Skutull

Árgangur

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 6

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 6
6 S K U T U L L kunningja. Lítið hefur verið um útivist yfir vetrarmánuðina, „en núna með vorinu fer ég að fara á stjá, segir hann, og mun þá aðal- lega leggja leið mína niður að sjón- um“. Bjami ber háa elli vel. Má enn- þá sjá, að hann hefur verið fríð- leiksmaður og vel að manni. — Bið ég Skutul svo að færa þessum öldungi árabátatímabilsins beztu afmælisóskir mínar. Hannibal Valdimarsson. --------O-------- Fimmtugsafmæli. Ólafur Magnússon, forstjóri varð 50 ára 24. apríl s.l. Hann hefir starfað hjá útgerðarfélögum í bæn- um frá stofnun Samvinnufélagsins, og er þaulkunnugur allri útgerð, en auk umfangsmikilla starfa í þágu atvinnumála hefir ólafur tek- ið mikinn þátt í félagslífi bæjarins. Skutull árnar Ólafi allra heilla. Bjarni Jónsson frá Berjadalsá 85 ára Þann 7. maí átti Bjami Jónsson frá Berjadalsá áttatíu og fimm ára afmæli. Hann er fæddur á Snæfjöllum 7. maí 1867, sonur Jóns Kolbeinssonar bónda þar og konu hans Matthildar Guðmunds- dóttur. Bjarni man vel umtal manna um Jón Sigurðsson forseta, eins og það var um hann í lifandi lífi, og þá var það óneitanlega í ýmsra munni á annan veg en nú, eftir að hann varð þjóðhetja og sameiningarmerki Islendinga. Tíu ára gamall fór Bjami að Sandeyri, og í Sandeyrarlandi, við Berjadalsá, byggði hann sér síðar hús og bjó þar milli 30 og 40 ár. Sótti hann alltaf sjóinn á árabát — aldrei á vélbát. Reyndi oft á seiglu og úthald við þann atvinnu- veg, sem nærri má geta, einkum þegar sækja varð vestur yfir Djúp á Bolungavíkurmið, eins og oft kom fyrir. Árin og seglin voru þannig vinir og samherjar Bjarna í lífsbaráttunni a.m.k. um 60 ára skeið. — Seinustu 15 árin, sem Bjami stundaði sjóinn, réri hann jafnan einn á báti. Bjarni segir, að í uppvexti sínum hafi verið þríbýli á Sandeyri. Hver bóndi hafi jafn- an haft tvo báta fyrir landi, og hafi þá oft á vorin verið um 60 manns á Sandeyri. Auk þess var útgerð og útræði frá Snæfjöllum og Gullhusám og því ærið margt um manninn á þessum slóðum, ekki sízt á aflaárunum miklu fyr- ir aldamótin. — Nú er þarna allt í auðn. — Seinasti bóndinn flutti frá Sandeyri á liðnu ári, eins og kunnugt er. Bjarni var giftur Þórdísi Arn- órsdóttur hinni ágætustu konu, og áttu þau þrjú börn: Bjarna Hall- dór, er fórst í Snjóflóðinu á Snæ- fjallaströnd 18. des. 1920, Ingi- mundu gifta konu í Reykjavík og Jónu Sigríði, konu Alexanders Einarssonar fyrrum bónda á Dynj- anda. Hingað í bæinn fluttist Bjarni fyrir 10 árum síðan, þá 75 ára gamall. Býr hann nú hjá systur- syni sínum, Gísla Gíslasyni, Brunn götu 12 og konu hans, Guðmund- ínu Ingimundardóttur. — Á Bjarni ekki orð til að lýsa þakklæti sínu fyrir ást og umhyggju þeirra hjóna og segist vera þar eins og í foreldra höndum. Einustu tekjur Bjarna eru nú ellilaunin — um 500 krónur á mán- uði. Segir Bjami tryggingarnar veita mikið öryggi og ólíkt því, sem áður var, en þó hrykki þetta skammt í þeirri ógnardýrtíð, sem nú ríkir, ef ekki nyti góðra við. Bjarna er nú, eins og við má búast um hálfníræðan mann, far- ið að förlast heyrn og sýn, en þó nýtur hann útvarpsins nokkurn- veginn og viðræðna við granna og Jóhann J. Eyfirðingur 75 ára. Hann er í minni vitund einna fyrstur í fámennum hópi þeirra manna, sem lengi hafa sett svip á bæinn. Af göngulagi og lima- burði, lagstúfurinn sem hann raul- ar og sveiflum silfurbúins göngu- stafs, sem hann aldrei skilur við sig og ýmist ber í olnbogabótinni eða sveiflar rösklega á göngunni, geta kunnugir ljóslega ráðið, hvernig honum sé innanbrjósts. Hann er nefnilega viljans maður og sterkra tilfinninga, ákafamað- ur og ör í lund. Maður starfs og stórræða meðan hann var í fullu fjöri. Garpur á sjó, gjafmildur og hjálpsamur og höfðingi á landi. Slingur kaupsýslumaður og sér- kennilegur persónuleiki. Þrekmað- ur er hann og hinn kempulegasti að vallarsýn. Kann vel að meta af- rekssögur ltappa og konunga og er í essinu sínu, þegar hann segir sjálfur frá svaðilförum á sjó og öðrum sögulegum atburðum. Það hygg ég rétt vera, að Jó- hann hafi verið funabráður í skapi og þá gat stafurinn hæglega hrokkið í tvennt, en langrækni á hann naumast til. — Og þannig er hans lundarfar og geðslag allt, að engum geymist óvild eða kali til Jóhanns Eyfirðings stundu lengur. Jóhanni er því vel til vina, og sennilega er enginn sá, er talizt geti óvildarmaður hans eða hat- ursmaður. Um Jóhann Eyfirðing er vanda- laust að skrifa stóra bók og góða, en það skal öðrum eftir látið. Þess- ar fáu línur verða að nægja í þetta sinn. Ég þakka Jóhanni Eyfirðing samstarfið í bæjarstjóm ísafjarð- ar og viðurkenningu alla sem sam- borgara. — Hann varð 75 ára þann 16. apríl og siglir nú særokinn í áttina fram að áttræðisbjarginu. Hannibal Valdimarsson. Þrjátíu ára afmæli Karlakórsins. Söngfélagar Karlakórs Isafjarðar 1952. Karlakór Isafjarðar minnist 30 ára afmælis síns í kvöld með opinberum hljómleikum í Alþýðu- húsinu. Þessa afmælis ber bæjar- búum að minnast með því að fjöl- menna á hljómleikana. Mun þar engum bregðast ágæt skemmtun, því að sérstaklega vel hefur verið til hljómleikanna vandað og söng- ur kórsins nú þróttmikill og fag- ur. Aðalforgöngumenn að stofnun karlakórsins voru þeir Jónas Tómasson, tónskáld og séra Sigur- geir Sigurðsson núverandi biskup. Fyrsti formaður kórsins var Ól- afur Pálsson, kaupmaður, sem eins og mörgum bæjarbúum er kunnugt var mikill tónlistarunn- andi. Núverandi formaður hans er Gísli Kristjánsson, sundkennari. Fyrsti söngstjóri karlakórsins, frá 1922—40 var Jónas Tómasson. Þegar hann hætti varð Högni Gunnarsson söngstjóri kórsins frá 1940—48. Þá varð nokkurt hlé á starfi hans, unz Ragnar H. Ragn- ar fluttist í bæinn og var ráðinn söngstjóri á árinu 1948. Hefur karlakórinn starfað af krafti mikl- um síðan. Margar eru tómstundirnar, sem kórfélagarnir hafa varið til söng- æfinga sinna á liðnum 30 árum, og miklum mun fátæklegra hefði sönglíf bæjarins verið, ef karla- kórinn hefði ekki innt sitt menn- ingarstarf af hendi. Söngstjórun- um öllum ber einnig að þakka á- gætt og fórnfúst áhugastarf á liðn- um 30 árum. Skutull færir karla- kór ísafjarðar alúðarþakkir fyrir 30 ára starf og árnar honum fram- tíðargengis.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.