Skutull - 19.09.1945, Síða 3
SKUTULL
165
í dag, þegar það er að ræða um
hinn mikla ríkidóm þjóðarinnar:
„Skuldir sínar liafa bændur
greitt að mestu, og eiga innstæður,
er skipta tugum milljóna. Kau])-
menn og iðnrekendur liafa efnast
stórkostlega, og eru sumir orðnir
auðugir menn. En ein stétt er það,
sem á sáralitla hlutdeild í þeim
miklu innstæðum, sem safnast hafa.
Það er launþegastéttin, hvort sem
það eru verkamenn eða aðrir laun-
þegar.
Þetta er áreiðanlega rétt hjá
Morgunblaðinu, sem það segir um
launþegana, hvað meginþorra
þeirra snertir.
Þeir hafa aðeins fengið stundar-
hag sinn bættan nokkuð, en hinn
mikli stríðsgróði er annarsstaðar.
Samt er það nú á launþegana,
sem fyrsta áhlaupið er gert, þegar
formælendur braskstefnunnar sjá
Svo segja
BÚNAÐARRÁÐ hefir í alþýðu-
munni lilotið nafnið Sovétráö land-
búna'ðarins, og almennt eru með-
limir ráðsins nefndir sovétfulltrú-
ar landbúnaðarrúðherra.
Um ráðherratilnefningu búnað-
arráðs segir Tíminn nýlega á þessa
leið:
„ÞAÐ má undantekningarlítið
heita sameiginlegt einkenni ein-
ræðisríkjanna, að öll frjáls stétta-
samtök séu hönnuð. Til þess að
telja stéttunum samt trú um, að
þær liafi einhver völd, hefir sá
háttur verið tekinn upp í mörgum
einræðisríkjum, að ríkisstjórnirnar
hafa tilnefnt fleiri eða færri menn
út hverri stétt í ráð eða nefndir,
sem hefir átt að fara með málefni
hlutaðeigandi stéttar. Þessir menn
hafa fyrst og fremst verið fulltrúar
sljórnarinnar, en ekki stéttarinnar,
þótt reynt hafi verið að slá ryki í
augu hennar og telja henni trú um,
að hún réði málum sínum sjálf,
þar sem menn úr hennar hópi
skipuðu umrædd ráð“.
Þetta kom líka vel í ljós á fund-
inum í Reykjanesi fyrir skemmstu.
Þar greiddi aðeins einn bóndi at-
kvæði á móti tillögu, er vítti
ráðherratilnefningu búnaðarráðs-
manna og þá réttarsviptingu, sem
hændur sjálfir og samtök þeirra
hefðu með þessu orðið fyrir. Og
hver lialda menn að sá hóndi hafi
verið? — Það var enginn annar en
sovetfulltrúinn Bjarni í Vigur,
sem strax reyndist þannig í and-
stöðu við stéttarbræður sína um
þetta réttlætismál en á bandi ráð-
herrans, sem tilnefndi hann í ráð-
ið.
f annari grein um sama mál seg-
ir Tíminn svo:
SÁ áróður íhaldsmanna og
kommúnista, að lögin leggi valdið
í verðlagsmálunum í hendur hænda
sjálfra, þar sem eingöngu bændur
eða starfsmenn þeirra megi eiga
sæti í búnaðarráði, liefir ekki að
neinu leyti villt hændum sýn.
Bændum er mætavel ljóst, að því
aðeins væri þetta vald lagt í hend-
ur þeirra, að þeir eða samtök
þeirra fengju að tilnefna menn í
búnaðarráð. 1 stað þess, að það sé
gert, er útnefningarvaldið lagt í
hendur landbúnaðarráðherrans —
E I N S. Það er því II A N N, en
ekki bændastéttin, sem hefir fengið
valdið í verðlagsmálunum i sínar
hendur.
Fullt útlit er fyrir, að bændur
reýnist þeim þroska gæddir, að
láta ekki villa sér sýn með háu af-
uröaverði. Þeim dylst ekki, að
sjálfsákvörðunarrétturinn hefir
verið af þeim tekinn, og það telja
þeir aöalatriði málsins, eins og hár-
rétt er.
DAGBLAÐIÐ VfSIR birtir 0.
þ. m. grein, er nefnist:
hvert stefnir. Vísitölusvindlið er
fyrsta stóra áhlaupið. liið næsta
verður kauplækkunin, samræming-
in, sem Þjóðviljinn er að hoða. Hið
þriðja gengislækkunin, sem þó á-
reiöanlega fær að bíöa fram ijfir
kosningar.
En hvernig stendur annars á
því, að stjórnarflokkarnir hafa
gleymt að ganga frá því, sem átti
að vera eitt grundvallaratriði
stjórnarsamningsins? Að gerðir
væru heildarsamningar um að
grunnkaup verkafólks skyldi ekki
lækka.
Jú, það eru ýmis merki þess að
hinir leiðandi fjármála- og stjórn-
málamenn okkar viti, hvert þeir
eru að fara með -þjóðina. En það
er óþarfi að vera að tala um það,
ef hún fæst til að gera sig ánægða
með það, sem henni er sagt.
liin blödin. ■
„Allra meina bót“ um nefnda-
farganið, sem nú breiðist óðfluga
yfir þjóðfélagið ennþá magnaðra
en nokkru sinni fyr:
„öllum er ljóst, að síldveiðarnar
á þessu sumri hafa orðið þungt á-
fall fyrir útveginn. Þó að hann sé
að mörgu leyti betur undir það
búinn nú en áður, að mæta slíku
áfalli, þá er enginn vafi á því, að
það gerir mörgum erfiðan róður-
inn. En þetta er sú áhætta, sem
síldveiðunum fylgir frekar en
nokkurri annarri atvinnugrein,
enda gefur hún oft mikið í aðra
hönd. Æskilegt væri að koma þeim
til hjálpar á einhvern hátt, sem
harðast hafa orðið úti, ef þess er
kostur. Hætt er þó við, að nefnd-
arskipun verði til lítils gagns í
þessu efni. En tilkynnt hefur ver-
ið frá ríkisstjórninni, að atvinnu-
málaráðherra hafi skipað nefnd,
vegna þess að síldveiðarnar hafi
hrugðist. Vafalaust fæðist svo önn-
ur nefnd bráðlega, vegna þess að
heyskapur á Suðurlandi hefir
brugðizt. Slíkar nefndaskipanir
eiga að vera allra meina bót.
En þær geta oft orðið til þess
að spilla fyrir því, að mikilsvarð-
andi og aðkallandi verkefni séu
tekin réttum tökum. Nefndirnar
eru venjulega lítið annað en „út-
þynning“ ábyrgðarinnar, og ef eitt-
livert' mál er aðkallandi, þá er
sjaldan rétta leiðin að setja það í
nefnd. Það er varla ofsögum sagt,
að orðið „nefnd“ er að vei’ða eitur
í beinum alls þorra manna hér á
landi. Hér eru nú starfandi yfir
sextíu opinberar nefndir, og stöð-
ugt er nýjum bætt við. Hinar tíðu
nefndaskipanir eru sérkenni ís-
lenzks stjórnarfars. Ef eitthvað
þarf að framkvæma, er skipuð
nefnd. Ef um eitthvað þarf að
semja, er skipuð nefnd, Ef eitl-
livert mál þarf að athuga, er skip-
uð nefnd. Ef Táðlierra veit ekki,
hvernig á að ráða fram úr ein-
hverju máli, er skipuð nefnd.
--------O--------
Yfirlæknisslaðan viö _ Sjúkrahús
Isafjarðar liefir verið auglýst laus
til umsóknar .
Þegar bæjarstjórn á sínum tíma
réði Kjartan Jóliannsson lækni í
embættið, var sú ráðning staðfest
til hráðabirgða af heilbrigðisstjórn-
inni, þar sem engir sérfræðingar i
handlækningum voru þá á lausum
kjala.
Nú hefir heilbrigðissgórnin lagt
svo fyrir, að embættið skuli aug-
lýst til umsóknar, og liefir bæjar-
stjórn lagt til, að grunnlaun yfir-
læknisins verði 11000 krónur. Eru
það sömu laun og yfirlæknarnir á
ríkisspítölunum liafa samkvæmt
launalögunum
Ekkjan Ingveldur Benónýsdóttir
á Siglufirði átti sjötugsafmæli þann
7. þessa mánaðar.
Sama dag átti faðir hennar
Benóný Jónsson í Gerðhömrum
í Dýrafirði níræðisafmæli. Hún
er fædd í Feigsdal í Dalahreppi
i Arnarfirði 7. septemher árið
1875, en bjó hér í bænuin áratug-
um saman ásamt manni sínum
Bergsveini Árnasyni járnsmíða-
meistara. Til Siglufjarðar fluttist
hún svo fyrir nokkrum árum síð-
an, er hún hafði misst mann sinn.
Frú Ingveldur er hin mesta
sæmdar- og dugnaðarkona og á
hér fjölda vina og kunningja.
Með lífi og sál tók hún þátt í
starfL Alþýðuflokksins og verka-
lýðssamtakanna hér í bænum, og
þar sem hún var, áttu góðtemplar-
ar ávallt góðan liðsmann og óbrigð-
ulan.
Skutull sendir frú Ingveldi hin-
ar innilegustu árnaðaróskir sínar
í tilefni afmælisins og færir henni
kærar þakkir fyrir starf hennar
allt í þágu alþýðusamtakanna hér
í bæ.
Sveinbjörn Halldórsson bakara-
meistari lézt í Landsspítalanum i
Reykjavík þann þrettánda þessa
mánaðar eftir langvarandi van-
heilsu, aðeins 57 ára að aldri.
Sveinbjörn var fæddur að Mel-
um í Árneshreppi í Strandasýslu,
sonur Halldórs Jónssonar bónda og
konu hans Guðbjargar Ólafsdóttur.
Var hann af miklu atorku- og dugn-
aðarfólki kominn í báðar ættir.
Hér í bænum hafði Sveinbjörn
búið hátt á fjórða tug ára. Lærði
hann ungur bakaraiðn í Norska-
bakaríinu og var um skeið for-
stöðumaður þess. Síðan 1914 starf-
rækti Sveinbjörn eigið brauðgerð-
arliús í Hafnarstræti 17 liér í bæ
og hafði framfæri sitt og sinnar
stóru fjölskyldu af því.
Sveinbjörn var kvæntur Helgu
Jakobsdóttur frá Eyri í Ingólfsfirði
og varð þeim níu barna auðið. Eru
sjö þeirra á lífi, öll uppkomin og
liin mannvænlegustu.
Fréttir frá Bíldudal. Hið árlega
íþróttamót Ungmenna- og íþrótta-
sambands Vestur-Barðastranda-
sýslu var lialdið að Sveinseyri í
Tálknafirði dagana 18. og 19.
ágúst. Fjögur félög tóku þátt í mót-
inu. Iþróttafélagið Hörður, Patreks-
firði, íþróttafélagið Drengur
Tálknafirði, Iþróttafélag Bílddæl-
inga, Bíldudal, og Ungmennafélagið
Morgunn, Ketildalahreppi. Keppt
var í frjálsum íþróttum, sundi og
handknattleik kvenna.
Iþrótlafélag Bílddælinga vann mót-
ið og hlaut C3 stig. Iþróttafélagið
Hörður hlaut 26 stig. Iþróttafélagið
Drengur 16 stig og Ungmennafé-
lagið Morgunn 5 stig. Handknatt-
leik kvenna vann einnig Iþrótta-
félag Bílddælinga og hlaut 6 stig.
Hörður hlaut 4 stig og Drengur 2
stig. Stighæsti maður mótsins var
Páll Ágústssón frá Iþróttafélagi
Bílddælinga og hlaut 30 stig. Ann-
ar var Ólafur Ágústsson frá Iþrótta-
félaginu Herði á Patreksfirði og
lilaut 10 stig. Þriðju voru Magnús
Guðjónsson og Baldur Ásgeirsson,
báðir frá Iþróttafélagi Bílddælinga
með 7 stigum hvor. Jón Erlends-
son íþróttakennari frá Isafirði
stjórnaði mótinu með mestu prýði.
Fór það vel fram, og var mikill
fjöldi áhorfenda.
Þann 18. ágúst átti liinn vinsæli
atorkumaður Gísli Jóhannsson
skipasmiður á Bíldudal 40 ára
starfsafmæli en 62 ára aldursaf-
afmæli, og mun hann vera þekktur
mjög víða fyrir sitl trausta og
góða smíði. — Munu sjómenn og út-
gerðarinenn, sem notið hafa handa-
verka hans hafa hugsað hlýtt til
hans, á þessum tímamótum, og þá
ekki síður allir þeir, sem fengið
hafa að kynnast honum persónu-
lega.
Óþurkur hefir verið afar mikill
hér um heyskapartímann, og er
löngu farið að horfa til vandræða
hjá bændum með að ná í fóður
fyrir bústofninn. Afli hefir verið
dágóður i Arnarfirði nú um tíma.
Er það tómur þorskur sem veiðist
á línu. Dragnótaveiðin hefir verið
fremur treg. — Atvinna hefir ver-
ið dágóð á Bíldudal í sunxar.
O
Maria R. Úlafsdóttir
í Bæjum sextíu og fimm ára
Þann 1. þessa mánaðar átti sex-
tíu og fimm ára afmæli frú María
Rebekka Ólafsdóttir í Bæjum á
Snæfjallaströnd.
Frú María er fædd 1. september
árið 1880 að Kirkjubóli í Langa-
dal í Nauteyrarhreppi. Að mestu
leyti ólst hún upp á Nauteyri, en
síðar í Bæjum hjá Halldóri Her-
mannssyni og Maríu Kristjánsdótt-
ur.
Árið 1902 giftist hún Sigurði Ól-
afssyni í Bæjum og hafa þau hjón
átt þar heima síðan, utan eitt ár,
sem þau bjuggu á Hjöllum í ögur-
hreppi.
Þau María og Sigurður í Bæjum
hafa eignazt 15 börn, 12 syni og 3
dætur. Einn son misstu þau ungan
en liin börnin komust öll upp. Tvö
þeirra dóu fullorðin, og eru því 12
börn Bæja-lijónanna á lífi. — Er
það yngsta þeirra nú 18 ára.
Fimm af börnum þeirra Maríu
og Sigurðar eru búsett hér í.bæn-
um. Sigurður skipstjóri í Sund-
stræti 27, Gunnar skipasmíðanemi,
Hlíðarveg 24, Óskar skipasmíða-
nemi, Aðalstræti 26, og Ásgeir og
María, bæði til lieimilis í Hafnar-
stræti 3. - Tveir synir eru heima
í Bæjum, Halldór búfræðingur og
Ólafur.
Frú María er gáfuð kona <xg
ágæta vel verki farin, enda liefir
oft á það reynl. Ekki hefir hún
liaft tækifæri til að sitja við skrift-
ir, en eitt af því sem María í Bæj-
um kemur manni á óvart með, er
það, að hún hefir forkunnar fagra
og þjálfaða ritliönd.
María í Bæjum er sjaldgæf dugn-
aðarkona. Mundi það liafa verið fá-
um lient að standa í hennar spor-
um lengi vel. Má nærri geta hvi-
líkt hlutverk beið fátæku einyrkja-
húsfreyjunnar í lélegum húsakynn-
um á morgni hverjum, meðan
barnahópurinn stóri var að komast
á legg. En hana skorti aldrei þrek.
Alltaf fann hún einlxver ráð til að
metta og klæða liópinn sinn og yf-
irstíga erfiði og þrautir dagsins.
Hún er vissulega sigurvegari í
löngu stríði — Til fullorðinsára
konx hún ásamt manni sínum 14
mannvænlegum og þróttmiklum
börnum. Það er óvenjulegt dags-
verk. Það eru þau sigurlaun, sem
hún hefir fært íslenzku þjóðfélagi.