Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 13.02.1948, Qupperneq 6

Skutull - 13.02.1948, Qupperneq 6
I SKUTULL mundi notfæra sér heimild í lög- um til að leyfa slíkar framkvæmd- ir án meðmæla hans. Þó tel ég sjálfsagt að vinna að samþykkt heimildarlaganna, sem fram hafa verið lögð á Alþingi, þar sem raf- orkumálastjóri hefir ekki heldur mælt á móti hitaveiturafstöðinni, því hver veit nema áframhaldandi rannsókn verði til þess, að hann láti bæjarstjórn skriflega í té þau meðmæli, sem formaður rafveitu- nefndar flutti nefndinni svo ákveð- ið munnlega. Þá getur það orðið til flýtisauka að hafa lagaheimild- ina. Að endingu vil ég benda á í sam- bandi við þessi mál, að meirihluti bæjarstjórnar virðist nú vera miklu ófeimnari við tölur en hann var 1946, þegar hann felldi tillögur Al- þýðuflokksins um 3 milj. kr. lán- tökuheimildar í fjárhagsáætlun til togarakaupa, fiskiðjuvers og skóla- bygginga. Nú virðast þessir menn ekki sjá nein vandkvæði á því að grípa upp 6,13 miljónir, og er það að öllum líkindum vegna þess, að þeir telji sig eiga skilið að fá þessa upphæð að láni fyrir afbragðs góða fjármálastjórn. Þarf nú sennilega ekki annað en að aðstoðarritstjóri Vesturlands skrifi nógu kröftugar skammir um lánsstofnanirnar, til þess að þær hristi þessa fúlgu fram úr erminni. Birgir Finnsson. R . úgur er meðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reybið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi lsfiröinga. Ekkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari Itrauðteg- und en Bökunarfélagið. Bæði áeydd og óseydd. Nýtízku tœki til brauögerðar Utgerðarvörur: Bambusstengur Lóðabelgir nr. I., enskir Taumar Krekjur nr. 7 Tógverk Mótortvistur Ullarvörur án skömmtunar: Hosur, margar st. og gerðir Peysur, margar st. og gerðir Sjópeysur Dömu-pr j ónsett Dömu-peysur Gamasíubuxur, barna- Telpu-golfpeysur Barna-peysur fjölbreyttar Ullarsokkar barna Fatnaður og hlífar: Vinnubuxur Nærbtixur Dkengja-blússur 2 teg. Belgvetlingar 2 teg. Dömu-regnkápur með og án hlífa Barna og unglinga regnkápur Oliustakkar, enskir Olíupils Axlabönd Sokkabönd Yerzlun J. S. Edwald Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sgnt hafa okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför elsku litlu dótt- ur okkar, Guðngjar. Elísabet Jónsdóttir Halldór M. Ólafsson Jörð til sölu. Þakkarávarp. Nýlega barst björgunarskútu- sjóði Vestfjarða fimm hundruð króna áheit frá sjómannskonu, sem ekki vill láta nafns síns getið. Ennfremur tvö hundruð króna gjöf frá fjörgömlum sjómanni hér í bænum. Fyrir þessar peningagjafir fær- um við gefendum okkar innilegustu þakkir og óskum þeim allra heilla. F. h. Karladeildar Slysavarnafé- lags Islands, Isafirði. Kristján Kristjánsson, Sólgötu 2. Innilegt hjartans þakklæti votta ég öllum þeim, sem sgndu mér samúð og hjálp við veikindi, andlát og jarð- arför konu minnar, Þorbjargar Jónsdóttur. Sérstaklega þakka ég frú Guðrúnu Kristjánsdóttur og frú Sigríði Hólm svo og kvenfélaginu Hlíf, sem sendi mér peninga- gjöf. Isafirði, 9. febr. 1948. Jón Halldórsson. Frá Békasafninu. Lesstofur Bókasafns Isafjarðar verða opnar fyrir almenn- ing sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 4—7 e. h. og 8—10 e. h. Á sunnudögum kl. 4—7 e. b. Hér eftir verður enginn útlánatími á sunnudögum, og verður safnið því aðeins opið til úllána alla virka daga frá kl. 6—7 e. li. nema á mánudögum og föstudögum, þá eru útlán frá kl. 8—9 eftir hádegi. Bókavörður. Auglýsin Hálf jörðin Unaðsdalur í Snæfjallahreppi er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er íbúðarhús, byggt 1928. Peningshús fyrir 20 kýr, 5 hesta og 80 fjár. Safnþró, vot- heysgryfja og þurheyshlaða, sem rúmar 800 hestburði. Allt sam- byggt. Túnið er mest allt véltækt og gefur a.f sér um 500 hestburði. Ótæmandi skilyrði til ræktunar. Jörðinni getur fylgt áhöfn, eftir samkomulagi og einnig: Dráttarvél, sláttuvél, rakstrarvél og ný Gascoignes mjaltavél. . Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar Guðrúnu Ölafsdóttur. frá Áburðarsöln ríkisins um áburð. Þeir, sem kaupa ætla tilbúinn áburð á þessu ári, þur'fa að koma pöntunum sínum til skrifstofu vorrar fyrir 20. febrúar næstkomandi. Utvegun og innflutningur áburðarins verður nú sem fyrr, tak- markaður, og er hvort tveggj a háð ákvÖrðunum útlendra aðilj a, vegna oflítillar lramleiðslu samanborið við þarfirnar, og leyf- um innlendra aðilja vegna gj aldeyrisvöntunar landsins. Þrátt fyrir mikilvæga aðstoð stjórnarvalda, hcfir ckki fengist loforð fyrir eins miklu áburðarmagni og landið þai’f, en vonir standa þó til, að innflutningur jurtanærandi áburðarcfna verði ekki minni en síðustu árin, svo framarlega scm gjaldeyrir fæst til greiðslu, og verður að hafa það í huga, þegar pantanir eru gerðar. Áburðartegundir, sem væntanlega fást, eru: Ammoníaksaltpétur ............ 33,5% köfnunarcfni Kalkammonsaltpétur............20,5% köfnunarefni Þrífosfat — Triplesuperfosfat .... 48% fosforsýra Kalí brennisteinssúrs og kalí 60%. Tröllamjöl. Að þessu sinni fæst ekki Ammophosáburður, og er því til- gangslaust að panta hann, þess í stað verður að nota saltpétur og þrífosfat. Tröllamjöl fæst aðeins mjög takmarkað. Verðlag áburðarins, einkum köfnunarefnisáburðar, hækkar verulega og áætlast þannig: Ammoníaksaltpétur .................. kr. 48,00 Þrífosfat ........................... — 38,00 Kalí 60% ............................ — 25,00 Brennisteinssúrt kalí ............... — 28,00 Allt miðað við 100 ensk pund. Kalkammonsaltpétur .... kr. 34,00. hver 50 kg. Tröllamjöl ............. — 33,00 hver 50 kg. Áburðurinn verður seldur sömu aðiljum og áður. Allar áburðarpantanir .séu greinilegar, ákveðnar og miðist við brýna þörf hvers eins og séu komnar til skrifstofu vorrar fyrir 20. febrúar næstkomandi. Reykjavík, 14. janúar 1948. Áburðarsala ríkisins.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.