Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1961, Blaðsíða 5

Skutull - 24.12.1961, Blaðsíða 5
SKUTULL 5 GLEÐILEG JÓLl FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. ÓLAFSBAKARI GLEÐILEG JÓLI FARSÆLT NÝTT ÁRl Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Helgu Ebenezersdóttur. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁRl Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Gamla bakariið. GLEÐILEG JÓLl FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. íirsmíðavinnustofa Ame Sörensen. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Niðursuðuverksmiðjan h.f. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Vélsmiðjan Þór h.f. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. BJÖRNSBÚÐ. Einbúar án síma og rafmagns. Þennan eftirmiðdag var Mothes læknir ferðbúinn kl. 4. Skömmu síðar lágu Cató skip- stjóri og Johansen vélamaður við bryggjuna með vélina í gangi. Það hafði verið hringt bæði frá Brei- vík og Slenesi, svo að læknirinn varð að grípa tösku sína og biðja frúna, Þóru Þórleifsdóttur, að bú- ast ekki við honum heim allt of snemma. Og síðan ristir skútan sjóinn út sundið með hamrandi vélina í fullum gangi, og skipið hristist svo að „plompurnar“ losna í tönnum okkar. ,,Já, velkominn, læknir, um borð í grjótmulningsvélina", sagði Cató gamli. Og enginn skal geta sagt, að ungi læknirinn bæri sig illa. En sjúklingur með lungnabólgu gæti hæglega orðið að fá viðbótar- meðhöndlun vegna lausra nýrna, þegar hann kæmi loks á ákvörð- unarstað, ef hann væri látinn fram i þennan ömurlega sjúkralúgara, þar sem ósandi olíuofn er eina upphitunin. Það var rólegt í sjóinn til að byrja með, svo að lífið var frem- ur þægilegt uppi í litla stýrishús- inu. Gegnum gluggana sáum við hinar óteljandi eyjar í skerja- garðinum skjóta kryppunni upp úti við hafsbrún. Okkur skildist, að skaparinn hefði haft nauman tíma, þegar hann var að telgja til veðurbitna Helgelandsströndina. Að minnsta kosti hefur hann ekki hirt um að hreinsa til eftir sig, heldur látið nægja að sópa öllum „afklippunum" til hafs og þannig myndað eyjar og sker, sem mann- eskjumar hafa svo lagt undir sig. 1 sveitarfélagi Lureyjar einu saman eru hvorki meira né minna en 600 eyjar stærri og smærri. Á sumum þessara eyja búa aðeins ein eða tvær manneskjur. Það er e.t.v. bara gamall einsetumaður, sem skreytir sig með titlinum ,,ná- granni“. Þegar aðrir eyjaskeggjar flytja upp á landið eða til stærri eyja, bindur öldungurinn ævilanga tryggð við eyjuna sína. Hann sigl- ir sínu litla fleyi einu sinni í viku til kaupmannsins, eða þegar veður leyfir. Hann safnar regnvatninu og fullnægir þannig vatnsþörfinni utan húss og innan og bjargast af án síma og rafmagns. En hann hefur líka þau sérrétt- indi, að enginn ónáðar hann með ótímabæru suði um sjúkdóma og veikindi. En ef gamli einbúinn veikist, — hvað þá? Við höfum spurt oddvitann þessarar spurningar, en hann var alveg eins og flest eyjafólkið, — hann neitaði að bjóða áhyggjun- um heim fyrirfram. „Jú, það gæti auðvitað komið fyrir suma“, svaraði hann. Breivík er græn landræma við rætur Stigenfjalls. Þar er báta- naust, fiskhjallur og íbúðarhús fyrir 6—7 „nágranna". Læknii’inn er sóttur um borð í smáskel og róið til lands, þar sem nokkrar kýr reika bítandi um græna grundina. Um borð í skútunni hitar véla- maðurinn kaffi, en Cató gamli rifjar upp endurminningar um „gömlu læknana“. Hann man sér- staklega eftir einum frá löngu liðnum dögum. Þá var læknisbátur- inn aðeins 24 feta kútter og þar að auki opinn, utan lítið skýli fremst. Þar sat læknirinn alltaf í dyrunum, sískiptandi sér af sigl- ingunni, jafnframt því sem hann rembdist við að heyra og skynja rödd skipstjórans, þegar hann var orðinn þreyttur á afskiptaseminni og sendi ómjúkan tóninn. Læknirinn var farinn að heyra illa og notaði alltaf aðra hendina fyrir heyrnartæki. Nótt eina urðu þeir að gista í einni eyjunni. Þá ákvað skipstjór- inn að hefna sín. Ef læknirinn gat leikið skip- stjóra, þá skyldi hann kukla við læknisfræðina. Um nóttina opnaði hann lyfja- töskuna, stafaði sig gegnum latinuna og bragðaði samvizku- samlega á nokkrum lyfjum. Því miður hlaut þessi lofsverði læknisfræðiáhugi slæman endi. Næsta morgun var skipstjórinn ekki í því ásigkomulagi, að hann gæti staðið við stýri, en gamli læknirinn gat naumast dulið gleði sína. Nú var hann einráður skip- stjóri og stýrimaður. „Þú átt að stýra“, sagði hann við Cató, eins og hann væri bara vikadrengur. „Við förum Rang- sundið“. — Það var mjög vand- farin leið. Og læknirinn settist makindalega í dyrnar á skýlinu og stjórnaði siglingunni af „full- komnu“ öryggi. En hér fór að lok- um eins og búast mátti við. — Á miðju sundinu renndi skútan upp á grunn, og læknirinn steyptist niður í skýlið. „Hafið þið nokkru sinni vitað slíkt og þvílíkt! “ sagði hann, þeg- ar hann birtist í dyrunum aftur. „Að stranda í.þriðja sinn á sama grunni!“ 1 grænum sjó og bolluregni. Það var orðið dimmt, þegar við komum að Slenesi. Vindur hafði vaxið, en þó ekki meira en land- krabbar gætu þolað. Og þarna inni í litlu höfninni förum við að stinga saman nefjum um það, hvort ungi læknirinn líti ekki óþarflega dökkum augum á sjó- mannslífið. Við vorum gripnir bjartsýni og skruppum í land til að kaupa bollur með kaffinu hjá kaupmanni staðarins. Það er Mka nauðsynlegt að geta tekið erfið- leikunum með dálítilli gcunansemi. Maður uppsker ekki öðruvísi en maður sáir. Cató gamli var kominn með grjótmulningsvélina í gang, þegar bolluveizlan byrjaði. Við réttum lækninum fullan poka af bollum. En í sömu svifum greip ósýnilegur útkastari í hnakkadrembið á okk- ur. Fyrirvaralaust lágum við á fjórum fótum á gólfinu, þannig að bakhlutinn sneri við veizluborðinu, og bollunum rigndi yfir okkur. Skútan var látin úr höfn og hafði tekið ósvikna holskeflu framanyfir sig. Hurðin á lúgarnum þeyttist að stöfum og hafði nærri tekið fingurna af lækninum. Okkur varð öllum hugsað til olíuofnsins. Hann stóð á breiðum palli, en mundi samt tæplega þola annað heljarstökk í viðbót. En við fengum á baukinn, þegar við rukum allir þrír samtímis að ofninum til að slökkva. Við köst- uðumst hver á annan og skriðum svo stynjandi hver í sitt horn. Ein- hver okkar hafði velt ofninum um koll. Það slökknaði á honum í fall- inu, og olíumökkurinn fyllti hvern krók og kima. Svo leið heill klukkutími, — ef til vill tveir. — Við höfðum engan áhuga fyrir klukku. Vtið vorum önnum kafnir við að halda okkur. Á hraðfleygu augnabliki var því slegið föstu, að slíka ósandi rottu- fellu vildum við ekki eiga að nota se-m framtíðarfarartæki, hvað sem í boði væri. Hún ein gæti auðveld- lega rekið áhugasamasta lækni á flótta. Síðan varð allt blessunarlega kyrrlátt, og andlit Catós gamla birtist hressilegt á þilfarinu við dyrnar. „Er læknirinn lifandi, piltar? Við erum komnir“. Héraðslæknirinn var mættur á Træna, og um nóttina lægði vind- inn. Næsta morgun í birtingu, þegar eyjar og sker byrjuðu að teikna sitt sérstæða svipmót á gráan himininn úti við hafsbrún, sátu 30 manns á biðstofu læknisins Og seint um kvöldið tilkynnti Cató læknisfrúnni, Þóru Þórleifs- dóttur, gegnum talstöðina: „Biðstofan ennþá full. Komum ekki heim, fyrr en með morgnin- um“,

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.