Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 1

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 1
XXIII. ár. ísafirði, 12. maí 1945. 22.-23. tbl. Þeir, sem ekki fá blaðið með fullum skilum, eru vinsamlega beðnir að gera afgreiðslunni aðvart, svo að hægt sé að kippa því í lag. Prentstofan Isrún h. f. FRIÐUR í EVRÓPU var tilkynntur samtímis í Lon- don,Moskva og Washington kl. 1 eftir hád. þriðjudaginn 8. maí. Laugardaginn 5. maí lýstu Þjóðverjar yfir uppgjöf í Danmörku, Hollandi og Norður-Þýzkalandi. Þann 7. maí var fyrirskipuð uppgjöf í Noregi og þá um nóttina voru samningar urn algera uppgjöf Þjóðverja undirrit- aðir af Jodl hershöfðingja og Friedeburg flotaforingja f. h. Þjóðverja, en herráðsforingja Eisenhowers ásamt rússneskum og frönskum foringja fyrir hönd banda- manna. kristna heiins til þakkargjörðar fyr- Sendinefnd stolið. Það var seint i inarz i vetur, að fimmtán pólskir stjórnmálamenn héldu af stað frá London til fund- ar við rússnesku hernaðaryfirvöld- in í Póllandi, að ákveðinni beiðni hinna síðarnefndu. Var hinum pólsku samninga- mönnum, upp á rússneskt æruorð, heitið fullum griðum í þessari för. Ekki er Skutli kunnugt um nöfn þeirra manna, er sendinefnd þessa skipuðu, að öðru leyti en þvi, að í henni voru varaforsætisráðherra pólsku útlagastjórnarinnar í Lond- on og yfirmaður pólska leynihers- ins heima i Póllandi. Um miðjan apríl tilkynnti pólska stjórnin í London, að samninga- nefndin væri horfin, og hefði ekk- ert til hennar spurzt, frá því hún lagði af stað á fund Rússa. Mál þetta vakti geysilega at- hygli um heim allan, og var mikið rætt í seinasta mánuði bæði i blöð- um og útvarpi. En svo liðu tímar fram og ekkert spurðist til nefnd- arinnar. Töldu kommúnistar bæði hér og annarsstaðar þetta sovetníð og álygar, og fullyrtu, að ekkert liefði komið fyrir nefndarmennina. Vildu kommúnistar telja mönnum trú um, að nefndin sæti að samn- ingum við Rússa austur í Moskva í bezta gengi. Fór nú sem fyr, að margur var í vafa um, hverju trúa skyldi. En þann 5. maí — daginn sem Danmörk varð frjáls — barzt sú fregn frá London, að í ræðu, sem Molotov, utanríkisráðherra Rússa, liefði lialdið um Póllands-málin á ráðstefnunni í San-Francisco, hefði hann viðurkennt, að pólsku samn- ingamennirnir fimmtán liefðu allir verið teknir fastir af Rússum, linepptir í fangelsi og sakaðir uin spellvirki gegn Rauða hernum. Rretar og Bandaríkjamenn liöfð.u haldið uppi stöðugum fyrirspurnum um, livað orðið hefði af nefndinni, en engin svör fengið, fyr en þetta. En þessi játning Molotovs leiddi líka til þess að bæði Anlony Eden utanríkisráðherra Breta og Edward Stettinius utanríkisráðherra Banda- ríkjanna lýstu því yfir við Mololov,v að þeir sæju sér ekki fært að halda áfram viðræðum við Rússa um Pól- landsmálin, þar til fullnægjandi skýrslur og skýringar á þessum furðulega atburði lægju fyrir af hendi Rússa. Hefir unvræðunum uin Póllands- málin verið frestað af þessum á- stæðum, og seinustu fregnir herma, að Molotov hafi flogið af skyndingu til Moskva e. I. v. út af þessu vanda- máli. Virðist hér óneitanlega vera um nokkuð nýstárleg vinnubrögð að ræða í utanríkismálum, þegar inenn eru boðaðir á fund annars ríkis í fullum griðum, og síðan bókslaf- lega stolið með liúð og hári, ef þeir hafa þá ekki hreint og beint verið teknir af lífi. En livað um það. Þessi atburð- ur liefir nú frestað lausn Póllands- málanna um óákveðinn tíma, en það eru viðkvæm mál eins og menn geta gert sér i hugarlund, þar sem þau voru á sínum tíma ein aðalor- sökin til þátttöku Breta í styrjöld- inni. Það er algerlega ofvaxið lillu vikublaði eins og Skutli að komast yfir það að nefna alla þá löngu röð stóratburða, sem rekið liafa hver annan, síðan 1. maí, að fregnin barst um dauða llitlers. Það var Montgomery marskálkur sem varð fyrstur til að vinna loka- sigurinn á herstjórnarsvæði sínu. Seinnipart dagsins 4. maí, gerðist það, að fulltrúar Þjóðverja undir- rituðu yfirlýsingar um skilyrðis- lausa uppgjöf allra þýzkra herja i Danmörku, Norður-Þýzkalandi, Hollantli, Helgolandi, Fríslandseyj- um og öðrum þýzkum eyjum í Norðursjó, og fóru undirskriftirnar fram í tjaldi í bækistöðvum Monl- gómerys á Liineborgarheiði. Skyldu allir þýzkir herir á þessu svæði gefast upp og leggja niður vopnin kl. G morguninn eftir samkvæmt ís- lenzkum tíma. Var að öllu leyti við þetta staðið, en hernaðaraðgerðum þó haldið á- fram fram á seinustu stund, sem sjá má á þvl, að 5 mínútum fyrir kl. G að morgni 5. maí var skotin niður Fokkewulf-flugvél yfir dönsku landi. En á mínútunni kl. G tóku hersveitir frelsisráðsins að sér að halda uppi lögum og reglu í Danmörku. Við undirritun heildarsamninga um skilyrðislausa uppgjöf Þjóð- verja í bækistöðvuin Eisenhowers aðfaranótt 7. maí mátti' heita að lokið væri evrópustyrjöldinni, sem staðið hafði hátt á sjötta ár. Hinn 8. maí hlaut svo nafnið sigurdagur Evrópu, og var hann hátíðlegur haldinn í öllum löndum bandamanna. Miðvikudagurinn 9. maí var einnig almennur hátíðis- dagur í Bretlandi og þá fóru fram aðalhátíðahöldin í Moskva í tilefni sigursins og friðarins í Evrópu. Þegar Churchill hafði haldið út- varpsræðu þá er útvarpað var um öll lönd bandamanna, um stríðslok í Evrópu, héll liann ræðu um stríðslokin og sigurinn í neðri mál- stofu brezka þingsins, en að því loknu gekk liann ásamt meðráð- herrum sínum og þingheimj. til kirkju, og lilýddi guðsþjónustu. Síðan hafa friðarguðsþjónustur far- ið fram í flestum kirkjum hins ir sigursæl endalok þessa ægileg- asla hildarleiks veraldarinnar. Hér á laiuli hefir friðnum líka verið fagnað bæði með hátíðahöld- um og guðsþjónuslum. Sérstaklega var fögnuður manna áberandi, sterkur og fölskvalaus, þegar fregn- irnar bárust uin frelsun Danmerk- ur og tveim dögum síðar um frels- un Noregs. ¥ Skeytasamband er nú aftur kom- ið á milli Islads og Norðurlanda, og voru Dönuin, strax og það opnaðist send innileg samfagnaðarskeyti. Einnig sendi forsætis- og utan- ríkisráðherra, Ólafur Thors, sendi- herra Trygve Lie, utanríkisráð- herra Noregs strax þetta skeyti þann 8. maí: „Hin gagnmerka norska sögu- þjóð liefir nú bætt allra merkasta kapítulanum við forna frægðarsögu sína. Með aðdáanlegri þrautseigju og hetjudáð, baráttu sem á ókomn- um öldum mun varpa frægðarljóma yfir nafn Noregs — hetjukonung- inn og þjóð hans — liefir Noregtir enn á'ný játað trú sína á að „hætta ó allt fyrir fretsi og lieiður Noregs“ — og sigrað. 1 dag, þegar Norðmenn hafa end- iirheimt frelsi sitt og fult umráð síns sviptigna ættlands, er fögnuð- ur Islendinga heill, virðing þeirra og vinátta tit bræðraþjóðarinnar einlæg og sterk“. Ólafur Tliors, forsætis- og utanríkisráðh. lslands. ¥ Sama dag sendi forseti Islands Hákoni Noregskonungi þetta sam- fagnaðarskeyti: „Með dýpsta og innilegasta fögn- uði og með hlýjústu aðdáun fyrir hetjuliaráttu yðar Hátignar og norsku þjóðarinnar öll þessi löngu ár, bið ég yðar Hátign taka ó móti alúðarfyllstu árnaðaróskum íslenzku frændþjóðarinnar út af endurheimtu frelsi Noregs“. Sveinn Björnsson, Forseti Islands. * Þéssi skeyti túlka á innilegan hátt afstöðu Islendinga til bræðraþjóð- Smátt og stórt Guönmndur Kamban rithöfundur var skotinn lil bana í Kaupmanna- höfn þann 6. þessa mánaðar. Sendi- ráði lslands í Kaupmannahöfn hef- ir verið falið að rannsaka tildrög þessa atburðar. Jónas Jónsson frá Hriflu átti sex- tugsafmæli þann 1. maí síðastlið- inn. Var Jónasi haldið veglegt sam- sæti að Laugavatni af ýmsum vin- um hans. Hafa nú flest blöð ritað um Jónas á þessu merkisafmæli hans, og kemst ekkert þeirra lijá að viður- kenna, að enginn núlifandi stjórn- málamanna liafi verið honum um- svifameiri eða álirifaríkari í þjóð- félaginu. Nazistaleekniritin Wilhelm Schu- beck, sem bandamenn náðu á sitt vald fyrir skömmu, hefir játað, að hann hafi banað 21 þúsund manns í bangabúðum, er hann starfaði við fyrir ÞjóiSverja. Kristján konungur tíundi hefir kvatt jafnaðarmanninn Wilhelm Buhl lil þess vanda að vera forsæt- isráðherra í hinni nýju ríkisstjórn í Danmörku. Christmas Möller er utanríkisráðherra í stjórninni Hengibrú verður smíðuð í sumar á ölyusá. Það er enská brúargerð- arfirmað Dorman Long, sem tekur verkið að sér. Gólf brúarinnar verð- ur úr járnbentri steinsteypu. Ak- brautin verður 6 metra á breidd, en eins meters breið gangstétt hvoru megin Common-ioealth flokkurinn í Englandi vann sigur í aukakosn- ingu á dögunum. Frambjóðandi i- haldsmanna féll með miklum at- kvæðamun. Vekur þetta að vonum mikla athygli, þar sem Commón- wealth er aðeins þriggja ára gam- all jafnaðarmannaflokkur og hefir áður unnið fjögur þingsæti. Olsoörin á Akureyri verða rúm- lega liálfri miljón króna hærri en í fyrra. Aöalfundi Kaupfélags Eyfiröinga lauk á Akúieyri 3. þ. m. Vörusala félagsins nam rúmlega 14 miljón- um króna, en umsetning annara fyrirtækja K.E.A. tuttugu og tveim- ur og hálfri miljón. Séra IJalldór Kolbeins var kosinn prestur í Vestmannaeyjum með 853 atkvæðum. anna á Norðurtöndum. Og það má heimurinn vitá, að hin friðelskandi 'íslenzka þjóð tekur af hjarta þátt i að færa guði þakkir fyrir þá miklu blessun, að loksins hefir tekizt að slökkva ófriðarbálið og friður kom- inn á í Evrópu. i

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.