Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 3

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 3
S K U T U L L 85 Handan um liöf. Stríðslok í Evrópu. — Himmler og varúlfarnir. — San Francisco og smáþjóðirnar. — Kosningar í Bretlandi í vor. — Stríðið i Austur-Asiu. G A G N F R Æ Ð A S K Ö L A N U M v a r Stríðinu i Evrópu er lokið. Það hefir staðið i 5 ár og 8 mánuði, eða 2079 daga (8. maí). Ríki Nazismans, sem Göbbels spáði eitt sinn að stœði i 10 þúsund ár, er hrunið til grunna. Mussolini og margir aðrir fasista- og nazistafor- ingjar eru dauðir. Hvort Hitler og Göbbels hafa yfirgefið þennan heim er allt vafasamara. Hitt er víst, að sá maður, sem raunveru- lega hefir stjórnað Þýzkalandi a. m. k. síðustu mánuðina, Heinrich Himmler er lifandi. Hann hefir stjórnað öllum undirbúningi naz- ista uridir ,,neðanjarðarstarfsemi“ þeirra í rústum Þýzkalands á kom- andi árum, og enginn vafi er á því, að hann ætlar sér að stjórna henni, enda mun enginn maður vera fær- ari til þess en hann. Grimmari og kænni fantur er ekki til í öllu mannvali nazista. Himmler hefir skipulagt hina svo kölluðu varúlfahópa, sem þeg- ar eru byrjaðir að vinna skemmd- arverk og fremja pólilísk morð í herteknu héruðunum. Yfirmaður kvenfélaga nazistaflokksins liefir skorað á kvenfólk að gerast „úlf- ynjur“ hálfu grimmari en „varúlf- arnir“. Þýzkalandi verður nú fyrst um sinn stjórnað af hershöfðingjum Bandamanna, með aðstoð sérfræð- inga og að líkindum nokkurra þýzkra manna, sem valdir verða til þess. Nöfnum þeirra er enn haldið leyndum. Því að nazistar munu reyna að myrða hvern þýzkan mann, sem lér aðstoð sína til að stjórna landinu Næsta verkefni Bandamanna, að stjórna Þýzkalandi, er ekki auð- veldara en að sigra það. Fyrsta skil- yrðið til þess að það takist, er að þeir komi sér saman um stefnu og aðferðir. En horfurnar á því eru allt annað en glæsilegar, eins og sakir standa. Á San-Francisco-ráð- stefnunni hefir ekkert samkomulag náðst enn milli stórveldanna þriggja um Póllandsmálin. Rússar hafa varpað í fangelsi samninga- mönnum, sem þeir buðu sjálfir til Moskva. Stjórn í Austurríki hefir verið viðurkennd af Rússum, en ekki af Bretum og Bandaríkjunum. Sinaríki á San Francisco-ráðstefn- unni efna til samtaka undir for- ustu samveldislanda Breta, Ástralíu og Nýja Sjálands gegn yfirdrottn- un stórveldanna í öryggismála- stofnuninni, sem þar á að stofna. Frakkar lögðu til að ráðstefnunni yrði freslað, þangað lil stjórnir, FLUGVÉLAR LOFTLEIÐA H. F. flutlu í aprilmánuði samtals 442 farþega, þaraf til og frá ísafirði 170. Mánuðina maí, júní, júlí og ágúst hefir félagið hugsað sér að haga ferðum þannig, eftir því sem veður og farþegafjöldi leyfa: Til Patreksfjarðar, þriðjudaga og laugardaga. * Til Bíldudals, miðvikudaga. Til Þingeyrar miðvikudaga. , Til ^flateyrar, fimmtudaga. Til Isafjarðar, inánudaga, fimmtu- daga og laugardaga Ef veður eða aðrár áslæður hamla flugi, þessa ákveðnu daga, verður reynt að ná áætlun næsta flugfæran dag. Ennfremur er ætlunin að fljúga á Siglufjörð föstudaga, og aukaferð- ir eftir því, sem mögulegt er. kosnar frjálsum kosningum, liefðu komist á í löndum Evrópu. Líkleg- ast er að það verði ofan á, þótl svo verði látið líta út, sem ráð- stefnan halcli áfram st.rfum að nafninu til. - Kosningar í Bretlandi fara að lílc- indum fram i júní eða júlí. Kosn- ingabaráttan er þegar í fullum gangi. Sennilegt er, að hún verði ejnhver liin harðasla, sem háð hef- ir verið í Bretlandi. Nái Verka- mannaflokkurinn ekki hreinum meirihluta í kosningunum, er talið víst, að Churchill bjóði honum sæti í samsteypustjórn áfram til þess að reyna að kljúfa hann, því að vist er, að mikill meirihluti flokksins er andvígur því að vinna lengur með ihaldinu. Stríðið í Austur-Asíu heldur á- fram. Vilji Bandarikin og Bvetar láta kröfuna um „skilyrðislausa uppgjöf" gilda við Japan, er það eitt víst, að því stríði verður ekki lokið á þessu ári. Því þó að Japan- ir geri sér áreiðanlega ljóst, að stríðið er lapað einnig fyrir þá, er iangt frá því að þeir séu að þrotum komnir. Þeir ráða enn yfir hrá- efnaauðugustu löndum jarðarinnar og hafa nóg af flestu, sem þarf til styrjaldarreksturs. Floti þeirra og flugher er ósigraður, og þeir hafa enn beðið lítið manntjón. En þrátt fyrir það er mjög líklegt, að þess verði ekki langt að bíða, að þeir leiti fyrir sér um friðarsamninga. 1 Skotlandi hefir lengi verið til lítill en hávaðasamur flokkur, sem krafist hefir fulls skilnaðar frá Englandi. Flokkurinn héfir klofn- að hvað eftir annað, og aldrei tek- ist að fá mann kosinn inn í brezka þingið fyrr en nú um daginn. Vakti kosning hans mikla athygli og ekki síður hitt, að hann neitaði að fara eftir þingsköpum frá l(i. öld, og vís- aði forseti honum þá frá þingsetu. Hinsvegar hafa margir Skotar náð kosningu utan l'lókka og er vaxandi hreyfing í landinu fyrir því að fá heimastjórn í skotskum sérmálum, en nú fer sérstakur ráð- herra í brezku stjórninni með skotsk mál. Á stefnuskrá þessarar skotsku þjóðernishreyfingar, er eilt atriði, sem lslendingar mættu veita at- hygli, það er að fá skotska land- lielgi rýinkaða allt upp,í 13 mílur (í Morayfirð( og að banna enskum togurum veiðar þar. Gætu Skotar orðið Islendingum og Norðmönnum góðir liðsmenn í baráttunni fyrir verndun fiskimiðanna. KARLAKÓR ISAFJARÐAR liélt samsöng í Alþýðuhúsinu á upp- stigningardag. Þólti körnum að mörgu leyti vcl takast og várð hann að endurtaka allmörg lögin. Ein- söngvarar voru Kjartan Ólafsson kaupmaður og Sigurður Jónsson prentari. Stjórnandi kórsins er Högni Gunnarsson. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON hefir nú afgirt varpland sitl á Skip- eyri, og verður að vænta þess, að fólk verði samtaka um að valda þar ekki truflun með umferð eða óþarfa hávaða. — pá hefir Einar beðið blaðið að gela þess, að nú er verið að eitra fyrir svartbak á Skipeyri, og eru til þess notuð æð- aregg, svo sem fyrir er mælt í lög- um. Er fólk alvarlega beðið að taka sér vara á þessu. sagt upp laugardaginn 5. maí að viðstöddu miklu fjölmenni. Þrjátíu nemendur luku gagnfræðaiirófi að þessu sinni, og voru þeir þessir: Ásgerður Bjarnadóttir. Ásthildur Sigurðardóttir. Björg Kristjánsdóttir. Elín Nordquist. Elísabet Guðmundsdóttir. Elísabet Kristjánsdóttir. Guðbjartur Finnbjörnsson. Guðbjörg Ólafsdóttir. Guðrún Ágústsdóttir. Guðrún Karlsdóttir. Gunnar Gestsson. Hákon Bjarnason. Helga R. Magnúsdóttir. Helgi G. Þórðarson. Ingibjörg Þórólfsdóttir. Isak Sigurðsson. Jón Páll Halldórsson. Karl Salómonsson. Katrín Þ. Jensdóttir. Kristín Á. Jónsdóttir. Kristín Lára Valdimarsdóttir. Lilian Simson. Margrét Guðmundsdóttii'. Oddur össurarson. Sigríður Guðmundsdóttir. Sigríður Þ. Kristjánsdóttir. Sigrún Magnúsdóttir. Sólveig Kristjánsdóttir. Stella Edwald. Þorgerður Sigurgeirsdóttir. Hæstu einkunnir lilutu Stella Edwald, Sigríður Þ. Kristjánsdóttir og Elín Nordquist. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Þuríður Skeggjadóttir, en annars bekkjar prófi luku 44 nemendur. Upp úr I. bekk luku prófi 53 nem- endur, og var þar hæst Borgliild Edwald. Einn nemandi III.' bekkjar, 5 nemendur annars bekkjar og þrír nemendur fyrsta bekkjar náðu ekki 5 í meðaleinkunn og stóðust því ekki prófið. Við skólaslit hélt skólastjóri ræðu og minntist frelsis Danmerkur, sem einmitt var kunngjört þennan dag. Sungið var: Eg vil elska mitt Iand, Der er et yndigt land', Faðir andanna og Ja, vi elsker dette Landel. Ræður liéldu einnig Þóroddur/ Guðmundsson skólastjóri í Reykja- nesi fyrir hönd stjórnskipaðra prófdómenda og Guðmundur Haga- lín formaður skólanefndar. Að kvöldi þess 5. maí héldu nem- endur lokahóf silt að Uppsölum. SÝNING Á IIANDA VINNU OG TEIIÍNINGUM nemenda í Gagn- fræðaskólanum var opln fyrir al- menning á sunnudag og mánudag, og sóttu hana á sjötta hun^Irað manns. Þóttu nemendur hafa unn- ið með fádæmum mikið, og var þar þó einnig margt mjög vel gerðra niuna. Þá voru einnig á sýningunni margar teikningar, sem mikla athygli vöktu; — Báru þar langl af teikningum annara myndir eftir Guðrúnu Ágústsdótt- ur og Þuríði Skeggjadóttur. SKURÐGRAFA bæjarins tók til starfa 5. maí. Var þá byrjað að grafa fyrir grunni hins væntanlega húsmæðraskóla. Reyndist grafan ágætlega og er hún um 3 mínúlur að moka á bílinn. Varð mönnum slar- sýnl á verkfæri þelta, enda var jalnan lalsverður mannfjölcli kring um hann næslu daga, er hún var í gangi. BYRJAÐ var að grafá fyrir grunni viðbyggingar Gagnfræða- skólans strax á mánudaginn, þó að sýningunni í skólanum væri ekki lokið fyr en þá um kvöldið. Er ætlunin að hraða svo byggingunni að t. d. önnur hæðin verði fullbú- in í haust, þegar skóli tekur til starfa. FRIDI FAGNAÐ. Á laugardaginn, mánudaginn og þriðjudaginn var bærinn fánum skreyttur vegna frelsunar Danmerkur og Noregs og fregnanna, sem þá voru að berast um frið í Evrópu. Á þriðjudaginn var allri vinnu hætt hér í bænum á hádegi, og kl. 5 gekkst ísafjarðardeild Norræna- félagsins fyrir útisamkomu á sjúkrahússtúninu. Skátar gengu í skrúðgöngu undir fánum neðanfrá bátahöfn. Ræður fluttu Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Jón Auð- unn Jónsson, Björn H. Jónsson, Birgir Finnsson og Guðmundur Sveinsson. Sunnukórinn og Karla- kórinn sungu og hornaflokkur lék. — Á undan ræðunum flutti sóknar- presturinn, Sigurður Kristjánsson, bæn. FERMINGARBÖRN 13. MAl 1945: Ebeneser Þórarinsson, Tungu. Finnur Þorvaldsson, Hnífsdal. Guðmundur Jónasson, Hnífsdal. Grétar Sívertsen, Brautarholti. Isak Elías Jónsson, Isafirði. Kristján Hilmar Hansson, Isafirði. Margeir Ásgeirsson, Hnífsdal. Oddur Pétursson, Isafirði. Ölafur Jóhannesson, Arnardal. Óskar Halldórsson, Isafirði. Ólafur Jón Hansson, Hnífsdal. Sigurður Arngrímsson, Isafirði. Sigurlaugur Jóhann Sigurlaugsson, Isafirði. Sigurður Þorbjörn Guðmundsson, Isafirði. Sverrir Hjartarson, Fagrahvammi. Skarphéðinn Krisfínsson, Hnífsdal. Þorvarður Alfonsson, Hnífsdal. Þórhallur Gunnlaugur Ólafsson, Kirkjubóli. Þorleifur Magnús Þorleifsson, Arn- ardal. Tryggvi Kristjánsson, Kirkjubæ. Valdeinar Sveinbjörnsson, ísafii;ði. Garðar Eymundsson, Isafirði. Garðar Jónsson, Isafirði. Cecelía Þórðardóttir, ísafirði. Erla Guðmundsdóttir, Hnífsdal. Guðfinna Sigmundsdóttir, Látravík. Guðmuiida Soffía Ingimarsdóttir, Isafirði. Guðrún Hannesdóttir, Isafirði. Guðríður Magnúsdóttir, ísafirði. Greia Lind Krilsjánsdótlir, ísafirði. Heiðrún Heígadóttir, Isafirði. Herdís Ingibjartsdóttir, Isafirði. Hrefna Ingimarsdóttir, Hnifsdal. Ingibjörg Jónsdóttir, Hnífsdal. Kristín Pélursdóttir, Engidal. Lovísa Bjarnadóttir, Isafirði. Margrét Halldórsdóttir, Isafirði. Margrét Bæringsdóttir, Isafirði. Magnúsína Ólafsdóttir,. Isafirði. Ólöf Andrea Jónsdóttir, ísafirði. Una Halldórsdóttir, Isafirði. Þórunn Sveinbjörg Álfhildur Guð- mundsdóttir, ísafirði. Þóra Benediktsdóttir, Hnífsdal. KRISTJÁN JÖNSSON skólastjóri i Hnifsdal átti 25 ára skólastjóra- afinæli á þessu vori. Voru lionum færðar veglegar gjafir frá gömlum nemendum, og samsæti var lionum haldið af skólanefnd í tilefni þess- ara merku tímamóta.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.