Skutull - 24.12.1961, Qupperneq 6
6
SKUTULL
Veslri
FIMMTUDAGINN þann 5. ágúst
1926 var haldinn fundur í Barna-
skólanum til stofnunar knatt-
spyrnufélags.
Einar Oddur Kristjánsson
stjórnaði fundinum.
Þetta var gjört:
1. Samþykkt að stofna knatt-
spyrnufélag og lagður fram
listi sá, sem legið hafði frammi
til undirskrifar, og voru stofn-
endur þessir:
Einar O. Kristjánsson
Karl Bjömsson
Bjarni Sigurðsson
Finnur Daníelsson
Jóhann Jóhannsson
Guðjón Guðjónsson
Samúel Jónsson
Magnús B. Magnússon
Skarphéðinn Jósepsson
Þorsteinn Jóhannsson
Kjartan Ólafsson
Viggó Loftsson
Haukur Helgason
Jón Hjörtur Finnbjarnarson
Finnur Magnússon
Jón Rósmundsson
Magnús Hólmbergsson.
2. Uppkast að lögum fyrir félagið
lesið upp og samþykkt með
nokkrum breytingum.
3. Stjórnarkosning. Þessir voru
kosnir í stjórn:
Kjartan Ólafsson formaður
Karl Björnsson gjaldkeri
Finnur Magnússon ritari.
4. Einar Oddur talaði nokkur orð
til hinnar nýkjörnu stjórnar.
Fundi slitið.
F. Magnússon (ritari).
Þannig hljóðar fyrsta fundar-
gerð Knattspyrnufélagsins Vestra.
Sextán drengir á aldrinum 16—18
ára komu þarna saman og stofn-
uðu með sér félag, undir forustu
þekkts íþróttafrömuðar, Einars
Odds.
Fyrsta félag, sem stofnað var
hér í bæ og hefur iðkun knatt-
spyrnu á stefnuskr sinni, var Fót-
boltafélag ísafjarðar, stofnað 1914
og starfaði eitt að knattspyrnu-
málum fram yfir 1920, að nokkrir
meðlimir þess sáu, að ætti íþróttin
að ná þeim þroska, sem æskilegt
væri, þá yrðu félögin að vera
minnst tvö til að fá eðlilega
keppni. Þeir kljúfa því út úr Fót-
boltafélagi Ísafjarðar og stofna
Ksf. Hörð. Þessi tvö félög starfa
svo í nokkur ár og leika nokkra
kappleiki hvort gegn öðru og
nokkra sameiginlega gegn skips-
höfnum af dönskum herskipum og
varðskipum, sem hér voru við
land á þeim árum.
35 ára
Vestfjarðameistarar í III. flokki 1932.
Aftasta röð, frá vinstri: Ingólfur Geirdal, Gunnlaugur Pálsson, Magnús
Jóhannsson, Guðni Ingibjartsson, Leifur Lárusson. Miðröð: Högni Jóns-
son, Högni Helgason, Friðrik Vilhjálmsson. Fremsta röð:
Pétur Geirdal, Hörður ólafsson, Guðmimdur M. Jónsson.
Þó fer svo ,að lokum, að yngra
félagið gengur af hinu dauðu, og
málin standa þá eins árið 1926,
og dauft yfir knattspyrnuiðkunum.
Einar Oddur sá, að við svo búið
mætti ekki standa og auglýsti því
stofnun félags og lét lista liggja
frammi til undirskriftar. Árangur-
inn varð sá, að 16 drengir skrifa
nöfn sín á hann, og með þessum
drengjum stofnar svo Einar
knattspyrnufélag, sem eftir nokkr-
ar vangaveltur var vatni ausið og
nefnt Knattspyrnufélagið Vestri.
Einar er svo aðaldriffjöðrin fyrstu
árin, því að allt voru stofnendum-
ir ungir menn og óreyndir í félags-
málum.
Á þessum áram var knattspyrn-
an hér á algjöra frumstigi, eng-
inn hér, sem neitt kunni fyrir sér
til að miðla nýliðunum, enginn
völlur, sem nothæfur gæti talizt,
og samgöngur til þeirra staða, sem
íþrótt þessi var lengra á veg
komin, voru litlar sem engar.
Gæfa Vestrapiltanna var sú, að
strax á öðru ári félagsins fá þeir
tilsögn hjá Gunnar Axelson
íþróttakennara, sem dvaldi hér í
nokkur ár. Hann hafði kynnzt
þessari íþrótt erlendis og var því
skrefi á undan mönnum hér.
Nokkrar umræður urðu meðal fé-
lagsmanna um það, hvort leita
ætti eftir aðstoð hans og þá aðal-
lega haft í huga, að slíkur kunn-
áttumaður hlyti að taka hátt kaup
fyrir vinnu sína. Var svo ákveðið
að reyna að fá hann sem þjálfara
félagsins, en þá að því tiiskyldu,
að greiðsla til hans yrði ekki
meiri en 16 krónur á mánuði.
Gunnar bauðst strax til að segja
þeim til og það íyrir ekki nokkurn
eyri. Þessum kostakjörum var
auðvitað tekið með miklum fögn-
uði og æft var af kappi næstu
árin undir htms leiðsögn.
Ekki fjölgaði mikið í félaginu
fyrstu árin, en þessi fámenni hóp-
ur var samheldinn og starfaði að
uppbyggingu félagsins. Sú bygging
er sannarlega ekki reist á sandi,
því að nú eftir 35 ár er félagið
orðið stærsta íþróttafélagið á
Vestfjörðum og á góðum íþrótta-
mönnum á að skipa í öllum íþrótta-
greinum.
Árið 1930 virðist félagið búið
að harzla sér völl og skipa sér
þann sess í hugum bæjarbúa, að
þarna sé ekki á ferðinni nein dæg-
urfluga, heldur félag, sem um ó-
komin ár eigi eftir að láta að sér
kveða í hinu alltof tilbreytingar-
snauða íþrótta- og félagslífi bæjar-
ins. Á aðalfundi þessa árs liggur
fyrir inntökubeiðni frá 18 drengj-
um á aldrinum 14—16 ára. Þeim
var tekið fegins hendi og stofnuð
fyrir þá yngri deild félagsins.
Fyrstu árin var félagið ekki
þungur ljár í þúfu fyrir stóra
bróður, Hörð, og kom þar aðallega
til æska félagsmanna, en upp úr
1930 fara þeir að eflast og fyrir-
staðan að verða meiri, og fyrsti
sigurinn kemur 1931. Þá sigrar
Vestri í fyrsta sinn knattspyrnu-
mót Vestfjarða I. fi. Vinna þeir
Hörð þá með þrem mörkum gegn
engu. Árið eftir er þessum sigri
fylgt eftir, því að það ár vinnur
íélagið Vestfjarðamótin i öllum
flokkum, I. fl. með sex mörkum
gegn einu, II. og III. fl. með þrem
mörkum gegn engu.
Þetta ár verður alltaf minnis-
stætt í sögu félagsins, þvi að
þarna næst í fyrsta skipti hinn til-
ætlaði árangur margra ára þjálf-
unar og félagsstarfs og sýnir svo
ekki verður um villzt, hvað hægt
er að ná með sterkum vilja og
samheldni, enda segir blaðið
Skutull 2. sept. það ár:
„Snemma í ágúst fóru fram
knattspyrnukappleikir milli Harð-
ar og Vestra í I., II. og III flokki.
Sigraði Vestri í þeim öllum. Síð-
astliðinn sunnudag var svo sund-
mót hér í bænum. 1 yngri flokki
var keppt í hraðsundi og hlaut
Jónas Magnússon fyrstu verðlaun.
1 eldri flokki var keppt í fegurð-
arsundi og hlaut Haukur Helgason
fyrstu verðlaun þar. Jónas og
Haukur eru báðir í Ksf Vestra.
Bæjarbúar sýndu íþróttum þess-
um hinn mesta áhuga, enda getur
varla betri skemmtun en horfa á
knattspyrnu og sund í góðu veðri.
Knattspyrnufélagið Vestri hefur
náð glæsilegum árangri í öllum
aldursflokkum að þessu sinni bæði
í sundi og knattspyrnu og reynir
nú á þann vandann hjá félaginu
að gæta fengins fjár og heiðurs,
en um það er engu minna vert en
en öflunina.
Árið eftir sigrar Vestri í I. og
II. flokki en tapar í III. fl. Um
II. fl. leikinn segir svo í annálum
félagsins, en þeir eru skrifaðir á
þessum árum af Finni Magnús-
syni:
„10. sept. kl. 5 e.h. hófst n. fl.
mótið. Úrslit urðu þau, að Vestri
sigraði með þrem mörkum gegn
engu. Þama höfum við I Vestra
góðu liði á að skipa, enda unnum
við þennan leik. Harðverjar áttu
markaval og kusu að leika undan
sól, svo að Vestrangar höfðu sól-
ina í augun og var það auðvitað
miklu erfiðara. Högni byrjaði sem
miðframherji (annars skiptust
þeir Ingi Geirdal á um það leika
það og miðverja). Lék hann knett-
inum með hægri og vissri press-
ingu til Jónasar v.innframherja,
og áður en varði voru þeir komnir
hindranarlítið upp undir markteig,
en Harðverjar vissu við hverja var
að etja, það vora eins og saman-
tekin ráð þeirra. Þegar þeir sáu
með hvaða hraða og öryggi þetta
gerðist, hlupu þeir allir 11 að tölu
í vörn, og þar voru þeir allan leik-
inn. Þegar 5—10 mínútur voru
liðnar af leiknum meiddist Guðni
„ytriving“, hann tognaði á fæti,
en Óskar kom inn í hans stað.
Þrátt fyrir stöðuga sókn kom mark
ekki fyrr en ca 10 mín. voru eftir
af fyrri hálfleik, þegar Jónasi
tókst að leika á fjóra Harðverja
og skjóta, og 'knötturinn lá í net-
inu. Maddi Guðmunds sýndi sér-
staklega skarpa sókn. Var hann
svo snarpur og öruggur að aðdáun
sætti. Skaut hann oft, en aðstaðan
til að skora var oftast slæm, því
að 11 manna veggur stóð í mark-
inu. Knötturinn kom varla yfir á
vallarhelming Vestra, en ef svo
var, þá kom hann strax til baka.
Um það önnuðust þeir Gunnar
Ólafsson og Pétur Geirdal, bak-
verðir.
Snemma í seinni hálfleik leikur
Högni knettinum rólega til Inga,