Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 5

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 5
S K U T U L L 87 FYRSTI MAl var liátíðlegur liald- inn hér í bænum með líku sniði og áður. Blöð og rit og merki dags- ins voru seld á götunum. Bærinn var fánuin skreyttur. Engin vinna fór fram í bænum þennan dag, og öllurn verzlunum var lokað. Klukkan tvö hófst útifundur við Alþýðuhúsið, en þar var saman kominn mikill mannfjöldi. Ræðu- menn voru: Hannibal Valdimars- son varaformaður Baldurs, Jón H. Guðmundsson formaður Sjómanna- félagsins og Bjarni Guðmundsson fyrir hönd Vélstjórafélagsins. Milli ræðnanna söng Karlakór Isafjarðar undir stjórn Högna Gunnarssonar. Klukkan fimm var barnaskemmt- un í Alþýðuhúsinu og klukkan 9 al- menn kvöldskemmtun. Var aðsólcn svo mikil, að fjöldamargir urðu frá að hverfa. Gunnar Bjarnason, forinaður 1.- maí-nefndar setti skennntunina og lýsti dagskrá. Síðan flutti Harald- ur Guðmundsson alþingismaður ræðu, Jón Hjörtur Finnbjarnarson söng ein'söng, Guðmundur Hagalín las, upp og gamanleikur var sýnd- ur. — Allur ágóði af skemmtunum og merkjusölu dagsins rann í sjóð væntanlegrar ellilieimilisbygging- ar. | Búnadarbálkur, f X X ^ Áburðarverksmiðjan — akvegir — og raforka. Eitt af því sein' öðru fremur stendur aukinni nýrækt fyrir þrif- um hér á landi er skortur á áburði. Áburðarverksmiðjumálið er því eitt stærsta framfaramál landbúnaðar- ins. Er hörmung til þess að vita, hve hægt miðar í því máli. Getur varla hjá því farið, að mörgum hafi stokkið bros, þegar Pétur Magnússon fjármálai'áðherra fann upp á því snjallræði s.l. haust að stinga málinu svefnþorn með því að dreifa út þeirri flugufregn að verksmiðja, sú, Sem sérfræðingar höfðu lengi unnið að og undirbúið, yrði miklu fremur sprengiefna- verksmiðja, sem orðið gæti um- hverfi sínu stórliætluleg. Á þeiin grundvelli var svo málið lagt til liliðar, og virðist meirihluti Al- þingis og meira að segja ýmsir bændur líka lafhræddir við frekara umtal um byggingu þessarar skað- ræðisverksmiðju, hvað þá að til framkvæinda megi hugsa!! Allir virðast vera orðnir sain- mála um það, að allur heyskapur landsmanna á næstu árum verði að fara fram á rækluðu landi. En þetta tekst þó aldrei, nema mönnum vaxi þor og þróttur til að koma upp áburðarverksmiöju innan- lands. Vill Skutull taka fastlega undir það, að Samband íslenzkra samvinnufélaga verði að ráðast í lausn þessa stórmáls fyrir bænda- stéttina, ef' ríkið tekur ekki rögg á sig og hryndir því til framkvæmda á næsta hausti. 1 sambandi við allan atvinnu- rekstur, alla framleiðslustarfsemi eru samgöngu- og flutningamál injög mikilsvert atriði. Ekki á þetta sízl við um land- búnaðinn. En í þeim efnum eru sveitirnar að minnsta kosti 100 ár á eftir tímanum. Hugsum okkur allt það erfiði og alla þá tímaeyðslu, sem á flestum sveitabæjum fer í burðarmjatl á bakinu eða reiðslu á reiðingshestum. Að maður nú ekki tali um hið óskaplega erfiði sem öllu þessu hnosi og tosi er samfara. Það er engin sveit byggileg, og það er hvergi hægt að reka ný- tízku búskap, nema góður akvegur liggi sveitarenda á milli með af- leggjara í hvers manns lilað. — Þá fyrst, þegar svo væri koinið væri einöngrun sveitanna rofin — hrað- inn ykist í athöfnunum, og þræl- dómsoki því, sem ennþá grúfir yfir verkalýð sveitanna öðrum stéttum fremur, létt til stórra muna. Þriðja stórmálið, sem örlögum getur skipt fyrir islenzkan landbún- að er raforkumálin. Það er þjóð- inni lífsnauðsyn að varið sé nú á næstu áruin allt að hundrað miljón- um króna til stórfelldra virkjana íslenzkra fallvalna. Það er einasta leiðin til að gera íslenzka frain- leiðslustarfsemi samkeppnisfæra við framleiðslu annara þjóða, að laka raforkuna í þjónustu allra at- vinnuvega landsmanna. Og ef ekki verður fyrir því séð, að raforkan verði leidd út um sveit- irnar jafnframt því, sem hún er tekin í þjónustu fólksins í bæjum og kauptúnum, þá duga engar bæn- ir, ekkert nudd og enginn barlóms- sónn, um flóttann úr sveitunum — þá leggjast sveitirnar á fám árum í eyði. Raforkan í þjónustu liins önnum kafna fólks í fámennum sveitum, það er fyrsta krafan, sem gera verð- ur til þeirra, sem nú hafa sífellt orðin nýsköpun og nýskipun á vör- unum. Akvegi, nógan áburð -— og orku- taugar frá rafstöðvum ríkisins út um sveitir landsins — það er hjálpin sem veita þarf sveitunum og fólkinu, sem þar býr — og þá mundu allir verða ásáttir um, að hin kvimleiða styrkjapólitik gæti horfið úr sögunni fyrir fullt og allt. Öíriðleg íriðarkvöld. Óljósar frégnir hafa þorizt um það, að þriðjudagskvöldið áttunda mai og miðvikudags- kvöldið 9. maí, liafi alvarleg- ar óspeklir átt sér stað í Reykjavik. Munu hafa verið brotnar rúður í miðbænum fyrir a. m. k. 150 þúsund krónur. Kom þar að síðustu að íslenzk og erlend lögregla varð að dreifa mannfjöldanum rneð táragasi. Ekki hefir Skutull fengið ör- uggar fregnir um tildrög þess- ara leiðinlegu atburða, en sjálfsagt hefir áfengisneyzla verið ein af frumorsökum þeirra. SMÁTT O G STÓRT. Framhald al' 1. síðu. Sýning er um þessar mundir op- in i listamannaskálanum í Reykja- vik á myndurn, er lýsa frelsisbar- áttu dönsku þjóðarinnar á lier- námsárunum. Þykir sýning þessi hin athyglisverðasta, enda hefir hún áður verið sýnd bæði í Éng- landi og Frakklandi og ágætavel til hennar vandað. Verzlunarskóli íslunds er 40 ára á þessu vori. Var þess hátíðlega minnzt við skólaslit á dögunum. Ulaöiö íslcmlingur á Akureyri átti 30 ára afnueli þann 9. apríl siðastliðinn. Gaf hann út stórt og mjög myndarlegt afmælisblað, lit- prentað, fjölbreytt að efni og myndum prýtt. Stofnandi Islend- oooooooooooooooooooooooooooooooooooo Margir eru kallaðir en... Hann þráði’ í æsku markið, sem þeir stóru stefndu að og streittist við að fylgja þeim, og lék og söng og kvað, og nær og nær liann færðist, eins og fley sem ber að höfn, og fullvel gat hann lesið þarna meislaranna nöfn. En meðal þeirra gat hann hvergi greint sitt eigið nafn, þótl gefið liefði’ ’ann þjóðinni sitt hjartaljóða-safn. Hann nær víst aldrei markinu, sem mest hann þráði fyr, því margir eru kallaöir en fáir útvaldir. Q. oooooooooooooooooooooooooooooooooooc Hjartanlega þakka ég ykkur nemendum mínum og öðrum þátttakendum, fyrir hinar veglegu gjafir, er skálanefnd burnaskólans í Hnífsdal færði mér og konu mirini, í tilefni 25 ára starfsafmælis míns við skólann. Guð blessi ykkur öll. Hnífsdal, 30. april 19^5. Kristján Jónsson. Allir þeir, sem nú hafa enga atvinnu fyrir stafni, eru beðnir að mæta á Vinnumiðlunarski’ifstofunni næstu daga til skrásetningar. Opið alla virka daga frá kl. 10— 12 f. h. og 1—3 e. h. nema laugardaga frá kl. 10—12 f. h. VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFAN Á ÍSAFIRÐI. Utsvör 1945 Athygli útsvarsgjaldenda er hér með vakin á því, að lög nr. 34 frá 12. febrúar þ. á. kveða svo á, að van- greiðslur á útsvarshlutum, samkvæmt því, sem áður hef- ir verið auglýst, valdi því, „að allt útsvar gjaldandans á gjaldárinu fellúr í eindaga 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar, eftir að niðurjöfnun er lokið“. Fallnir eru í gjalddaga þrír útsvarshlutar, af fjórum, sem greiða ber á fyrra árshelmingi. Gjaldendur eru á- minntir um að greiða nú þegar til bæjargjaldkera, það sem ógreitt kann að vera. Að öðrum kosti mega þeir bú- ast við að verða krafnir í næsta mánuði um allt útsvarið, sem lagt verður á þá nú, eða allar eftirstöðvar þess. Isafirði, 11. maí 1915. Skrifstofa bæjarstjóra. ings og fyrsti ritstjöri er Sig. E. Hlíðar yfirdýralæknir, nú þingm. Akureyrarkaupstaðar, en núver- andi ritstjórar eru Jakob Ó. Péturs- son og Bárður Jakobsson lögfræð- ingur, Gunnar Salómonsson hefir nú aflraunasýningar í Svíþjóð undir nafninu Ursus. 1 fyrravetur var Gunnar i Þýzkalandi og sýndi þá aflraunir við einn stærsta Cirkus- inn í Berlínarborg. Lík Baldurs Guömundssonar, eins þeirra inanna, sem liurfu i vetur í Réykjavík, fannst 3. þessa mánað- ar við Ægisgarð. Líkið var alklætt, peningar voru í veski Baldurs og vösum, og engin áverki var á lík- inu. Ég undirrituð þakka Verka- lýðsfélaginu Baldri hj artan- lega i'yrir peningagjöl', er það færði mér 13. apríl s. 1. Ilelga Veturliðadóttir, Sjúkrahúsi Isafjarðar. LEIÐRÉTTING. 1 19. 11)1. Skutuls lyifði misprent- azt upphæð sú, sem ónafngreind kona gal' Isafjarðarkirkju. Atti að vera 500- krónur, en ekki 50. LlTIÐ IIUS TIL SÖLU laust til íbúðar nú þegar. Semjið við - Herbert Sigurjónsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.