Skutull

Árgangur

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 5

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 5
SKUTULL 5 feðrið. Nýir tímar. Þann 18. febrúar 1924 gekk svo félagið í Alþýðusamband Islands og styrkti það vitanlega aðstöðu þess að stórum mun. Og 1927 skap- ast það vandræðaástand í bænum, sem allir eldri Isfirðingar muna enn í dag, þegar atvinnutæki sjó- mannanna kvöddu þá einn góðan veðurdag og skildu þá eftir hér á eyrinni með félag sitt og allar kröfurnar, sem aldrei höfðu náð fram að ganga. Allir sjómenn vakna nú við vondan draum. Boðað er til al- menns sjómannafundar 7. janúar og rætt um þá alvörutíma, sem framundan séu fyrir sjómanna- stéttina á ísafirði og raunar alla bæjarbúa. Á þessum fundi er samin og sam- þykkt ýtarleg áskorun á ríkis- stjórnina þess efnis, að hún hlut- ist til um það, að ísfirzki fiskiflot- inn verði ekki fluttur burt úr bæn- um. Fundargerð þessi er öll hin átak- anlegasta. Handan við lesmálið í fundargerðarbókinni gefur að líta stóran hóp fátækra og umkomu- lausra heimilisfeðra, sem sitja hnípnir og horfa myrkum augum til komandi vetrarvertíðar, sem ekki býður nú lengur léleg kjör — heldur engin. Og áskorunin minn- ir á bænarskrár íslendinga á dönsku einokunartímunum. Ríkisstjórnin kaus athafnaleys- ið og þagði. En ísfirzk alþýða í verkalýðs- og sjómannastétt ásamt forystumönnum þeirra hér í bæ kusu athafnirnar í stað ráðaleys- isins, sem áður hafði ríkt. Stofnað er Samvinnufélag ís- firðinga, sem síðan kaupir 7 nýja og glæsilega báta í bæinn. Nýir og betri tímar heilsa ís- firzkri sjómannastétt með nýjum skipum í stað fúaskrokkanna, sem svo oft bjuggu röskum drengjum vota gröf, þegar eitthvað út af bar, en voru þó óumflýjanlegir, meðan ekki var annað betra til. Og það, sem er vert að taka fram alveg sérstaklega, er það, að um leið og Samvinnufélag ísfirð- inga tók að sér forustuna í útgerð- armálum bæjarins, tók það einnig að sér forustuhlutverk útgerðar- manna og félaga hér í bæ við samningaborð Sjómannafélags ís- firðinga með þeim árangri, að sj'ó- mannafélagið hefur æ síðan fram á þennan dag haft fyllilega sam- bærilega kjarasamninga við það bezta, sem gilt hefur á landinu á hverjum tíma. Þessum þætti Samvinnufélags- ins verður aldrei hægt að ganga fram hjá, þegar saga Sjómanna- félagsins frá umliðnum árum er rakin. Hins vegar kann einhverjum að finnast ástæða til þess nú að minna á það, að nú fljóta ekki lengur 7 fríð fiskiskip Samvinnufélagsins fyrir landi hér á ísafirði. Það er alveg rétt. — En jafnframt verður í því sambandi ekki hjá því kom- izt að minna á það, að nú situr að völdum á íslandi ríkisstjóm, sem hefur kosið athafnaleysið, að minnsta kosti þegar um útgerðar- mál Vestfirðinga hefur verið að ræða, rétt eins og ríkisstjórnin 1927. Núverandi ríkisstjórn hefur brugðizt okkur Vestfirðingum í landhelgismálinu með athafnaleys- inu, ef ekki öðru verra. Því verð- ur ekki gleymt. Og þó hefur henni ekki þótt nóg að gert. Hún hefur ofan í kaupið kosið að láta bankavaldið ráðstafa héðan fiskiskipum til annarra ver- stöðva, þar sem áhættan af útgerð þeirra var minni, vegna þess að friðunarsvæðin voru þar stærri og aflinn þar af leiðandi langt um meiri. Þessum dapurlegu staðreyndum verður heldur ekki gleymt. Þegar litið er yfir farinn veg Sjómannafélagsins má segja, að fyrstu 10—12 árin hafi verið hin erfiðu og misvindasömu ár braut- ryðjandastarfsins. Eftir þann tíma fer allt að ganga betur. Alþýðu- samtökin taka þá óðum að eflast og styrkjast og félagsþroskinn vex. Þá fer allt að ganga stórslysa- laust í starfi félagsins. Starfið hefur að vísu oft geng- ið í bylgjum, stundum ágætlega, aðra tíma hefur ríkt mikil deyfð, of lítill áhugi. Af kjarabaráttu Sjómannafélags- ins hin síðustu ár tel ég það merki- legast, er félagið beitti sér fyrir því, ásamt A.S.V., að gerðir voru heildarsamningar fyrir alla Vest- firði um sjómannakjör. Ég fer nú að láta staðar numið. Það væri enn hægt að ræða margt um sögu liðinna ára á æfiskeiði Sjómannafélags ísfirðinga, en tím- inn leyfir það ekki. Ég vil þó geta þess, að þegar fé- lagið átti.30 ára afmælið, gerði það alla þá stofnendur sína að heiðurs- félögum, sem á lífi voru og þá voru meðlimir félagsins. Þessir stofn- endur voru alls 19, og eru 18 þeirra á lífi nú, en það eru eftirtaldir: Sigurgeir Sigurðsson, Sundstr. 17, Magnús Jónsson, Sundstr. 33, ólafur ólafsson, Tangagötu 10, Ari Hólmbergsson, Tangagötu 17, Sig- urður Sigurðsson, Tangagötu 19, Konráð Jensson, Verkamannabú- stöðunum, Hinrik Guðmundsson, Aðalstræti 13, Jakob Kolbeinsson, Súðavík, Gísli Júlíusson, Aðalstr. 26, Árni Magnússon, Smiðjugötu 8, Kristján Kristjánsson, Sólgötu 2, Þorleifur Þorsteinsson, Fjarðar- stræti, Torfi M. Jóhannesson, Tangagötu 32, Eggert Samúelsson, Reykjavík, Þórður Guðmundsson, Hrannargötu 10, Stefán Bjarnason, Tangagötu 30, Kristján Einarsson, Reykjavík og Valdimar Jóhanns- son, Mjallargötu 9. Tímarit handa alþýðu. Útgefandi: Nokkrir veðurfræð- ingar. Ritnefnd: Jón Eyþórsson H. Sigtryggsson Ari Guðmundsson Jónas Jakobsson. Kemur út tvisvar á ári. Blaðinu hefir nýlega borizt 1. hefti af tímaritinu Veðrið, og er þar margháttaðan fróðleik að finna um þetta fyrirbrigði, sem er svo snar þáttur í lífi okkar. Af efni ritsins mán nefna: Hita- stig yfir Keflavík, eftir Jónas Jak- obsson, Langveðrasumarið 1955, eftir Pál Bergþórsson, Mannskaða- veðrið á Halamiðum, eftir Borg- þór H. Jónsson, Vorhretið 1955, eftir Ólaf Einar Ólafsson og marg- ar greinar eftir Jón Eyþórsson. Greinunum fylgja mörg skýr- ingakort og töflur, og eru þær all- ar hinar læsilegustu. Eftirfarandi kafli úr ritinu er úr greininni Mannskaðaveður á Halamiðum: „Halaveðrið 1955. Tæpum 30 árum síðar varð ann- að stórslys á Halamiðum. Það skeði 26. janúar 1955, þegar tveir brezkir togarar fórust með 42 mönnum á Halamiðum. Veðurfarið var svipað og í fyrra skiptið. Á Halamiðum geisaði norðaustan af- takaveður með snjókomu og frosti. Dagana 23.— 29. janúar ríkti stöð- ug norðaustan átt á Halamiðum. Lægðarmiðjurnar hreyfðust norð- austur fyrir sunnan land, en yfir Grænlandi var háþrýstisvæði. Þann 25. janúar nálgaðist ein lægðar- miðjan Reykjanes úr suðvestri. Samskilin, sem fylgdu þessari lægð voru í eðli sínu hlý, þar eð tiltölu- lega hlý suðvestanátt var á bak Það eru því farnar að þynnast raðir hinna fyrstu frumherja í fé- laginu, þó að fleiri þeirra séu að vísu enn á lífi af stöfnendum, en þeir sem hér hafa verið taldir, en löngu farnir úr félaginu. Mér þykir hlýða að minnast hinna mörgu horfnu félaga okkar við þetta tækifæri, — allra þeirra, sem fallið hafa í valinn á landi og þó einkum á sjó og gist hafa hina votu og köldu gröf hafsins á um- liðnum 40 árum. Bið ég ykkur að votta þeim öll- um virðingu og þakklæti með því að rísa úr sætum. Að endingu bið ég svo sjómanna- félagi Isfirðinga allra heilla á ókomnum árum, um leið og ég óska þess, að félagið megi lengi lifa og ævinlega standa trúan vörð um kjara- og menningarmál ís- firzkra sjómanna. við þau, en köld austan og norð- austan átt blés á undan þeim. Klukkan 6 að morgni 25. janúar fóru samskilin yfir Reykjavík og veðurhæðin mældist 7 vinstig. Samskilin þokuðust hægt í norð- vestur, en lægðarmiðjan var um 400 km. suðvestur af Reykjanesi. Klukkan 6 síðdegis sama dag var veður á Hornbjargsvita sem hér segir: Vindur norðaustan 10 vind- stig, frost 1 stig, mikil súld, sem fraus janfskjótt og hún féll til jarðar og myndaði glerung. Þarna var augsýnilega hlýtt loft efra, sem streymdi yfir kalt yfirborð jarðarinnar, og það má búast við, að skip á þessum slóðum hafi feng- ið mikla ísingu á sig. Daginn eftir eða 26. janúar lágu samskilin yfir Breiðafirði og Húna- flóa frá norðaustri til suðvesturs, og þar virtust þau hafa staðnæmst. Norðvestan við þau ríkti norðaust- an stórviðri og snjókoma, og síð- degis þennan dag fórust brezku togararnir eins og áður var sagt. Klukkan 12 á hádegi voru 7 vindstig á Hornbjargsvita, frost 2 stig og snjókoma, en í Reykjavík var hiti 0 stig og í Vestmannaeyj- um 2 stig. Klukkan 6 síðdegis voru 8 vindstig af norðaustri, 5 stiga frost og talsverð snjókoma á Horn- bjargsvita. Loftþrýstingur var þá 987,3 mb. þar, en á sama tíma var loftþrýstingur 1006 mb. á Tobin- höfða á Grænlandi og norðaustan 8 vindstig með snjókomu og 13 stiga frosti. Þessi mismunur á loftþrýstingi, gefur til kynna, að á hafinu milli íslands og Græn- lands hafi geisað fárviðri eða 10— 12 vindstig. Óveðursbeltið náði frá Jan Meyen um Vestfirði og suð- vestur á Grænlandshaf, og má gera ráð fyrir, að á öllu þessu svæði hafi veðrið verið slíkt, að það hafi verið hættulegt öllum skipum, sem þar voru stödd. Orsakirnar að þessum slysum, eru, að því bezt verður séð, aftaka norðaustanveður, mikil ísing og hafrót. 1 þessu sambandi má benda á það, að landhelgistakmörk komu hér ekkert málunum við. Það má telja víst, að það hafi verið óger- legt að toga á Halamiðum frá 23. janúar til 29. janúar. Skipstjórarn- ir á brezku togurunum höfðu því 2—3 daga til þess að láta ganga frá veiðarfærum og halda til Iands, en því miður tóku þeir þá óheilla- vænlegu ákvörðun að andæfa úti fyrir og einmitt á þeim slóðum, þar sem telja má víst, að veðrið og sjólagið hafi verið verst. Sam- kvæmt eins nákvæmlegum upp- lýsingum og hægt er að fá var ekk- ert ísrek þarna um þetta leyti, svo að ekki þarf að reikna með árekstri á ísjaka.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.