Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 2

Skutull - 12.05.1945, Blaðsíða 2
84 SKUTULL Stjórnmálabréf frá Reykjavík, SKUTULL Vikublað. Ábyrgur ritstjóri og útgefandi: Hannibal Valdimarsson Hrannargötu 3, Isafirði. Símar 100 og 49. Afgreiðslu annast: Jónas Tómasson Hafnarstræti 1. Sími 123. Verð árgangsins 20 kr. 1 lausasölu 35 au. eintakið — 50 au. 8 síður. Friður — frelsi. Nærri því sex ára samfelldu blóðbaði er af létt í Evrópu. Dan- mörk, Noregur og Holland eru frjáls á ný. Fögnuður þessara þjáðu þjóða er óstjórnlegur. — Fögnuður vor yfir frelsi þeirra er óblandinn og innilegur. >H Þýzkaland nazismans er ger- sigrað. — Friður kominn á í Evrópu. Hver af öðrum hafa undirtyllur nazista oltið úr sessi og verið hand- samaðir. — Laval á flótta og fékk ekki landsvist á Spáni hjá vini sín- urn, Francó. Fritz Glausen er í fangelsi í Danmörku og Quisling í Noregi. Þar bíða þeir báðir dóms, hver svo sem örlög þeirra verða. Um þýzku nazistaforingjana suma hverja er allt meira á huldu. Það er þó vilað, að doktor Göbbels og öll hans fjölskylda tók inn eitur, um von Ribbentrop veit enginn neitt, en margar sögur fara af dauðadaga Iiitlers. Heilablæð- ing — hetjudauði á v\gvelli — kristilegur sjálfsdauði í kanslara- höllinni eða að han'n liafi skotið sig. En svo mikið er víst, að líkið hefir ekki fundizt enn sem komið er. Og svo er þá Göring loksins kom- inn í leitirnar. Fallinn í ónáð for- ingjans — dæmdur til dauða af Hitler, þótt ekki væri búið að koma því í verk að stúta honum. * Friði heíir verið týst yfir í Evrópu, og þó er e'nnþá barist á nokkrum stöðum. llin átgera af- vopnun þýzka hersins kostar sjálf- sagt nokkurn tíma, og jafnvel nokkuð vafasamt að liún geti alstað- ar farið friðsamlega fram. Kafbátarnir þýzku eru liver á fætur öðrum að koma upp úr und- irdjúpunum. Þeir draga upp svart- an fána og sigla til liafna. Stríðið í Asíu heldur ennþá á- fram. Nú geta Bandaríkjamenn ein- beitt sér að Japönum, og sjíTlfsagt taka Englendingar og Frakkar einn- ig þátt í þeim leik. & Slríði er lokið í Evrópu. En starf viðreisnar og uppbyggingar er að hefjast. — Atvinnuiíf þjóðanna er í niðurníðslu. Hverskonar mannvirki i rústum. Miljónir hraustra manna — eða tugir miljóna, særðir og lemstraðir. Og þjóðfélögin af göfl- um gengin. Allt verður að byggja upp svo að segja frá grunni. Og hvað er eðli- legra en að fólkið, sem öllu hefir fórnað fyrir þann sigur sein nú er unninn, krefjist þess, að uppbygg- ingunni verði þannig liagað, að þeirra Inði farsælla og fegurra mannlíf. — Að öðrum kosti væri ekki annað séð en að allar fórn- irnar hafi verið til einskis — öll baráttan hafi verið fyrir gíg. 0-------- Það, sem langmesta athygli hefir vakið undanfarið á hinu innlenda stjórnmálasviði, er skýrsla ríkis- stjórnarinnar í stríðsyfirlýsingar- málinu. Sekt kommúnistu sönnuS. Með skýrslu þessari er sannað, á óvéfengjanlegan hátt að kommún- istar vildu draga okkur inn í styTjöldina á síðustu stundu, þvert ofan í ótvíræðan vilja þjóðarinnar. Island hefir lýsl yfir ævarandi hlutleysi sínu og afneitað vopna- valdi sem tæki til að jafna ágrein- ing á milli þjóða. Þátttaka Islands á þeirri stundu, þegar stríðinu var raunverulega lokið og eftir er- lendri fyrirskipun, hefði af öllum sönnum íslendingum verið talinn óafmáanlegur blettur á þjóðarheiðri Islendinga. Kommúnistar hafa fundið hina megnu andúð þjóðarinnar á fram- ferði sínu í þessu máli og reyna því með allskonar undanbrögðum að dylja sannleikann. Skýrsla stjórnarinnar tekur þó af öll tví- mæli, þó þar sé reynt eftir megni að dylja hið rétta samhengi. Sann- að er, að kommúnistar vildu láta ineta „þátttöku Islands i styrjald- arrekstrinum" „til jafns viö slyrj- aldaryfirlýsingar annara J)jóða“, og að þeir vildu láta okkur undirrita sáttmála hinna sameinuðu þjóða (Washinglonsáttmálann), en i hon- um segir svo: „Hver ríkisstjórn skuldbindur sig til þess að leggja fram öll efni sín, hernaSarlcg og fjúrhagslcg, i bar- áttuuni gegn þeim aðilum þrívelda- samningsins og ríkjum, er bafa að- hyllst hann, sem hún ú í styrjöld viö“. Þjóðviljinn hefir og sjálfur túlk- að afstöðu flokks síns þannig: „Þeir (þ. e. socialistar) vildu láta viðurkenna, að þjóðin sé raunveru- lega í stríði, og hafi háð það og vilji heyja það m'eð hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir", Hér stoða því engin undanbrögð. Furdulegt plagg. En þótt skýrsla stjórnarinnar liafi þannig tekið af öll tvímæli í mál- inu, er hún samt eitt hið furðuleg- •asta opinbera plagg, sem birst liefir á Islandi, vegna þeirra auðsæju tilrauna til blekkinga, sem þar eru hal'ðar í frammi, lil þess að reyna að Jireiða yfir sekt kommúnista í stríðsyfirlýsingarmálinu. Er furðu- legt, að utanríkisráðherrann og ráð- tierrar Alþýðuflokksins skuli láta slíkt frá sér fára á sameiginlega ábyrgð ríkisstjórnarinnar.. í skýrsl- unni stendur m. a.: „Fáum dögum eftir bárust enn Jiær fregnir frá Washington (frá hverjum?) að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur og eigi yfir- lýsa stríösáslandi, heldur nægði að viðurkenna, að hér hefði ríktó/'ríð- arástand, síðan 11. desember 1941, og undirrita téða sátlmála (sbr. áður). Myndi þá iitið á Island sem eina hina hinna sameinuðu þjóða, en það veitti lslandi þátltöku í téðri ráðstefnu". Hér er verið að reyna að gera greinarmun á „stríðsástandi" og „ófriðarástandi", greinilega tii þess að þyrla ryki upp i augu almenn- ings. Honum á að skiljast að kominúnistar hafr ekki verið fylgj- andi „striði" heldur bara „ófriði!" Það væri skemmtilegt að ríkis- stjórnin birti þetta plagg, þar sem þessar dásamelgu skilgreiningar eru fram settar. Ætli Jiað verði ekki bið á því. Afstöa Sóvélríkjanna. Sá leiðinlegi atburður liefir gerzt í sambandi við þetta mál, að rússneskur blaðamaður hefir hald- ið ræðu um það i rússneska út- varpið. 1 ræðunni er ekki aðeins fólgin mjög mikil ósanngirni í garð Islendinga lieldur einnig bein ó- sannindi um íslenzka aðila og af- stöðu þeirra til hinna sameinuðu Jjjóða. Þarf svo sem ekki að efa, livaðan upplýsingarnar eru komn- ar. Hefði hér verið um að ræða ein- livern óvandaðan blaðamann í ein- liverju öðru landi, hefðu Jiessi um- mæli enga atliygli þurft að vekja, en öðru máli gegnir i Jiessu tilfelli, þar sem vitað er, að allt slíkt. fer í Rússlandi gegnuin nákvæina opin- bera ritskoðun. Ef forráðamenn Rússlands halda, að þeir skapi sér samúð á íslandi með slíkuin dólgsliætti, sem hinn rússneski blaðainaður hafði í frammi í fyrirlestri sínum, þá skjátlast þeim. Það eru að vísu til svo lítilsigldir menn eins og að- standendur Þjóðviljans, sera þykir níð hans gómsætur matur, en eng- inn vafi er á því, að allur þorri þjóðarinnar lítur á slik skrif sem beinan fjandskap við hana. Þvi þótt allur þorri manna sé vinveitt- ur hinni rússnesku þjóð og hafi dáðst að hinni hetjulegu baráttu hennar í heimsstyrjöldinni, þá eru ekki til nema nokkrir tugir manna eða í mesta lagi hundruð, sem taki slíkum skrifum með þökkum. Ef Rússum er það alvara að skapa trausta vináttu við íslenzku þjóðina, þá mega þeir vara sig á þeim, sem telja sig hina útvöldu og sérstöku vini þeirra hér á landi. í fyrsta lagi er það ótryggt fyrir þá að reiða sig á upplýsingar þeirra um íslenzk málefni og hugsunar- hátt íslenzku þjóðarinnar, í öðru lagi er rétt fyrir þá að gera sér ljóst, að sú andúð, sem til er liér á landi gagnvart Sóvétríkjunum er fyrst og fremst afleiðing af starf- semi og framkomu kommúnista, sem þykjast vera hinir einu og sönnu Sóvétvinir og reyna á allan hátt að nota samúðina með Sóvét- ríkjunum til framdráttar valda- brölti sínu. Islendingar eiga ekkert sökótt við Sóvétríkin svo vitað sé og óska eftir að geta lifað í sátt og sam- lyndi við þau, eins og öll önnur ríki, en Jieim getur náttúrlega ekki staðið á sama um, ef heill stjórn- málaflokkur gengur bcinlínis í Jijónustu erlends stórveldis og lvégð- ar sér eins og meðlimir lians væru borgarar Jiess stórveldis. Það getur ekki annað en verið fallið til þess að skapa andúð á hlutaðeigandi stórveldi, sérstaklega ef það kemur í ljós, að talsmenn Jiess taka gagn- rýnislaust við óliróðri, sem þessir vinir þeirra útbreiða um landa sína, kalla Jiá l. d. „lærisveina Göbbels" og öðrum ámóta heiðurs- nöfnum. Vilnisburður Rússans. Kommúnistum liefir þó engan- veginn orðið óblandin ánægja af innleggi hins rússneska blaða- manns. M. a. sagði hann nefnilega: „Það eru til friðarspillar á Is- landi, sem eru að reyna að sanna, að Bretar og Bandaríkjamenn hafi viljað láta sérstakar reglur gilda fyrir Island, með því að leyfa ís- lendingum að taka þátt í San- Francisko-ráðstefnunni, án þess að þeir færu í stríð, en að Rússar hafi af ásettu ráði komið í veg fyrir Jielta. Ákvörðun Krimráðstefnunn- ar um skilyrði fyrir Jiví, að Islend- ingar lækju þátt í San-Francisko- r'áðstefnunni var samþykkt alger- lega einróma". „Það er villandi ... að gefa í skyn, að liægt sé að komast til himnarikis, án Jiess að vökna í fæt- urnar, Jiað er, að vera boðin liátt- taka í San-Fraacisko-ráðstefnunni, án þess að gefa út stríðsyfirlýs- ingju". |illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllll| I Bókmenntir. 1 t=3 = Dmitri Mereskovski: LEONARDO DA VINCI Björgúlfur Ólafsson Itcknir Jjýddi Útgefandi H. f. Leiflur. Á árinu 1943 gaf bókaútgáfufé- lagið Leiftur i Reykjavík út skáld- söguna: „Þú liefir sigraö Galilei“, eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskovski, sem margir skipa á bekk með snillingum eins og Tolstoi, Turgeniev og Dostojevski. Þýðingu þeirrar bókar á íslenzku annaðist Björgúlfur Ólafsson lækn- ir, og fékk hún liinar ágætustu við- tökur. Nú er komin út á íslenzku önn- ur skáldsaga eftir sama liöfund. Útgefandinn er Leiftur, og þýðand- inn einnig hinn sami, Björgúlfur læknir Ólafsson. Þetta er hinn mikli söguróman „Leonardo da Vinci". Eins og nafnið bendir til fjallar sagan um hinn ódauðlega lista- mann, Leonardo da Vinci, sem uppi var á ítalíu á síðari helming fimmtándu aldar og í byrjun þeirr- ar sextándu. En þó er bókin öllu heldur lýsing samtiðar hans, þessa glæsilegasta listatímabils i sögu ltalíu og sögu Evrópu. Þar bar þá hæst allra listamanna Leonardo da Vinci og Michelangelo. Fjöldamarg- ar undur fíngerðar og fagrar eftir- myndir af listaverkum Leonardos eru í bókinni og stórauka þær gildi hennar, þó að skáldverkið sjálft sé úl af fyrir sig hið merkasta. Þarna er t. d. eftirmynd af „Kvöldmáltíðinni og Mona Lisa, en þau málverk bæði eru eftir ' Leonardo da Vinci og hafa af flest- um hlotið þann dóm, að þau væru einhver fullkomnustu málverk, sem til séu í veröldinni bæði að fornu og nýju. Um undramanninn Leonardo da Vinci hefir þetta verið sagt: „Hann var allra manna færastur á öllum sviðum lista. — Hann var eðlisfræðingur á við Galilei, stærð- fræðingur á borð við Pythagoras, stjörnufræðingur á við Kopernikus og hervélafræðingur eins og Archimedes og uppfinningamaður jafn snjall eins og Edison". Þá er sú fagra saga sögð um þennan einstaka mann, að olt hafi hann keypt fuglabúr sem boðin voru til sölu á götum Florence- borgar. En tilgangur hans ineð þeim kaupuin var sá einn að opna búrin og gefa fuglunum frelsi sitt. Slík var ást lians á frelsinu. f fám orðum má segja Jiað um bókina Leonardo da Vinci, að þar sé góð bók fyrir unga og gamla — er hún til dæmis sérstaklega tilval- in fermingargjöf — enda opnar hún lesandanum heim hljóðlátra töfra fegurðarinnar í fleiri en ein- um skilningi. Þetta er stór bók og myndarleg að öllum ytra búningi, hálft fjórða hundrað blaðsíður að stærð. En ]iað verður að segjast, að betur hefði mátt vanda prófarkalestur, mál á stöku stað, og merkjasetn- ingu yfirleitt, þar sein um slíkt fag- urfræðilegt merkisrit er að ræða. Þetta er þó sjálfsagt ekki i lakara lagi en gengur og gerist, og mun hinn venjulegi lesandi tæpast hnjóta um þá agnúa. Miklu líklegra er, að allt hið smærra hverfi les- anda þessarar bókar, sökum þeirra fegurðarverðmæta er hún hefir upp á að bjóða. En eru það ekki einmill komm- únistar, sem hafa verið að reyna að telja Jijóðinni trú um, að hún hafi ekki þurft að vökna í fæt- urnar þ. e. að gefa striðsyfirlýs- ingu?

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.