Skutull

Árgangur

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 6

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 6
iHiiiiMiuiiiiiiiiiiHiuiiiina>iiiiiiia>iajiiiiiiiiiiiHiiiiuiitaiiiiiiiiiniiiiiiit!iiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiii!iii 6 S KU TU LL KAUP starfsstúlkna, sem vinna í sjúkrahúsi Isafjarðar og á Elliheim- ilinu á Isafirði. Gildir frá 1. marz 1956 til 1. júní 1956. — Vísitala 173 stig — Fyrstu 6 mánuðina kr. 1.107,20 Næstu 6 mánuðina kr. 1.219,65 Eftir 12 mánuði kr. 1.505,10 Eítir 5 ár kr. 1.615,82 Auk ofangreindra launa skulu starfsstúlkurnar fá ókeypis fæði, húsnæði, ljós og hita, vinnuföt, rúmfatnað, hreinlætisvör- ur, þvotta og strauningu. Pær stúlkur, sem sjá sér sjálfar fyrir húsnæði, skulu fá kr. 60,00 á mánuði í húsaleigupeninga að viðbættri húsaleiguvísitölu. Sumarleyfi eru sem hér segir: Stúlkur, sem unnið hafa skemur en 4y2 mánuð, fá sem svarar einum degi fyrir hvern unninn mánuð. Þær, sem unnið hafa 4y2 til 6 mánuð, fá 6 virka daga. Þær, sem unnið hafa 66 mánuði fá 7 virka daga. Þær, sem unnið hafa 12 mánuði fá 15 virka daga. Þær, sem unnið haía 2 ár fá 16 virka daga. Þær, sem unnið hafa 3 ár eða lengur fá 19 virka daga. Vinnutími: Hámark almenns vinnutíma skal vera 8 stundir á dag að meöal- tali, eða 48 stundir á viku, þar í innifaldir tveir stundarf jórðung- ar á dag til kaffidrykkju. Isafirði, 1. marz 1956, Verkalýðsfélagið B A L D U K . iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiim Tilkynning Nr. 3/1956. | Aðiljum þeim, er það varða, er hér með bent á eftirfarandi § ákvæði 10. gr. laga nr. 4/1956. § ,,Eigi mega heildverzlanir, smásöluverzlanir eða iðnfyrirtæki | hækka söluverð á innfluttum vörum, sem tollafgreiddar hafa ver- | ið fyrir gildistöku laga þessara, eða á vörum, sem framleiddar | hafa verið innanlands fyrir þann tíma. Aðiljum þeim, sem gjald- = skyldir eru í framleiðslusjóð, og smásöluverzlunum, ber að skila | verðgæzlustjóra öllum verðútreikningum til ársloka 1956, svo að | hægt sé að koma í veg fyrir óeðlilegar verðhækkanir. Innflutn- | ingsskrifstofan setur reglur um eftirlit með því, að farið sé eft- | ir þessum fyrirmælum.“ Samkvæmt ofangreindu er lagt fyrir hlutaðeigandi aðilja að | skila skrifstofunni tilgreindum verðútreikningum áður en sala | hefst, eða innan 10 daga frá tollafgreiðslu. rt Reykjavík, 1. febrúar 1956. = Verðgæzlustjórinn. | 3 f~~'............... ............................................... Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall KARLS OLGEIRSSONAR kaupmanns, Isafirði, er andaðist 5. þ. m. Isafirði, 16. janúar 1956, Guðmundur Karlsson og fjölskylda. k__________ _____________________________________________________/ Tilkynning frá Iðnfulltrúum á Vesturlandi. Með vísun til laga og reglugjörðar um iðnfræðslu þykir rétt, | | að prófnefndir í umdæmi Iðnfulltrúans á Vesturlandi hafi þann | | hátt á að taka eigi nemendur til prófs fyrr en þær hafa lagt fyr- | | ir fulltrúann skjöl þau, er fylgja skulu prófbeiðni. ísafirði 22. febrúar 1956, | Sigurður Guðmundsson. | IIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIirMIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIUIIlllllMlllltlllllMIIIIMlMIMIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIMIMIMII] Tilboð óskast í vörubifreiðina I 249. Bifreiðin er Chevrolet model 1946, með tveggja hraða drifi og í góðu ásigkomulagi. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. BERNHARÐ HJARTARSON Smiðjugötu 11 - ísafirði. Öllum þeim ættingjum og vinum, sem glöddu mig og gáfu mér góðar gjafir á 75 ára afmæli mínu 21. janúar s.l., sendi ég alúðarfyllstu kveðjur og þakkir. Hannes Helgason Túngötu 7 - ísafirði. V.l.f. Baldur mótmælir . . Framh. af 2. síðu. landhelgisjmálinu, og alls ekki á nokkurn hátt sýna þeim neina undanlátssemi. verkalýðssamtökin og öll önnur hagsmunasamtök íslenzkrar alþýðu til lands og sjávar að taka höndum saman og knýja fram nýja stjórn- arstefnu, sem tekur fullt tillit til óska og hagsmuna alþýðusamtak- anna. Landhelgismál. Fundur haldinn í Verkalýðsfé- laginu Baldur á ísafirði 19. febr. 1956 telur að gjalda beri sérstak- an varhug við allri eftirgjöf og undanlátssemi í landhelgismálinu, og skorar því fastlega á alþingi og ríkisstjórn að halda fast og ein- arðlega á þessu mikilsverða sjálf- stæðismáli þjóðarinnar, og láta alls ekki, á einn eða annan veg, undan neinum kröfum erlendra eða inn- lendra hagsmunahópa í þessu efni, — eða láta óviðkomandi aðilja ráða nokkru um afgreiðslu þessa þýðingarmikla hagsmunamáls, sem framtíð íslenzku þjóðarinnar bygg- ist á. Jafnframt harmar fundurinn það og vítir harðlega, að ísl. togara- útgerðarmönnum skuli, óátalið af íslenzkum stjómarvöldum, leyfast að ræða við brezka stéttarbræöur sína um málefni, sem er í nánum og viðkvæmum tengslum við land- helgismálið. í tilefni af framangreindum við- ræðum íslenzkra og brezkra stór- útgerðarmanna skorar fundurinn fastlega á ríkisstjórnina, að hún geri Bretum það nú þegar Ijóst, að íslendingar muni standa fast á sínum forna og löghelgaða rétti í Friðunarlínan við Vestfirði. Fundurinn skorar á alþingi og ríkisstjórn að færa tafarlaust út friðunarlínuna úti fyrir Vestfjörð- um. Jafnframt vill fundurinn lýsa yf- ir þeirri skoðun sinni, að hann tel- ur það lífsnauðsyn fyrir íbúa Vestfjarða að þessar ráðstafanir verði framkvæmdar sem fyrst. Verði það ekki gert er fullvíst, að vélbátaútgerðin, sem verið hef- ur styrkasta stoðin undir atvinnu- öryggi flestra byggðarlaga á Vest- fjörðum, leggst með öllu niður, — en atvinnuhættir umræddra staða eru í svo nánum tengslum við þennan atvinnuveg, að verði hon- um ekki tryggð nauðsynleg starfs- skilyrði nú þegar með stækkun friðunarsvæðisins, þá hlýtur hann að dragast saman enn meira en orðið er, en það hefur í för með sér ófyrirsjáanleg vandræði og margvíslega örðugleika fyrir alla Vestfirðinga. Á Baldursfundinum urðu einnig nokkrar umræður um flugsam- göngur við ísafjörð og voru menn á einu máli um að gera þá kröfu til Flugfélags Islands h.f., sem hef- ur einkarétt á innanlandsflugi, að það haldi uppi reglubundnum og öruggum ferðum hingað. Einnig var nokkuð rætt um flugvallar- gerð, en það mál er nú í höndum Flugráðs, og kom það skýrt fram, að menn töldu að, ef flugvöllur yrði byggður hér, þá ætti hann að vera sem næst bænum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.