Skutull

Árgangur

Skutull - 28.01.1949, Síða 3

Skutull - 28.01.1949, Síða 3
S K U T U L L 3 Fjarðarstræti sbyggi ngarnar. Byggingar bœjarins við Fjarðarstrœli eru nú koinnar allvel áleiðis. lbúðir þessar eru byggðar skv. löguin uin opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum, 3. kafla. Með því að ekki mun öllum fullkunn þessi merka löggjöf, birtir Skutull hér orðréttan 3. kafia laganna, er fjallar um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. (Leturbreytingar Skutuls). III. KAFLI Um íbúðarbyggingar sveitarfélaga. 27. grein. 1 kaupstöðum og kauptúnum, þar sem fólk býr í lieilsuspillandi íbúð- um (bröggum, útihúsum, háaloftum, kjöllurum o.s.frv.) og ekki verður úr bœtt á nægilega skömmum tíina að dómi sveitarstjórnar með þeirri aðstoð ríkisins og sveitarfélaganna, sem um getur í I. og II. kafla þess- arra laga, ber sveitastjórn kaupstaðarins eða kauptúnsins að ráða bót á húsnæðisvandræðum og nýtur hún til þess þeirrar aðstoðar rikisins, sem í þessum kafla segir. 28. grein. Sveitarstjórn lætur safna skýrslum um fjölskyldur þær í kaupstaðnuin eða kauptúninu, sem búa í heilsuspillandi íbúðum, og kynnir sér efna- hag þeirra og atvinnu svo og fyrirætlanir þeirra um útvegun húsnæðis. 29. grein. Að skýrslugerð þessari lokinni skal sv'eilarstjórn semja áætlun um, hversu margar íbúðir þurfi að gera lil þess að bæta úr þörfum þeirra, sein liúa í lieilsuspillandi íbúðum og ekki fá á annan veg tryggt sér við- unandi liúsnæði, svo og kostnaðaráætlun og áætlun um hversu langan tíma sú framkvæmd muni taka, og skal stefnt að því, að henni verði lokið á fjórum árum. 30. grein. Skýrslur þær og áætlanir, sem um getur í 29. gr., skal senda ríkis- stjórninni ásamt rökstuðningi sveitarstjórnar fyrir því, að ekki verði bætt úr húsnæðisþörfinni á nægilega skömmum tíma með þeim aðgerð- um, sem í I. og II. kafla þessarra laga segir. 31. grein. Nú fær sveitarstjórn félagsmálaráðuneytinu sönnur á, sbr. 29 gr., að nauðsyn sé slíkra íbúðabygginga, sein hér um ræðir, og skal þá ríkissjóður lána þeim sueitarfélögum, sem reisa slíkar íbúðir, 75% af byggingarkostnaði huerrar íbúðar, en þar skal ekki lóð meðtalin. Lán þessi skulu uera til 50 ára með 3% ársuöxtum, og greiðast uextir og afborganir með jöfnu árlegu gjaldi. llíkis- sjóður leggur enn fremur fram 10% af byggingarkostnaðinum sem uaxtalaust lán til 50 ára. Lán þessi eru afborgunarlaus fyrstu 15 áirin, en greiðist síðan með jöfnu árlegum greiðslum á 35 árum. Ef sueitastjórn ákueður að afskrifa þau 15%, sem sueitarsjóður leggur fram án atbeina ríkissjóðs, er ríkisstjórn- inni heimilt að gefa eftir uaxtalausa lánið. 32. grein. Til tryggingar 75% láni ríkissjóðs skal vera 1. veðréttur í húseignum þeim, sem reistar eru, þar til lánin eru að fullu greidd. 34. grein. Sveitarstjórn byggir íbúðir þessar og ræður gerð þeirra og stærð, allt í samræmi við ákvæði byggingarsamþykktar staðarins og skipulagsupp- dráttar, ef til er. Ibúðir þær, sein byggðar eru samkvæmt III. kafla þessara laga, skulu leigðar þeim, er í heilsuspillandi íbúðum búa, og skulu þeir ganga fyrir, sem búa við lakast húsnæði og erfiðastar heimilisástæður. Slcal leitað álits heilbrigðisnefndar, ef til er, ella héraðslæknis, um það i hverri röð menn fái íbúðirnar. 35. grein. Ibúðir þær, sem reistar eru samkvæmt ákvæðum þessa kafla, eru eign sveitarfélagsins og lcigjast þeim, sem þær eru byggðar fyrir, Sjötugsafmæli. Iíristín Guðmundsdóttir, kona Ólafs Ólafssonar, skólastjóra á Þing eyri, varð 70 ára 19. þ.m. Fimmtugsafmæli. Steinn Leós, skrifstofustjóri á Bæjarskrifstofunum varð fimmtug- ur 21. þ.m. Undanfarin ár hefur Steinn starfað á Bæjarskrifstofun- um og hefur hann þráfaldlega gegnt þar störfum bæjarstjóra. Steinn hefur mikið starfað að leik- starfsemi og er hann einn af beztu leikurum í bænum. Steinn er góður starfsmaður og hjálpsamur og hefir áunnið sér traust þeirra mörgu er við hann skipta og með honum starfað. Skotmót í Hróaldskeldu. Borist hefur bréf til bæjarstjóra þar sem átta Isfirðingum er boðið til þátttöku í skotmóti í Hróalds- keldu á Sjálandi í Danmörku. Skot- ið skal þar í mark með skamm- byssu (Grovpistol) og sænskum handbyssum. Ekki er enn vitað hve margir verða til að taka þessu fyrsta vinaboði til Hróaldskeldu. Skíöamót íslands. Tilkynnt hefur verið að Skíða- mót Islands 1949 fari fram hér á Isafirði um páskana, eða da^ana 14.—18. apríl n.k. Skíðaráði Isa- fjarðar hefur verið falið að standa fyrir mótinu, en formaður þess er Guttormur Sigurbjörnsson, forstöðu maður Sundhallarinnar. Samtímis verður ársþing Skíðasambands Is- lands, Skíðaþingið, haldið á Isa- firði. Síðast var landsmót skíðamanna haldið hér á Isafirði 1945. Keyptu flakiö af Júni. Botnvörpungurinn Júní frá Hafn- arfirði, sem strandaði við Sauðanes er nú farinn að liðast nokkuð sund- ur, og hefur brimið kastað honum nokkuð hærra í fjöruna en hann var fyrstu dagana. Nokkrir menn á Flateyri hafa nú keypt flakið og munu þeir ætla að bjarga því sem til næst úr því, í vor og sumar. Hjónaefni. Kunngjört hafa trúlofun sína ung- frú Guðrún Magnúsdóttir, Fálka götu 14, Reykjavík og Ásgeir Ás- geirsson (Torfassonar) stud. pharm. frá Sólbakka við önundar- fjörð. --------O------- Ivaupgj aldsamningar í Bolungarvík. Verkalýðsfélagið í Bolungarvík hefur sagt upp samningum sínum við atvinnurekendur. Fer verkalýðsfélagið fram á að gerðir verði samningar um kaup og kjör samliljóða þeim er gilda á Isa- firði. Samningaumleitanir hafa dregist á langinn og var í fyrra- kvöld samþykkt, með alsherjar- atkvæðagreiðslu að veita samninga- nefnd félagsins heimild til vinnu- stöðvunar. Vonandi þurfa verka- menn og sjómenn i Bolungarvík ekki lengi enn að standa'í þjarki við atvinnurekendur um jafn sjálf- sagt atriði, að þar gildi sama kaup og hliðstæð kjör og á öðrum stöð- um hér við Djúp. Eyjólfur Jónsson, Mánagötu 2, sá um útgáfu þessa tölublaðs. uið leigu, sem eigi má hærri uera en sambærileg leiga í leigu- húsum af sambærilegri gerð, sem einstaklingar eiga. Heimilt er þó sueitarstjórn að selja íbúðirnar þeim, sem þær hafa fengið til íbúðar, á kostnaðarverði og með hagkvæmum greiðsluskil- málum. 36. grein. Sveitarfélög sera íbúðir reisir með þeirri rikisaðstoð, sem í þessum kafla segir, skulu hafa sérstakt reiknishald fyrir húsbyggingar þessar og starfrækslu þeirra. Skal leggja mánaðarlega leigu og afborganir, ef íbúð- irnar eru seldar, í sérstakan reikning, og geymist fé þetta þar, unz að gjalddögum kemur á lánum ríkissjóðs, en þá skal því varið til afborgana og vaxtagreiðslna af þeim. Nú hrökkva tekjur af húseignum ekki eitthuert ár til fullrar greiðslu, og skal þá greiða það sem til vantar úr sveitarsjóði. 37. grein. Með reglugerð, sem félagsmálaráðherra staðfestir, skal sveilarstjórn kveða nánar á um einstök atriði varðandi framkvæmd á byggingum ibúðarhúsa sveitarfélaganna svo og leigukjör, söluskilmála, viðhald og hvað eina, sem nauðsynlegt verður talið að ákveða þar sérstaklega, þ.á.m. hvernig fara skal að um sölu slíkra íbúða, ef eigendaskipti verða eða eigandi vill losna við íbúð sina. Skal reynt að haga svo til, að greiðslur einstaklinga fyrir hásnæði sueitarfélaganna verði í sem mestu samræmi við greiðslur þeirra, sem hjá byggingar- félögunum fá íbúðir. I reglugerð skal og ákveða þau viðurlög, sem ástæða þykir að setja.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.