Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1961, Síða 4

Skutull - 24.12.1961, Síða 4
4 SKUTULL þar sBm læknisvitjnn teknr litilnn sólarhrinð oy einbninn er liaininijnsamnr á eyjunni sinni Isfirðingurinn, Þóra Þórleifsdóttir, Bjarnasonar, náms- stjóra, er gift norskum héraðslækni, sem nú gegnir störf- um norðarlega í Skerjagarðinum úti fyrir Noregsströnd- um. Eftirfarandi frásögn er þgdd úr Dagbladet í Osló og segir frá heimsókn tveggja blaðamanna í héraðið til læknishjónanna. VIÐ VORUM dálítið ruglaðir í kollinum, þegar við fálmuðum okk- ur í land úr læknisskútunni, og fæturnir príluðu út í tómið, áður en þeir námu við bryggjuna. Sjóriðan sagði til sín, svo að bryggjuplankarnir létu eins og þilfarið á bátnum. Við þrömmuðum í stórsjó á landi. Til allra hamingju voru engir áhorfendur. Það var svartamyrk- ur, enda var klukkan orðin rúm- lega 11 um kvöldið. Fólkið í Lurey fyrir utan Helge- land leit fyrst ævintýraheim raf- magnsins fyrir fjórum árum, svo að það er ekki að eyða og sóa þessu veraldarundri að óþörfu. Cotó skipstjóri kallaði á eftir okkur og spurði, hvort ekki væri reynandi að komast til Træna á morgun, þótt veðrið yrði jafnvel ekki sem ákjósanlegast., en þang- að er 3—4 tíma leið yfir opið haf. Héraðslæknirinn andvarpaði, tók upp vindling, en stakk honum strax i pakkann aftur. Honum hafði ekki liðið betur en okkur í þessum 9Íðasta hrunadansi á sjónum. Einn vitjunardagur á Træna þýddi 7—8 tíma velting á sjónum í viðbót við 10—12 tíma vinnu á lækningastofunni þar. í bezta til- felli mundi hann koma heim með morgninum daginn eftir og fá þá nokkurra tima svefn, áður en hann yrði að taka tösku sína aftur til að sinna nýjum sjúklingum. Þótt þessi dagur hafi verið frem- ur rólegur, — 12 tímar að með- töldum sjúkravitjununum, — þá vissi maður aldrei, hvaða verk- efni kynnu að bíða, þegar heim var komið. ,,Ég hringi, þegar ég hefi hlust- að á veðurfregnir í fyrramáiið", sagði skipstjórinn. Þetta fer líka allt eftir veðrinu. Já, veðrið og sjúklingarnir. Þeirra vegna verður hin aðlaðandi, íslenzka iæknisfrú, Þóra Þórleifs- dóttir, að bíða langar vökur, — bíða og bíða með kvöldmatinn, þar til eiginmaðurinn kemur heim eða hefur afgreitt síðasta símtal- ið. En hún er líka frá íslenzkum fiskimannabæ, þar sem fólkið hefur vanizt biðinni. í návígi við náttúruöfl og sjúkdóma. Fyrir þrem mánuðum kom hér- aðslæknirinn, Christian Mothes, nýbakaður embættismaður, til þjónustu í læknishérað, sem hafði verið læknislaust í meira en heilt ár. Það er ekki auðvelt að fá lækni í þetta hérað, sem er eitt hið veðrasamasta og erfiðasta i öllum Norður-N oregi. Auk læknisstarfanna í eigin héraði hefur ungi læknirinn mátt gegna störfum um lengri tima í næsta læknishéraði, af því að starfsbróðir hans þar var orðinn svo útslitinn, að hann varð að taka sér frí. Stundum hafa því annir unga læknisins verið svo miklar, að hann hefur verið að heiman frá sér 70—80 klukkustundir saman- lagt á viku. Eru þá ekki taldir með þeir tveir föstu vitjunardagar, sem hann hefur vikulega heima í Lurey. Og þó að þeir dagar krefji lækn- inn um allt að 10 stunda dagsverk, þá finnst honum þeir vera hrein- asta hvíld. Héraðslæknirinn strýkur grönn- um fingrum sinum gegnum hárið, þykkt eins og fax á hesti. Hann hefur ekki fengið það klippt, síðan hann kom til Lureyjar. Og sannast að segja er hann strax orðinn dá- lítið þreytulegur, — eftir þrjá mánuði. Og nú er veturinn kominn með endalausa röð af klukkustundum um borð ií veltandi læknisskút- unni og sjúklingana dreifða viðs- vegar um veðrasamar eyjar allt út í hafsauga. Það eru bara harðjaxlar, sem geta gegnt slíku hlutverki, án þess að á þeim sjái á fáum árum. Og Christian Mothes er ekkert ofurmenni, heldur hraustur og heilbrigður Oslóarpiltur, 28 ára gamall, ungur og vinnuglaður. Á sjóvolkinu í skerjagarðinum mun hann árlega sigla vegalengdir, sem nema hálfri leið kringum hnöttinn, — Það er út af fyrir sig gott sýnishorn af þeim kröfum, sem þetta erfiða læknisstarf gerir. — En bara að einhver gæti látið hann hafa öruggt meðal gegn sjó- veiki! Þegar hraðbáturinn bjargaði mannslífi. Klukkan 6 um morguninn koma fyrstu sjúklingarnir með póst- bátnum til læknisins í Lurey, — fjórar eða fimm verur, sem reika inn í litla biðskýlið á bryggjunni. Það er betra að bíða þar hjá ósandi olíubrennara en standa úti í næðingnum og myrkrinu. Þarna er samarekinn, smáeygur skútuskipstjóri. Hann mundi þiggja að fá sér blund, því að hann dottar öðru hverju. En hægri handleggur hans, stokk- bólginn og sver eins og trjádrumb- ur, heldur honum vakandi. Skip- stjóranum hafði verið draslað um borð í póstbátinn í Röytvík kl. 1 um nóttina. Heim mundi hann ekki koma Eiftur fyrr en að sólarhring liðnum. Og þarna var unga konan frá Konsvikosen. Hún var ofurlítið betur sett, því að hún gæti kom- izt heim eftir 18 tíma ef allt gengi að óskum. Hún sveipaði kápunni um sig eins og teppi og sofnaði strax. Og þannig var beðið með þolin- mæði og æðrulaust eftir því, að fyrstu merkin um Mfshræringar sæjust bak við rúður læknisbústað- arins. Biðin er líka einn þáttur- inn í lífi fólksins á þessum slóðum. Tíminn og fjarlægðirnar láta ekki segja sér fyrir verkum. Stundum eru það þau stórveldi, sem ákveða líf eða dauða um borð i skútunni, er steypir stömpum á sjónum á leið til læknis og sjúkra- húss. Unga konan frá Konsvikosen missti fóstur fyrir nokkrum árum. Það var mjög alvarlegt tilfelli. Þegar hún komst undir læknis- hendur eftir nokkurra tima sjó- ferð á úfnum sæ, mátti varla greina, hvort hún andaði lengur. Læknirinn hafði ekki aðstöðu til að gera mikið. Konan varð að komast á sjúkrahús í Sandnes- sjöen, — ný sjóferð og löng á læknisskútunni. Og út í kafaldshríðina hélt skút- an með hina nauðstöddu konu. Nú hafði hún miklar kvalir í bakinu, en en læknirinn sat stöðugt við hliö hennar, því að hún gat misst meðvitund á hverri stundu. En allt i einu lagðist undarleg kyrrð yfir bátinn, og hreyfingar hans urðu rólegri. Aðeins sjórinn heyrðist gnauða við byrðinginn. — Vélin hafi stöðvazt! Hvorki læknir né sjúklingur gerðu sér grein fyrir, hversu lengi bátinn rak þannig stjórnlaust um úfinn sjó. Bæði óttast þau annað veifið, að baráttan sé töpuð. Allt í einu birtist grár skuggi í hríðinni. Skip- stjórinn á skútunni gefur merki, og gráa þústan hægir ferðina. Hér var þá hraðferðaskip á suðurleið. Því hafði seinkað um 4 tíma, en samt var það nógu snemma á ferðinni til þess að bjarga þarna mannsMfi. Mynd þessi er af læknishjónunum, tekin á lsafirði s.l. sumar.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.