Skutull - 24.12.1961, Blaðsíða 9
SKUTULL
9
„Háift rúgbrauð og dálítiU
íeaarmou".
16. desember 1903:
Þann dag fór nefndin á heimili
tveggja húsmanna, sem sótt höfðu
um styrk, og frömdu þar lögboöna
aðsjónargjörð.
„Hjá N.N., sem er giftur, en
hefir enga ómegð, fannst ekkert
annað en hálft rúgbrauð og dálítill
feitarmoli. Ekkert eldsneyti hvorki
kol né olía var þar til og heimilið
því bjargarlaust.
N.N. hefur auk konu sinnar 3
börn á aldrinum frá 2—6 ára.
Þar fannst ekki annað en rúg-
brauð, 2 p. grjón og á að giska
2—3 stk. af kolum, einnig dálítið
af trosfiski í tunnu“.
„Fannst ekkert,
hvorki eldiviður né matur“.
20. janúar 1904:
Tilefni fundarins var, að nefnd-
inni höfðu borzt tvö bréf um beiðni
á sveitarstyrk, annað frá N.N. en
hitt frá N. N.-dóttur
„Með því að hvorugt þessara
þurfalinga eiga sveitfesti hér kom
nefndinni saman um af fram-
kvæma lögskipaða aðsjónargjörð.
Fór nefndin á heimili N.N. og
fannst ekkert, hvorki eldiviður né
matur og alls engar eignir, sem
hægt væri að koma í peninga.
Heimilisástæður hans eru þannig,
að hann býr með stúlku, sem hann
hefur átt með eitt barn, sem nú
er á öðru ári.
Um ástæður N. N.-dóttur er það
að segja, að henni hafði nýlega
verið gefið eitt rúgbrauð, sem hún
átti dálítið eftir af. Annað matar-
kyns fannst ekki og ekki heldur
neitt það, er hægt væri að verja í
peninga henni til styrktar. Kven-
maður þessi er einhleyp og á,
eftir því sem hún segir, sveit í
Súðavíkurhreppi.“
„Eignir: koffort, kistill,
rúm og lélegt borð“.
23. febrúar 1904:
„Fyrir tekin lánbeiðni frá N.N.
að upphæð 50 krónur.
Nefndin kom sér saman um, út
af lánbeiöni þessari, að fram-
kvæma aðsjónargjörð á heimili N.
og fór þangað í þeim erindum.
Á heimili N. fannst ekkert mat-
arkyns sem teljandi er og heldur
ekkert eldsneyti. Heimilisástæður
N. eru þannig, að kona hans hefur
legið rúmföst í 15 vikur og ung
börn eiga þau tvö, annað 7 ára
(dreng) og stúlku 3 ára. Hann
hefir enga vinnukonu og verður
því að stunda konuna sjálfur.
Eignir eru alls engar nema rúm,
koffort, kistill og lélegt borð“.
„Þá telur nefndin ofreiknað
emn Iíkmann“.
1. nóvember 1904:
„Formaður lagði fram bréf og
reikninga viðvíkjandi legu og út-
fararkostnaði N.N., er andaðist 14.
febrúar s.l. á Hofsstöðum í Gufu-
dalssveit.
Bera reikningar þessir með sér,
að kostnaður þessi hefur orðið
107,45 en upp í þann kostnað hafa
eftirlátnir munir hinnar látnu
verið seldir fyrir 71,98 svo eftir
standa 35,47 er sýslumaðurinn
óskar að verði greiddar úr bæjar-
sjóði, þar sem N. þessi mun hafa
verið sveitlæg hér.
Samkvæmt undirlagi bæjar-
stjórnarinnar hefur fátækranefnd-
in rannsakað hvort N. þessi hefir
verið sveitlæg hér, og leikur eng-
inn vafi á því, að því er nefndin
hefur bezt getað komizt eftir.
Því næst hefir nefndin rann-
sakað hina sendu reikninga og
hefir þetta við þá að athuga:
1. Þar sem eignir hinnar látnu
ekki hrökkva fyrir útfarar-
kostnaði ber presti ekkert af
því, sem er á reikningi hans,
og fellur því upphæð sú í burtu
með ................. Kr. 5,45
2. Þá telur nefndin of-
reiknað 1 líkmann .... — 5,00
3. Þá telur nefndin of-
reiknað til 4 líkmanna — 4,00
4. Þá telur nefndin of-
reiknað mat til líkm. — 5,00
5. Þá telur nefndin of-
reiknað hest undir lík-
burð ................. — 3,00
6. Þá telur nefndin of-
reiknað ferð hreppstj
að og frá Stað...........— 3,00
Alls ofreiknað Kr. 25,45
Leggur nefndin til við bæjar-
stjórnina, að þessar 25,45 verði
dregnar frá upphæðinni 35,47 og
^Gufudalshreppi þannig borgað
kr. 10,02.
„Mun krefjast að maðurinn
með fjölskyldu verði fluttur
fátækraflutningi“.
30. september 1912:
Þann dag sendir nefndin bæjar-
fógetanum á ísafirði eftirfarandi
bréf:
„Ég leyfi mér að tjá yður, herra
bæjarfógeti, að N.N., sem sam-
kvæmt æviskýrslu hans mun eiga
framfærslusveit í Mýrahreppi,
hefur fengið 25 króna styrk úr
bæjarsjóði að tilstuðlan fátækra-
nefndarinnar. I tilefni af þessu vil
ég mælast til að þér við fyrsta
þóknanlega hentugleika, fáið sveit-
festisviðurkenningu frá fram-
færslusveit hans og hlutizt til um,
að honum verði ráðstafað, því fá-
tækranefndin mun krefjast að
maðurinn með fjölskyldu verði
fluttur fátækraflutningi svo fljótt
sem lög leyfa“.
Matvörur frá
landsstjórninni.
25. október 1914:
„Átti fátækranefndin fund með
sér til þess að íhuga hvort panta
þurfi matvörur frá landsstjórn-
inni.
Komst hún að þeirri niðurstöðu,
að leggja til við bæjarstjórnina,
að hún útvegi þær vörur, sem hér
segir:
1. 100 poka af haframjöli.
2. 100 poka af hveiti (20 pk. pils-
bury Best, 30 pk. Echo, 30 pk.
Straights, 20 pk. Vernal).
3. 3 poka hrísgrjón (lpk. Rangoon
1 Amerísk, 1 Siam).
4. 4 poka af kaffi.
Býst nefndin við, að þetta kosti
hingað komið hér um bil 4000 kró“
Kornvörur frá
stjórnarráðinu.
29. nóvember 1914:
„Var fátækranefndarfundur
haldinn til þess að ráðstafa korn-
vöru þeirri, sem komin er frá
stjórnarráðinu og sem samkvæmt
framlögðu eftirriti af reikningi frá
bæjarfógeta er að upphæð kr.
3,919,85 að viðbættum kostnaði
kr. 203,00 eða alls kr. 4,122,85.
í þessari upphæð eru vörur til
Iðnaðarmannafélagsins og yfir-
dómslögmanns G. Hannessonar.
Með því að mikið vantaði af því,
sem pantað hafði verið, varð það
að samkomulagi milli nefndarinnar
og stjórnar Iðnaðarmannafélags-
ins, að þeir fengju af vörunum
fyrir kr. 2,116,58.
Þá var einnig afhent til G.
Hannessonar, og voru það vörur
fyrir kr. 196,55.
„Þá var samþykkt að reikna
verð á þessum vörum — (þ.e. vör-
unum, sem fátækranefndin sá um
sölu á) — þannig: Pilsbury Best
18 aura pundið, Echo 17 aura
pundið Straights 16 aura pundið,
Vernal 14 aura pundið, haframjöl
18 aui’a pundið, hrísgrjón 18 aura
pundið, kaffi 83 aura pundið.
Samkvæmt heimild frá bæjar-
stjórninni réði fátækranefndin Jón
gullsmið Eyjólfsson til að afhenda
þessar vörur eftir tilvísun fá-
tækranefndarinnar og var honum
heitið 10% þóknun af innkaups-
verði vörunnar og nemur það kr.
172,35, þar í er innifalinn allur
kostnaður við vönina frá því hún
kom ií höfn hér svo og svarar hann
til undirvigtar.“
2282 brauð.
20. niarz 1917:
„Fátækranefndin hafði keypt
hveitibirgðir nokkrar af Goðafoss-
strandinu, og ráðstafaði hún þeim,
með samningi dags 19. marz 1917
þannig, að hún seldi þær Bökimar-
félagi Isfirðinga gegn því, að hún
fengi 2282 brauð við því verði sem
nú er á brauðum, kr. 1,10 hvert,
og var fátækrafulltrúa Elíasi Páls-
syni falið að útbýta þeim. honum
afhent viðskiptabók við Bökunar-
félagið, með þeim tilfærðum, sem
inni eiga.“
Óskalisti til
landsstj órnarinnar.
12. apríl 1917:
„Ákveðið að krefjast þess af
landsstjórninni, að hún sendi sem
allra fyrst:
a) 20 tons af sykri, með því að
algerlega sé sykurlaust, vertíð
að byrja og mjólkurleysi afar-
mikið.
b) 10 tons af feitmeti af sömu á-
stæðum.
Þetta er afar áríðandi að fá nú
þegar. Auk þess verður mjög
bráðlega þurrð á ýmsri matvöru,
svo sem: hveiti, rúgmjöli, hafra-
mjöli. Þarf að fá minnst 20 tons
af hveiti, 40 tons af rúgmjöli og
10 tons af haframjöli.“
Mataiskömmtun og
vaxandi dýrtíð.
26. apríl 1917:
„Komið hafði til bæjarins með
Gullfossi: 17 sk. maísmjöl, 44 sk
Vernal, 160 sk. haframjöl, 60 sk.
rúgmjöl, 8 sk. kaffi, 47sk strau-
sykur, 200 p. 78 kassar (35 kg)
sykur, 24 dunkar margarine, 24
föt steinolít.
Beðið var með úthlutun á þess-
um vörum eftir reglum frá stjórn-
arráðinu, sem búist var við að
kæmu. En með því að enginn kost-
ur er á að draga lengur úthlutun
á vörunum hefur verið ákveðið
að úthluta þeim þannig. Hver
heimilisfaðir fær J/2 kg. af mai-ga-
rine fyrir hvem heimilismann, og
er ætlast til, að það endist í hálfan
mánuð minnst, og 1 kg. af sykri
fyrir hvern heimilismann til
þriggja vikna. Ákveðið að byrja
úthlutun kl. 9—12 á morgun og
afhendingu kl. 4—6. Vörurnar
verður að hækka um 15—20y2“.
„Engar kökur séu
bakaðar“.
3. maí 1917:
„Ákveðið að taka frá 50 skp.
af kolum til væntanlegrar notkun-
ar fyrir barnaskólann næsta vetur.
Sömuleiðis láta Bökunarfélagið,
samkvæt beiðni, fá 16 tons af kol-
um og nokkra úrlausn af sykri og
margarine, gegn því skilyrði, að
engar kökur séu bakaðar og ekki
kaffibrauð annað en bollur og tví-
bökur. Sveinbirni Halldórssyni var
einnig veitt úrlausn af sykri og
margarine gegn sömu skilyrðum.“