð- ardjúp, og voru menn allir ekki aðeins lieilir, heldur líka hressir, þegar lent var. Og vist er um það, að sum- um kjöt- og mjólkurframleið- endum utan Vestfjarða mundi þykja hæfa að fara nokkrum orðum um fórnir og afrek sinna sambyggja í þágu þjóð- arheildarinnar, ef þeir hefðu fórnað í baráttunni fyrir vel- ferð hennar svo sem einum tí- unda hluta þeirra hundraða af mannslífum, sem Vestfirðing- ar hafa fórnað aðeins á t. d. seinustu 50 árum,' og ég er jafnvel ekki fjarri þvi að hyggja, að mönnum mundi nokkuð vaxa í augum sú tala, „ sem út kæmi, ef saman væru lagðar slíkar mannfórnir Vest- firðinga frá t. d. uin 1890. En svo mun það einnig sannast mála, að Vestfirðingar séu ekki heldur um framtak og menn- ingu á öðrum sviðum en sjáv- arútvegs og sjósóknar mjög miklir eftirbátar ýmsra þeirra utan Vestfjarða, er glymja tíð- ast og glamra hæst. Á sviði bókmennta- og bók- menningar hafa Vestfirðingar norðan Skorar lílt látið til sín taka. En bókhneigð Vestfirð- inga er sízt minni en annara landsmanna. Mér er jiað vel kunnugt, að bókasala er a 11- mikil víða hér vestra — og það þekki ég, að Isfirðingar lesa svo mikið, að furðulegt má heita. Þá þykist ég mega full- yrða, að Vestfirðingum láti vel að segja sögur og að þeir hafi mjög glöggt auga fyrir ýmsu því, sem sérstætt er eða þess vert, að eftir þvi sé tekið. Hins vegar hygg ég, að visna- gerð hafi ekki verið hér eins almenn og í ýmsuni öðrum héruðum landsins, t. d. Þing- eyjarsýslu og Skagafirði, hvort sem þetta er fyrir þær sakir eða ekki, að menn hér i Fjörð- unum hafi verið siður hag- mæltir en fólk í ýmsum öðrum héruðum á landi hér. Kann ýmislegt því að valda, oft meira að segja tilviljun, að menn taka upp einhverja í- þrótt i þessu eða hinu liéraði eða landshluta og leggja við liana sérstaka rsékt. Og víst er um það, að galdraorðið, sem Vestfirðingar fengu á sig hér áður á öldum og hin magnaða þjóðtrú hér vestra, bendir greinilega i þá átt, að fólk á Vestfjörðum skorti hvorki i- myndunarafl né löngun til að skyggnast undir yfirborð til- verunnar, svo að þess mætti vænta, að Vestfirðingar norðan Slcorar hefðu ekki siður liæí'i- leika til sköpunar skáldverka en Islendingar yfirleitt. Og nú bendir ýmislegt á það, að Vest- firðingar muni fara að láta lil sín taka á sviði bókmennt- anna og eimfremur rj úfa þögn þá, sem ríkt hefir um lands- hluta þeirra og lífsháttu. Nú í ár hafa komið út tvær bækur, sem fjalla um viss svæði Vestl'jarða og háttu fólksins þar og menningu. Barðstrendingabók kom út í vor, og vil ég lara hér um hana nokkrum orðurn. Bókina hafa skrifað margir menn, og er hún allmerk og víða mjög skemmtileg lýsing á Barða- strandarsýslu og ýmsu í lifi og menningu Barðstrendinga. — Stærstan þátt og veigamestan á í bókinni Pétur Jónsson frá Stökkum á Rauðasandi, gam- all maður, auðsjáanlega fróð- ur, athugull og óvenjuvel rit- fær. En sá, sem á heiðurinn af því, framar öllum öðrum, að þarna var á vaðið riðið, er Kristján Jónsson frá Garð- stöðum. Veit ég vel, að Krist- ján vann án allra launa mikið verk að söfnun ritgerða í Barð- strendingabók, og að öllum starfsmönnum Hagstofu ls- lands ólöstuðum, hygg ég, að þeir sýni ekki mun meiri at- orku í söl'nun þeirra gagna, sem þeim er borgað fyrir að vinna úr, heldur en komið hefir fram hjá Kristjáni í starfi hans að Barðstrendinga- bók við söfnun efnis og við samninga.um útgáfu og frá- gang allan. 1 Helgafelli hefir Tórnas Guðmundsson skáld kastað köpuryrðum að Kristjáni úl af Barðstrendingabók, en raun- verulegt tilefni þessa einka- lramtaks hins ágæta 1 j óð- skálds er þó allt annað, og höfðu Kristjáni áður verið S K U T U L L kemur út 40--50 sinnura á ári. Árgangurinn kostar 10 kr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Hannibal Valdimarsson. Afgreiðslumaður blaðsins er Jónas Tómasson. gerð full skil í sambandi við það. Mörgum munu þykja orð Tómasar , í garð -Kristjáns smellin — og vist er það sann- ast mála, að Tómas skáld hef- ir náð i þvi mikilli leikni að kasta þannig steinvölum, að þær komi þar niður, sem liann ætlast til. Ei’ slikt talsverð í- þrótt, en ekki er henni alltaf æskilega beitt —- og ekki er ávallt ástæða, til hreykni eða yfirlætis, þó að menn sýni sig flestum hæfnari, þá er þeir kasta smásteinum. Hefi ég oft séð lítt þroskaða stráka vera furðulega leikna í því að hitta einangrunarkúlur á símastaur- um og litlar rúður efst uppi á göflum hárra húsa. En hvað sem þessu líður, þá þori ég að fullyrða, að Barðstrendinga- bók mundi ekki hafa til orðið í bróðj ef Kristjáns hefði ekki notið þar við, og mun hann eiga álíka þátt í útgáfu hennar og Magnús skáld Ásgeirsson í útgáfu Helgafells. Óska ég svo gömlum og nýjum vini mín- um, Tómasi skáldi Guðmunds- syni, allra heilla — og þakka lionum ástsamlega fyrir flest jiað, er eftir hann liggur i bundnu máli og óbundnu. Og nú skal vikið að Horn- strendingabók, sem mér þykir mikils um vert fyrir margra hluta sakir. , Guðm. Gísluson Hagalín. Úr heimahögum. Bílvog. Byrjað er nú á að setja niður bílvog, sem Hafnarsjóður hefir keypt. Er hún þannig, að vega má á henni bifreið með hlassi um leið og ekið er yfir vogina. Er mikið hagræði að slíkri vog einkum við upp- og útskipun á fiski, kolum, salti eða slíkum vörum. Nýlt skijj. Hér lá við bryggju fyrir nokkrum dögum nýr vélbátur ca. 80 tonn að stærð. Skipið var hið myndar- legasta og nokkuð sérkennilegt. — Þetta var V/b. Hilmir eign Páls Jónssonar skipstjóra á Þingeyri og fleiri. Þetta er traust og vandað eikarskip, og verður eitt myndar- legasta skipið í vestfirzka veiði- flotanum. — Skipstjóri á llilmi verður Páll Jónsson. Gufubaósáhöld. Rauðakrossdeild Isafjarðar hefir nýlega tilkynht bæjarstjórn, að hún hafi útvegað og vilji aflienda sem g,iöf gufubaðsáhöld, sein hún ætl- ist til að verði notuð í sambandi við íþróttahús bæjarins, þegar það verði reist. Mun verða reynt að finna not- liæft húsnæði fyrir tæki þessi til bráðabirgða, svo að þau geli sem fyrst komið bæjarbúum að gagni. Dry kkju skáp ur. Þrátt fyrir hina gífurlegu verð- hækkun á áfengi, er lítið mót á

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.