Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 7
S K U T U L L
89
Hugleiðingar
i sendibréfsformi til Sigurðar Bjarnasonar
frá Vigur.
Gamli félagi!
Gleöilegt suinar, þökk fyrir gaml-
ar og góðar samverustundir. Nú er
langt síöan leiðir okkar lágu sam-
an. Pú ert orðinn einn af þessum
lilutum þjóðfélagsvélarinnar, sein
verka á gangráð hennar, en ég er
notaður á sama stað og við vorum
báðir einu sinni — í undirstöð-
unni. Við, sem þar erum, iðkum
ekki pennafimi að ráði, þar i ligg-
ur orsök þess, að ég hef ekki orð-
ið við bón þinni frá síðasta sumri.
Samt er okkur í blóð borið að
fylgjast með framleiðslu ykkar —
hinna skriftlærðu — við getum
ekki annað en lesið. Flest það, sem
skrifað er um stjórnmál, er per-
sónulegt, annaðhvort oflof eða last,
um náungann, þessvegna reynum
við að láta það eins og vind um
eyru þjóta. En þetta er bara ekki
alltaf hægt, og þessvegna er það,
sem ég skrifa þetta bréf.
Flestir eða allir eiga sin áhuga-
mál, sem þeir vinna að. Mörg þess-
ara áhugamála eru þannig, að ekki
er hægt að lifa af þvi að starfa
fyrir þau, svo að vinnan við þau
verður að vera þær stundir, sem
við eigum afgangs, þegar dagsverk-
inu er lokið — tómstundirnar. Slík
mál eru m. a. íþróttamálin og ung-
mennafélagsskapurinn í sveitum og
kauptúnuin. Þau verða aldrei talin
eða reiknuð, dagsverkin, sein á-
liugainenn í fámenninu liafa lagl og
leggja fram við þessi málefni, end-
urgjaldslaust, aðeins af því að þeir
trúa, að þeir séu að vinna að fram-
gangi góðra málefna. Inn á við
liefur lengst af verið og er jafnvel
enn erfiðastur fyrir framgang þess-
ara mála sá liugsunarháttur fólks-
ins, að alHr eigi að eyða öllum sín-
um kröftum til að vinna að brauð-
öfluninni, hugsunarháttur, sem er
eftirstöðvar þess tíma, er þjóðin
var þrælbundin og kúguð. Aftur á
móti hefur starf áhugamannanna
oftast notið skilnings, velvildar og
jafnvel hjálpar mennta og forustu-
manna þjóðarinnar. Ég lít þannig
á, að þessir áhugamenn og málefni
þeirra yfirleitt, eigi líka heimtingu
á skilningi forráðamanna vorra,
hverrar stéttar sem þeir eru, en
því miður vill verða misbrestur
þar á.
Ég skrifa þessar línur til þess, að
þú og aðrir fáir að vita skoðun
mína og fjölda annara alþýðu-
- manna á þeim forráðamönnum
þjóðarinnar, sem hundsa eða
reyna að hindra framgang og þró-
un góðra inála, sem áhugamenn
vinna að, svo sein íþróttamálanna
og ungmennafélagsskaparins. Ætta
ég til þess að rekja hér tvö dæmi,
annað frá íþróttamálunum og hitt
frá ungmennafélagsskapnum.
Pað var ekki alls fyrir löngu, að
íþróttafélag eitt hér i nærliggjandi
sjávarþorpi liafði haldið sund-
námskeið. Félagið var fátækt og
og varð því að afla sér fjár, til að
standast kostnað við náinskeiðið.
Til þess var ákveðið að halda úti-
skemmtun. Unnu aðallega að und-
irbúningi hennar þrir áhugamenn,
sem unnu alla daga við ýms störf
og urðu því að undirbúa skemmt-
unina á kvöldin. Aðeins þeir, sem
unnið hafa að slíku, vita hvað það
er ervitt i fámenninu, þar sem allir
skemmtikraftar eru takmarkaðir.
I En þarna var áhugi og því gekk
þetta. Skemmlunin var auglýst í út-
varpinu með hálfsmánaðar fyrir-
vara með fullri dagskrá. En daginn
áður en skemmtunin átti að vera
hringdi einn umferðaprédikari til
forráðamanna skemmtunarinnar og
vildi fá að tala þar. Tóku þeir það
til athugunar, þar sem um þjóð-
kunnan prédikara var að ræða, en
af því að svo stuttur tími var lil
stefnu, þá reyndist ómögulegt að
koma prédikaranum inn í dagsltrá
skemmtunarinnar. Var þeiin vísa
manni síðan tilkynnl þelta, og
bjuggusl allir við, að þar með væri
þelta úr sögunni. En það var öðru
nær. Þessi lærði inaður fékk annar-
staðar að prédika og þar lalaði
hann um guðleysi umtalaðra þorps-
búa fyrir að vilja ekki lofa sér að
tala á umræddri skemmtun. Sömu-
leiðis hellti hann úr skálum reiði
sinnar skömmu seinna í ræðustól
útvarpsins, til þess að vera viss um,
að viðkomandi menn gætu heyrt
tii sín og skammast sín fyrir óguð-
lega framkomu. Þetta voru laun
áhugamannanna fyrir að stuðla að
því að verðandi sjómenn og aðrir
gætu bjargað sér frá drukknun, ef
slys bæri að höndum, löðrungur
frá einum af forustumönnum þjóð-
arinnar. Og þetta dugði lika: Þessir
þrír áhugamenn fengu heima fyrir
að lieyra það, að þeir liefðu sett
ljótan blett á þorpsbúa, stimplað
þá sem mestu guðleysingja þjóðar-
innar. Þeir drógu sig því út úr
starfsemi þeirri, sem þeir liöfðu
átl mestan þátt í að byggja upp,
liættu að vinna að íþróttamálum,
til þess að þeirra ljótu nöfn spilltu
ekki fyrir framgangi þeirra mál-
efna, sem þeir trúðu að væri öll-
um til blessunar að lifðu og blómg-
uðust með þjóðinni.
Hitt dœmið, sem ég ætla að
taka — um ungmennafélagsskap-
inn — er um það, sem þú tekur
til meðferðar í blaði þínu Vestur-
landi þ. 14. april s.l. í grein, er
þú nefnir: „Ungmennafélögin eiga
ekki að vera skálkaskjól Framsókn-
arflokksins“. Þú byrjar á því að
vitna í grein í Morgunblaðinu fyrir
nokkru síðan, þar sem ráðist var á
U. M. F. I. fyrir að kjósa Daniel
Ágústínusson til trúnaðarstarfa fyr-
ir sig, af því hann starfaði fyrir
Framsóknarflokkinn jafnliliða. Ég
fékk skömm á síðu ungra Sjálfstæð-
ismanna í Mbl. eftir lestur greinar-
innar og mér þótti góð grein
Daníels í Tímanum, sem lirakti
meinlokurnar. Ég hélt, að þar með
væri farin út um þúfur tilraun
pólitískra spekúlanta lil að draga
ungmennafélagsskapinn inn í sorp-
kast stjórnmálanna, þar sem rógur
og níð um náungann eru vopnin.
En svo ferð þú að minnast á þetta
í þínu litla blaði, sem mér finnst
nú ekki stærra en það, að það ætti
að fá nóg golt efni og þú bætir við,
til að vera viss um, að við, ná-
grannar þínir, tökum eftir því,
heillangri frásögn um Halldór
Kristjánsson formann U. M. F. V.
Mér finnst ekki nema eðlilegt að
þér sem heitttrúuðum Sjálfstæðis-
manni sé illa við Framsóknar-
mannin Halldór Kristjánsson, því
hann hafði einu atkvæði meira en
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
hér við síðustu kosningar, en að
þú skulir ekki geta ráðist að hon-
um öðru vísi en draga U. M. F.
inn i það, finnst mér ástæðulaust
og ég veit, að þú gerir það aðeins
vegna þess, að þú hefir ekki húgs-
að um; hversu skaðl'egt það getur
verið þeim félagsskap, sem þú seg-
ir að hafi unnið þjóðnytjastarf og
verðskuldi þökk alþjóðar fyrir
starfsemi sína. Þú finnur Halldóri
það mjög til foráttu, að hann liafi
ekki talið eftir sér að mæta til
kappræðna af hálfu Framsóknar-
flokksins á landsmólafundi norður
á Siglufirði, eilt sinn, er hann var
í fyrirlestrarferð um Norðurland
fyrir U. M. F. 1. Mér finnst svona
ólíka að álasa Halldóri fyrir það
og ef farið væri að álasa honum
fyrir, að hann kynntist núverandi
konu sinni í einni slíkri ferð. Það
munu heldur ekki vera einsdæmi
með ýmsa Sjálfstæðismenn, að þeir
sendist um landið í nafni flokks
síns og haldi fundi og ræður og þó
séu þeir launaðir ópólitískir barna-
kennarar, prófessorar o. fl. Það er
ekkert undarlegt eða óhreint við
það, þó H. K. sé kosinn eftinnað-
ur Björns á Núpi, sem formaður
U. M. F. V. Hann hefir inanna mesl
unnið fyrir félögin, liann er gamall
uugmennafélagi — eldri en þú erl
Sjálfstæðismaður, og alltaf verið
þar framarlega. Ég álíl það gotl
fyrir U. M. F. V. að eiga svo
skeleggan mann til forsvars, þegar
ráðist er að ungmennafélagsskapn-
um. 1 umræddi grein þinni talar
þú m. a. um þá — „ráðstöfun
Framsóknarflokksins“ — að_ kjósa
Halldór formann U. M. F. V. Þú
talar einnig um að U. M. F. V. nái
nú aðeins yfir V.-Isafjarðarsýslu.
— Mér er það ráðgáta, hvernig i
ósköpunum þú hefir farið að draga
þá ályktun, að það hafi verið „ráð-
stöfun Framsóknarmanna" að gera
Halldór að formanni U. M. F. V.
Ég geri ekki ráð fyrir að þú sért
svo illa að þér í þínu fagi, póli-
tíkinni, að þú þekkir ekki atkvæða-
tölur flokkanna liér í V.-Is. við síð-
ustu kosningar. Þá hafði Fram-
sóknarflokkurinn ekki þriðjung at-
kvæða liér. Eða er þér kannske
kunnugt um, að Framsóknarflokkn-
um liafi vaxið svo fylgi í V.-ls.
síðan, að hann sé nú öllu ráðandi
hér? Eða heldurðu að við kjósum
Halldór til forustu, vegna þess að
hann er Framsóknarmaður? Nei,
Siggi minn, strikaðu bara yfir það,
að við höfum kosið eftir stjórnmál-
um formann U. M. F. V. Mér er það
ekki fullljóst, hvers vegna þið, þess-
ir pólitíkusar yfirleitt, eruð svo
gjörsneyddir því, að geta viður-
kennt andstæðinga ykkar í stjórn-
málum opinberlega, en getið samt
slitið ykkur út löngu fyrir tímann
við það að deila við þá. Við al-
þýðumennirnir megum ekki trjúa
eða treysta andstæðingum ykkar í
stjórninálum fyrir neinu, við neyð-
umst l>ó til að horfa á, að þið líl-
ið svo upp til þeirra, að þið fórnið
ykkur svo algjörlega fyrir þá, að
það er orðið ískyggilegt, livaö þið
stjórnmálamennirnir deyið margir
á bezta aldri. Hvorki þú eða Mbl.
virðist koma auga á livað það er
eðlilegt að trúnaðarmenn ung-
mennafélaganna séu Framsóknar-
menn. Ykkur jjlýtur þó að vera
kunnugt um, að ungmenna-
félagsskapurinn er í mestum
blóma í sveitunum, einmitt
þar sem Framsóknarflokkurinn á
flesta og sumstaðar alla kjósendur
og livað er þá eðlilegra, en að
Framsóknarmenn séu kosnir til að
annast trúnaðarstörfin. Þið ætlist
e. I. v. til, að við kjósum alls ekki
þá menn til neins, sem eru flokks-
bundnir í stjórnmálaflokkum. En
livern eigum við þá að kjósa, þar
sem þið pólitíkusarnir leggið fólk
jafnvel í einelti til að binda það á
einhvern básinn ykkar og fáir
sleppa. Nei, lofið þið okkur í ung-
menna- og íþróttafélögunum að
vera fyrir utan stjórnmálin. Það
hefir farið vel á því og fer bezt á
því framvegis. I sveitunum eru
ungmennafélögin oftast einu æsku-
lýðsfélögin, þar sem allra flokka
æska mætist, starfar og stjórnar
sínum áhugamálum. Eigi að fara
að stimpla ungmennafélögin, sein
vasaútgáfu af Framsóknarflokknum
verður það til þess, að margir
unglingar, sem telja sig og eru
jafnvel eldlieilir sjálfstæðismenn
eða sósíalistar draga sig út úr fé-
lagsskapnum svo hann veikist svo,
að þjóðnytjastörfin, sem unnið hafa
sér þökk alþjóðar og viðurkenning-
ar ríkisvaldsins verða að bíða úr-
lausnar. Það fólk, sem þið flæmið
þannig burt úr félögunum, missir
þá um leið aðgang að þeim góðu
og oft einustu skemmtifundum,
sem sveitirnar hafa upp á að bjóða,
þið lijálpið til að reka fólkið úr
sveitinni, sem manni heyrfst þó
stundum, að sé ekki ætlun ykkar.
Okkur, sem liöfum reynt að halda
uppi starfsemi íþróttafélaganna í
smáþorpunum, liefir alltaf þótl
nógu erfitt að berjast við tómlæti
fólksins, þó við liöfum verið lausir
við að standa í pólitísku þrefi. Við,
liér í íþróttafélaginu „Grettir“, tók-
um ekkert nærri okkur að bjóða
i'ólki á skemmtun í miðri kosn-
ingahrið næstsíðustu alþingiskosn-
inga, þar sem Bárður Jakobsson
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
og Halldór Iiristjánsson héldu ræð-
ur — vitanlega ópólitískar — enda
virðist það ekki hafa orðið neitt
hættulegt fyrrr fylgi Ásgeirs Ás-
geirssonar. En ég veit, að ef ykk-
ur tekst að telja fólki trú um, að
U. M. F. V. sé „skálkaskjól Fram-
sóknarflokksins", þá eru svo á-
kveðnir flokksmenn hér, að þeir
una því ekki að vera i félaginu —
það springur, og afleiðing þess
vefður, að starfsemin dregst saman
eða leggst niður. Laun áhugamann-
anna, sem reynt hafa að efla og
þroska unglingana til sálar og
líkama, verða neikvæð, vegna þess,
að þið, sem viljið vera og eruð
forráðamenn í þjóðíélaginu hafið
slegið starfsemina niður með ó-
þarfri pólitískri afskiptasemi.
Löðrungurinn, sem þið gefið, er
þeim mun verri, heldur en löðrung-
urinn, sem prédikarinn gaf, að
þessi gildir fyrir allt landið, en
hans löðrungur var staðbundinn.
Sigurður minn, þér finnst það nú
e. t. v. skrítið, að ég, lítill karl,
skuli vera að reyna að siða ykkur,
þessa stórpólitíkusa, en mér er
þannig farið, að ég hef áhuga fyrir
þessum málum og veit, að það er
órétt að draga þau inn i ykkar
hringavitlausa pólitíkurstríð og
þessvegna er það, sem ég skrifa
þetta bréf. Svo kveð ég þig með
óskum um gott gengi — jafnvel á
hinum pólitíska vettvagni — þó ég
fái sennilega ekki tækifæri til að
gela þér atkvæði við næstu kosn-
ingar frekar en Halldóri'Kristjáns-
syni.
Flateyri, suinardaginn fyrsta 1945.
Þórður Magnússon.
--------0--------
Björgvin dæmdnr.
Nýlega hefir dómur fallið í Sjó-
og verzlunardómsmálinu: Sjó-
mannafélag Isfirðinga f. h. Guð-
mundar Þórarinssonar gegn Björg-
vin Bjarnasyni fyrir liönd H. f.
Björgvin, Isafirði.
Mál þetta var höfðað út af eftir-
stöðvum hásetahlutar Guðmundar
Þórarinssonar sjómanns, Sólgötu 5,
á M/s. Gróttu, Is. 580, fyrir síld-
veiðiúthaldið 1944. En Björgvin
Bjarnason hafði reynst ófáanlegur
til að greiða þessar eftirstöðvar, án
málshöfðunar.
Niðurstaða dómsins var sú, að
Björgvin skyldi greiða hina uin-
stefndu upphæð ásamt 5% árs-
vöxtum lil greiðsludags og 200
krónur í málskoslnað. Einnig var
Guðmundi Þórarinssyni dæmdur
sjóveðsréttur í Gróttu til tryggingar
hinuni vangoldnu upphæðum sam-
kvæmt niðurstöðu dómsins.
Svona eiga höfðingjar að haga
sér!!